Færslur fyrir maí, 2018

Þriðjudagur 29.05 2018 - 13:58

Le Corbusier – snillingur og fræðimaður

Le Corbusier (1887-1965) var ein af aðalhetjum okkar unga fólksins þegar ég stundaði nám í byggingalist við Det Kongelige Danske Akademi for de Skönne Kunster í Kaupmannahöfn á árunum kringum 1970. Aðrar alþjólegu hetjurnar og fyrirmyndirnar voru Grobíus, Mies van der Rohe, og Alvar Aalto ásamt fl. Mér skilst að stjarna L-C hafi heldur dalað í […]

Miðvikudagur 23.05 2018 - 11:06

Deiliskipulag Skuggahverfisins – Sjónásar og fl.

“ Hafa ekki allir sem ganga um Laugaveginn fundið hve skemmtilegt er þegar þvergöturnar opna skyndilega sýn niður að sjó og í sneið af Esjunni?“ skrifaði Ormar Þór Guðmundsson arkitekt í grein í Lesbók Morgunblaðsins vorið 1984. Greinina skrifaði Ormar í tilefni af því að fyrstu tillögur að nýju skipulagi fyrir Skuggahverfið voru að gera […]

Sunnudagur 20.05 2018 - 14:22

Reykjavík á villigötum? – Náttúruvernd og borgarvernd.

  Það hefur orðið veruleg vakning með þjóðinni hvað varðar verndun náttúrunnar. Umhverfissinnar börðust fyrir náttúruvernd áratugum saman og fengu litlar undirtektir. Það var ekki fyrr en ferðamaðurinn vakti athygli heimamanna á að þarna var mikla auðlind að finna. Þá fyrst snerist almenningsálitið. „Peningarnir tala“ Fyrst þegar ferðamannastraumurinn jókst og varð stærsta atvinnugrein þjóðarinnar fóru […]

Miðvikudagur 16.05 2018 - 14:12

Kynning á deiliskipulagi – Fálæti og seinagangur.

  Ég hef þrisvar sinnum gert athugasemd við auglýst deiliskipulag í kynningarferli hjá Reykjavíkurborg. Athugasemdirnar vörðuðu ekki einkahagsmuni mína heldur almannahagsmuni, staðaranda og ásýnd þeirrar Reykjavíkur sem við viljum mörg standa vörð um. Í fyrsta sinn var það vegna deiliskipulags Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut þar sem ég taldi að deiliskipulagið stæðist ekki stefnu hins opinbera […]

Laugardagur 12.05 2018 - 18:18

4000 íbúðir í Örfirisey – Bíllaus byggð!

Í Fréttablaðinu í morgun var kynnt hugmynd um uppbyggingu í Örfirisey þar sem lagt er til að komið verði fyrir um 4000 íbúðum í skipulagi þar sem verður lítil eða engin bifreiðaumferð. Þetta hljómar róttækt, sem það kannski er, en þetta er nokkuð þekkt víða i nágrannalöndunum og hefur gefist vel. Þetta er vistvæn byggð […]

Miðvikudagur 09.05 2018 - 13:09

Flugvöllurinn – Borgarlínan – Miklabraut í stokk.

Flugvöllurinn – Borgarlínan – Miklabraut í stokk. Mér sýnist lítið unnin stór mál vera áberandi í skipulagsumræðunni í aðdraganda kosninga. Þetta eru mál sem varða alla, en eru vanreifuð og ekki nægjanlega undirbúin til þess að leggja þau í mat kjósenda. Það er að nógu öðru að taka sem stendur okkur nær og eru skýr, fyrirliggjandi og […]

Sunnudagur 06.05 2018 - 18:04

Niðurrif í Reykjavík – Þétting byggðar

„Ert þú ekki mikið fyrir nútíma arkitektúr?“ spurði einn áhrifamesti maður skipulagsmála Reykjavíkur fyrir helgi þegar ég lýsti áhyggjum mínum af gríðarlega miklu niðurrifi húsa í Reykjavík innan Hringbrautar. Þessi spurning kom mér mjög á óvart og lauk samtalinu sem hafði verið ágætt þar sem við töluðum um Borgarlínuna og þéttingu byggðar þar sem við […]

Fimmtudagur 03.05 2018 - 10:54

Borgarhluti með mannlífi.

Borgarlandslagið og stóru atriðin í borgarskipulaginu á borð við Miklubraut í stokk, Borgarlínu, flugvöllurinn í Vatnsmýri, samgöngumál, staðsetning stofnanna og íbúðasvæða skipta miklu máli. En dæmin sanna að litlu atriðin skipta oftast meira máli í daglegu lífi fólks. Á þetta hefur hinn heimsfrægi danski arkitekt Jan Gehl margsinnis bent á og skrifað áhrifamiklar bækur um […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn