Færslur fyrir mars, 2018

Föstudagur 23.03 2018 - 17:40

HLEMMUR „Vertu memm á torginu við Hlemm“

„Vertu memm á torginu við Hlemm“ Nú í vikunni voru kynntar niðurstöður í hugmyndaleit um framtíð Hlemms.  Það voru þrjár tillögur sem kynntar voru og voru þær nokkuð mismunandi. Að mínu mati bar ein af fyrir hugmyndaauðgi og tilfinningu fyrir stapðnum og umhverfinu. Þetta var tillaga Dagnýjar Bjarnadóttur landslagsarkitekts sem rekur fyrirtækið DLD sem stendur […]

Sunnudagur 18.03 2018 - 18:09

Landspítalinn – Er lausnin fundin?

Það voru frábærar fréttir að berast af byggingaráformum Þjóðarsjúkrahússins við Hringbraut frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir. En þar stendur að lokið verði við þá uppbyggingu sem komin er á framkvæmdastig við Hringbraut en að það verði tafarlaust farið í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahússþjónustu til lengri tíma með öryggi og sterkum samgönguleiðum að leiðarljósi. Pólitískt […]

Mánudagur 12.03 2018 - 16:16

Áreiðanleikakönnun fyrir Landspítalann

  Í síðustu viku birtist grein í Kjarnanum sem heitir „Ný staðarvalsgreining fyrir þjóðarsjúkrahúsið er nauðsynleg“. Greinina má nálgast hér: https://kjarninn.is/skodun/2018-03-05-ny-stadarvalsgreining-fyrir-thjodarsjukrahusid-er-naudsynleg/ Í greininni er farið er yfir nokkrar þær breytingar í skipulagsmálum sem orðið hafa á þeim tæpu tveim áratugum sem liðnir eru síðan spítalanum var valinn staður við Hringbraut. Það liggur fyrir að þegar ákveðið var […]

Fimmtudagur 08.03 2018 - 14:17

Miðbær Hafnarfjarðar

  Í Morgunblaðinu í morgun voru kynntar nýjar hugmyndir um uppbyggingu í miðbæ Hafnarfjarðar.  Þetta var einkar ánægjuleg lesning. Einkum vegna þess að arkitektarnir í samstarfi við skipulags- og byggingaráð bæjarins nálgast verkefnið í anda „regionalismans“.  Það er að segja að staðarandinn ræður ferðinni. Umhverfið ræður útliti húsanna öðru fremur. Hjálagðar myndir sem unnar eru af […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn