Færslur fyrir september, 2010

Þriðjudagur 28.09 2010 - 09:16

Stóll úr sorpi

Maður veltir því stundum fyrir sér hvað verður úr plastumbúðunum undan gosdrykkjunum eftir að þeim er skilað í Sorpu. Það er eflaust margt sem kemur til greina. Eitt svarið er “Navy Chair 111” The Navy Chair var í upphafi hannaður árið 1944 og framleiddur í gríðarlegu magni úr áli í verksmiðjunni Emerco í South Carolina, […]

Mánudagur 27.09 2010 - 13:28

Nýsköpun, framþróun, fagmennska, gæði

Formaður Arkitektafélags Íslands, Sigríður Magnúsdóttir, skrifaði grein á heimasíðu félagsins sem á erindi langt útfyrir stétt arkitekta. Sérstaklega til þeirra sem starfa í stjórnsýslunni og þeirra sem er annt um umhverfi sitt. Ég hef verið beðinn um að birta greinina hér á þessum vettvangi og gerið það nú með leyfi höfundar. Myndin sem fylgir er valin af […]

Fimmtudagur 23.09 2010 - 13:19

“Bílar eru ljótir, margir saman”

Því hefur verið haldið fram að bílar geti verið fallegir hver fyrir sig. Það er að segja þegar þeir standa einhversstaðar og aðrir bílar hvergi nærri. Til dæmis úti í ósnortinni náttúrunni. Þetta vita þeir sem selja bíla. Bílar eru gjarna auglýstir þannig. Hinsvegar er fólk sammála því að bílar séu ekki fallegir þegar þeir […]

Þriðjudagur 21.09 2010 - 21:17

Fræðsla í byggingarlist

Í menningarstefnu Menntamálaráðuneytisins í mannvirkjagerð er fjallað nokkuð um menntun í arkitektúr, skipulagi og staðarprýði. Það var tímabært að setja markmið í þessum efnum. Ég man þegar ég gekk í skóla lærði maður ýmislegt smálegt um ýmsar byggingar og borgir úti í hinum stóra heimi. Píramídana í Egyptalandi, Akropolis í Aþenu og þ.h.  Kennslan byggðist […]

Mánudagur 20.09 2010 - 15:25

Menningarstefna í mannvirkjagerð

  Fyrir þrem árum kom út bæklingur sem fjallar um menningarstefnu íslenskra stjórnvalda í byggingarlist. Bæklingurinn er um 50 vel skrifaðar síður og hlaðinn góðum ásetningi. Í honum er lagður grunnur að opinberri stefnu í mannvirkjagerð. Í stefnunni er horft til varðveislu mikilvægra mannvirkja, til nýbygginga og skipulags. Stefnan leggur áherslu á fallegt starfrænt umhverfi […]

Mánudagur 13.09 2010 - 10:30

Kemur aðalskipulagið frá Guði?

Eyja rís úr hafi, fjallgarðar myndast, árfarvegir móta landið,  sléttlendi verður til, allt er í mótun, ekkert er tilviljun eins og Einstein sagði og allt er í rökréttu samhengi við atburðarrásina. Þarna virðist eitthvað skipulag vera í gangi sem hefur einhvern tilgang og markmið. Skipulagið er unnið og framkvæmt af meistarans höndum. Ef okkur líkar […]

Þriðjudagur 07.09 2010 - 14:55

Reykjavík rís í 3D

  Reykjavík er að rísa á þrívíddarmynd  Google Earth. Þegar hafa risið einar 10-15 byggingar. Þess verður væntanlega ekki langt að bíða að menn geta nánast gengið um götur Reykjavíkur eftir skjámyndinni. Hjálagt eru nokkrar myndir af húsum í Reykjavík sem sýna hvert stefnir í þessu stórkostlega umhverfi sem verið er að skapa. Og neðst […]

Sunnudagur 05.09 2010 - 17:35

Bob Dylan

Í gær, laugardaginn 4. september, var opnuð myndlistasýning á Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn með myndum eftir Bob Dylan. Sýningin samanstendur af 40 akrýlmyndum sem hvergi hafa verið sýndar áður, ásamt einum 8 teikningum. Þessar myndir eru úr flokki sem listamaðurinn kallar ”The Brazil Series” og eru með auðlæsilegum brasíliskum mótivum sem sýna borgarslum […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn