Færslur fyrir febrúar, 2016

Föstudagur 26.02 2016 - 08:00

„Nýbyggingafíkn“

Ég hef átt skemmtileg samtöl við kollega mína hér í París að undanförnu þar sem við ræddum aðallega um starfið og það umhverfi sem við vinnum í. Hér eins og víða er offramboð af arkitektum. Einn sem ég talaði við sagði að einungis um það bil 30% af þeim sem útskrifast úr arkitektaskólunum vinni við […]

Mánudagur 22.02 2016 - 22:01

„High Line Park“ í París og mögulega í Reykjavík!

  Það hefur  ekki farið hátt, en  Parísarbúar eiga sinn “High Line Park” sem er um 20 árum eldri en sá frægi í New York. Þegar járnbrautarstöðin við Bastillutorgið var lögð niður árið 1984 til þess að koma fyrir Bastilluóperunni  voru járnbrautarteinarnir látnir óhreyfðir.  Opnaðist þá tækifæri til þess að skapa gönguleið í 8-10 metra hæð […]

Föstudagur 19.02 2016 - 08:38

Skipulagssýning – Upplýstur almenningur

  Pavillon de L’arsenal í París, er miðstöðstöð upplýsinga, gagna og sýningarstaður fyrir allt er varðar skipulag og byggingalist í París. Stofnunin er e.k. óháð sjálfseignarstofnun sem um 40 samtök og fyritæki standa að. Það er mikil upplifun að koma og kynna sér þessa “permanent“ sýningu á því sem fjárfestar, arkitektar og stjórnmálamenn eru að […]

Þriðjudagur 16.02 2016 - 08:29

París árið 2050?

  Hausmann og Napóleon III fengu hugmyndir um að breyta Parísarborg og gerðu það  eins og lesa má í síðustu pistlum.  Og París er sennilega í dag svipuð því sem þeir sáu fyrir sér fyrir um 150 árum. Menn eru alltaf  að velta fyrir sér framtíðinni og reyna að hafa áhrif á gang mála. Le […]

Laugardagur 13.02 2016 - 02:55

Byggingarlist Haussmanns í París

  Þegar þeir Napoleon III og Haussmann endurmótuðu Parísarborg á árunum 1853-1870 og bjuggu til breiðgöturnar gerðu þeir kröfu um vandaðri og fallegri ásýnd húsanna. Áður voru götur borgarinnar mjóar. Algengast milli 2 og 7 mera breiðar og var ásýnd þeirra við svo mjóar götur ekki eins mikilvæg eins og við breiðar götur. Þegar göturnar […]

Miðvikudagur 10.02 2016 - 20:56

Niðurrif Parísar – 1853 -1870

Winston Churshill á að hafa sagt: “We shape our buildings, and afterwards, our buildings shape us.” Með þetta í huga má draga þá ályktun að “Le Belle Epoque” í París eigi rætur sínar að rekja til þeirra breytinga á borginni sem Napóleon III fyrirskipaði um 1853. Betri, fallegri og heilbrigðari borg hafi kallað fram það góða og […]

Mánudagur 08.02 2016 - 08:03

PARIS – La Belle Époque

La Belle Époque (Fallega tímabilið (!)) í París var tímabilið milli 1870 og 1914. Menn hafa sagt að það hafi náð milli þess að Prússastíðinu lauk og fram undir upphaf fyrri heimstyrjaldarinnar. Tímabilið einkenndist af mikilli bjartsýni, friði, efnahafslegri velmegun og tæknilegum framförum. Þetta gerði það að verkum að listir hverskonar blómstruðu og næturlíf og skemmtanir urðu […]

Föstudagur 05.02 2016 - 11:11

Hafnartorg – Eiga vandræðin rætur að rekja til deiliskipulagsins?

Líklegt er að vandræðagangurinn við Hafnartorg megi að miklum hluta rætur að rekja til deiliskipulagsins sem samþykkt var fyrir nokkrum misserum á svæðinu með breytingum í skipulagsráði 22. apríl 2015.  En þar var greining á staðaranda vanreifaður að margra mati með þeim afleiðingum sem við nú hafa verið kynntar. Fyrir tæpu 101 ári brann mikill hluti Kvosarinnar […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn