Færslur fyrir desember, 2012

Fimmtudagur 27.12 2012 - 14:59

HORFT Í NORÐUR.

Kristinn Hrafnsson myndlistamaður sendi síðunni pistil um Reykjavíkurhöfn sem birtur var  29.11.2012 og hét: „Frystigeymla og myndlist á Grandanum“. Nú hefur hann aftur stungið niðuir penna og skrifað pistil sem er birtur hér. Neðst í færslunni er slóð að fyrri pistli Kristins þar sem koma fram margar áhugaverðar athugasemdir. Hér er pistillinn: Fyrir nokkrum dögum síðan […]

Miðvikudagur 19.12 2012 - 21:46

Vinnubúðahótel ?

    Nú eru uppi hugmyndir um að flytja og breyta vinnubúðum  frá Reyðarfirði í hótel og koma þeim fyrir viðsvegar um landið. Um er að ræða vinnubúðir sem notaðar voru fyrir verkamenn vegna byggingar álbræðslu á staðnum. (Morgunblaðið 17.12.2012) Hugmyndin er að gera úr vinnubúðunum 8-10 hótel með um 100 herbergjum í hverju sem staðsett verða víðsvegar […]

Þriðjudagur 18.12 2012 - 05:58

Framtíð Kvosarinnar árið 1991

  Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í september 1989 að beita sér fyrir stofnun þróunarfélags um miðbæ Reykjavíkur. Miklu var tjaldað til og var félagið stofnað í Höfða 15. nóvember 1990. Félagið var látið heita „Þróunarfélag Reykjavíkur“ Markmið Þróunarfélags Reykjavíkur var að efla miðborg Reykjavíkur sem miðstöð stjórnsýslu ríkis og borgar, menningarlífs, verslunar og þjónustu og samræma hugmyndir hagsmuna- […]

Laugardagur 15.12 2012 - 23:07

Eyðibýlin – viðskipatækifæri komandi ára?

Undanfarin tvö ár eða svo hefur orðið viss vakning í umræðu um eyðibýli hér á landi . Sum eyðibýlanna, sem eru á þriðja þúsund, standa uppi meðan önnur eru nánast rústir einar eða jafnvel bara tóftir. Flest eiga þau það sameiginlegt að bæjarstæðin eru falleg og hafa uppá mörg tækifæri að bjóða í sínu nánasta umhverfi. […]

Fimmtudagur 13.12 2012 - 12:31

Skortur á þjónustu í Grafarvogi og víðar í íbúðahverfum.

Undanfarið hafa ýmsar þjónustustofnanir lokað útibúum sínum í Grafarvogi. Þar er nú engin Sorpa, enginn banki, engin lögreglustöð, engin vínbúð og ekkert pósthús. Fréttablaðið gerði þetta að umfjöllunarefni fyrir skömmu. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að íbúarnir þurfa að fara út fyrir hverfið sitt til að sækja þessa þjónustu með stóraukinni bifreiðaumferð og miklum […]

Þriðjudagur 11.12 2012 - 12:34

Laugavegur á aðventu –“PPS” gata?

   Götur eru flokkaðar á margvíslegan hátt eftir hlutverki þeirra í borgarskipulaginu. Allt frá hraðbrautum um safngötur til húsagatna. Svo eru til allskonar undirflokkar þar á milli. Það er talað um götur á borð við Laugaveg eins og hann er nú sem götu með „seitlandi“ umferð bíla. Svo eru það vistgötur (Shared Streets) þar sem […]

Miðvikudagur 05.12 2012 - 14:14

Jóhannes Kjarval arkitekt

Vinur minn og kollegi, Jóhannes Kjarval, lést á líknardeild Ladspítalans s.l. laugardag þann 1. desember eftir langvarandi veikindi. Hann varð 69 ára gamall. Þarna er genginn ástríðufullur arkitekt sem hafði auga fyrir hinu smáa, jafnt og hinu stóra í umhverfinu og breytti engu hvort  það var mannanna verk eða gert af meistarans höndum.  Hann hafði […]

Mánudagur 03.12 2012 - 16:42

Ályktun arkitekta – Ný byggingarreglugerð

Arkitektafélagið hefur formlega skorað á stjórnvöld að fresta gildistöku nýrrar byggingarreglugerðar um óákveðinn tíma og sent ályktun þar að lútandi til stjórnvalda. Arkitektafélagið telur margt í reglugerðinni þurfa á nánari skoðun að halda. Telur félagið að reglugerðin muni hafa í för með sér miklar kostnaðarhækkanir sem mun einkum bitna á ungu fólki og leiða til […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn