Færslur fyrir nóvember, 2009

Mánudagur 30.11 2009 - 14:18

Þrautir Hennings Larsen.

Henning Larsen fer mikinn í Reykjavík um þessar mundir og vinnur að byggingu  helstu menningarstofnana landsins, Háskólans í Reykjavík  og Ráðstefnu- og tónlistarhússins við höfnina. Fyrir helgi kom út bók eftir hann sem heitir „De skal sige tak“ og er þar vitnað til orða  Hr. Mærsk Mc-Kinney Möller til arkitektsins í einu samtali þeirra Hennings […]

Föstudagur 27.11 2009 - 09:54

Svona á að byggja í 101

Þegar hugmyndir um uppbyggingu lóðanna á horni Túngötu og Aðalstrætis voru kynntar spunnust nokkrar umræður um þá nálgun og þá lausn sem þar var fundin. Mönnum þótti að þarna væri um hallærislegt afturhvarf til fortíðar að ræða. Um þetta var fjallað í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Yfirleitt töluðu menn máli nútíma arkitektúrs og vildu að […]

Miðvikudagur 25.11 2009 - 10:23

Vesturbærinn á dagskrá

      Ég var á fundi í Hagaskóla í gærkvöldi þar sem Skipulagsráð boðaði til opins húss í mínu hverfi  „Þar sem íbúar Vesturbæjar geta sett fram hugmyndir sínar um hvað betur megi fara í skipulagsmálum í hverfinu. Þetta er næst síðasta opna húsið af alls tíu sem Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur efnir til […]

Þriðjudagur 24.11 2009 - 15:30

Space is process

Ég hef haldið því fram áður að Ólafur Elíasson hugsi eins og arkitekt. Einn helsti aðstoðarmaður hans undanfarin mörg ár hefur verið Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt. Á hjálögðum hreyfimyndum “SPACE IS PROCESS” og “PLAYING WITH SPACE AND LIGHT” talar hann um rými, hlutföll og fl. Hann segir frá reynslu sinni af íslenskum fossum og hvernig […]

Mánudagur 23.11 2009 - 11:21

Jörn Utzon

  Manni getur dottið í hug að frægasta verk Jörn Utzons, Óperuhúsið í Sidney hafi þvælst fyrir honum. Hefði hann ekki unnið samkeppnina um óperuhúsið hefði hann hugsanlega haft mun breiðari og meiri áhrif á byggingarlistina en raun varð á. Óperan vakti slíka athygli að hún varpaði skugga á önnur verk Utzons. Hafa skal í […]

Föstudagur 20.11 2009 - 11:09

Bíllaus borg

Ég hef nefnt það áður að nýtt vinnulag hefur verið tekið upp vegna undirbúnings að endurskoðun aðalskipulags borgarinnar.   Áður var þetta þannig að skipulagið var unnið af stjórnmálamönnum og sérfræðingum, mest í kyrrþey, og svo var það opinberað og auglýst. Án nokkurrar umræðu sem heitið gat. Þeir sem gerðu athugasemdir voru álitnir andstæðingar borgarskipulagsins. […]

Þriðjudagur 17.11 2009 - 23:47

Högna Sigurðardóttir.

Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýning á nokkrum vel völdum verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts. Líkan á sýningu á Kjarvalsstöðum. Hér er „Hafsteinshús“ við Bakkaflöt í Garðabæ.   Þetta er mjög áhugaverð sýning á helstu verkum eins af færustu arkitektum Íslands. Einungis verk hennar á Íslandi eru þarna til sýnis en verkum t.d. í Frakklandi er […]

Mánudagur 16.11 2009 - 15:16

Landspítalinn Háskólasjúkrahús – Viðbót.

Kort sem tengist umferðaspá 2012. Þarna sést hvar viðamestu krossgötu borgarinnar er að finna.  Þessa dagana er mikil umræða um staðsetningu Landspítalans. Guðrún Bryndís Karlsdóttir fjallaði um staðsetningu LSH í Silfri Egils á sunnudaginn fyrir viku,  Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur og Árni Gunnarsson skrifuðu grein um málið í Morgunblaðið s.l. fimmtudag; Sturla Snorrason hefur sett fram hugmyndir […]

Föstudagur 13.11 2009 - 04:14

Wien

Ég hef verið í Vínarborg alla vikuna. Heimsótt tvær arkitektastofur og arkitektaskólann í TU. Fékk leiðsögn af atvinnumönnum sem sýndu mér gamlar byggingar og nýjar m.a. eftir Coop Himmelblau, Hans Hollein, Jean Nouvel og fl.   Það sem vekur sérstaklega athygli í borginni er öll hámenningin. Hún blómstrar hér á öllum sviðum og hefur gert […]

Miðvikudagur 11.11 2009 - 09:50

Landspítalinn Háskólasjúkrahús

  Forsendan fyrir staðsetningu Háskólans í Reykjavík er að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni.   Ein af forsendunum fyrir stækkun Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut er að flugvöllurinn verði um alla framtíð í Vatnsmýrinnni.   Veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri er að gera?   Ég skil þetta ekki.   Skilur einhver þetta?   Flugvalladeilan er […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn