Færslur fyrir júlí, 2013

Þriðjudagur 30.07 2013 - 06:58

Deiliskipulag í Vatnsmýri – önnur nálgun?

  Margir hafa látið þá skoðun í ljós að drög að deiliskipulagi sem lögð eru til grundvallar í fyrirhugaðri byggð í Vatnsmýri sé einsleit og óreykvísk og jafnvel leiðinleg. Ég er einn þeirra sem tel að þessi fyrirliggjandi skipulagshugmynd sé áhugaverð, svona almennt séð, sem umræðugrundvöllur en það sé mikil áhætta falin í því að „teppaleggja“ ef svo má að […]

Föstudagur 26.07 2013 - 00:20

Ný randbyggð

Í síðustu færslu var fjallað um randbyggð og mátti kannski skilja að höfundi þætti það skipulagsform nánast ógerlegt. Það er miskilningur. Höfundur taldi hinsvegar að illmögulegt væri töfra fram götulíf í nýjum hverfum sem stæðist samanburð  við það sem við þekkjum í skipuilagi gömlu borganna í Evropu þar sem göturnar iða af mannlífi. Höfundur telur vel mögulegt […]

Þriðjudagur 23.07 2013 - 16:21

Borgarsýn 06 – ný byggð í Skerjafirði

Eitthvað merkilegasta framtak umhverfis og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar undanfarin misseri er útgáfa hefta sem bera nafnið Borgarsýn.  Þetta eru rit sem allir ættu að kynna sér sem áhuga hafa á skipulagsmálum. Á dögunum kom út hefti númer sex í röðinni og ber heitið “Borgarsýn 06” Þetta er bæði upplýsandi og fróðlegt rit þar sem kallað er […]

Miðvikudagur 17.07 2013 - 11:54

Micro hús – micro lóðir

Í framhaldi af umræðu um „micro íbúðir“ og „microhús“ er hér tekið dæmi um smáhýsi í Japan sem byggt er á örlítilli lóð, „micro lóð“.  En japanir hafa náð góðum árangri í að töfra fram snilldar einbýlishús á nánast ómögulegum örlitlum lóðum. Lóðin er einungis 166 fermetrar, rúmir 3 metrar á breidd og tæpir 30 metrar á lengd með útskoti […]

Sunnudagur 14.07 2013 - 16:05

Gufubaðið á Laugarvatni – Fontana

  Verðlaunatillögur í samkeppnum eiga það til að taka allnokkrum breytingum frá því að dómnefnd fellir sinn dóm þar til framkvæmdum er lokð. Þar kemur margt til. Eitt er að bygginganefndin er hugsanlega ekki alveg sammála dómnefndinni eða að forsendur breytast á þeim tíma sem líður frá því að keppnislýsing var skrifuð og þangað til framkvæmdir […]

Þriðjudagur 09.07 2013 - 08:36

Micro einbýlishús

  Fyrir nokkrum dögum var fjallað hér um “micro íbúðir” sem eru allt niður í 20 fermetra að stærð og ætlaðar  vaxandi fjölda þeirra einstaklinga sem velja  að búa einir. Í athugasemdarkerfinu þar sem þátt tóku aðilar sem þekkja vel til þessarra mála kom fram að ekki er mögulegt að byggja slíkar íbúðir hér á […]

Mánudagur 08.07 2013 - 12:33

Mercedes-Benz SF1

  Bílar eru vissulega hluti af umhverfinu og hafa meiri áhrif á það en marga grunar. Útlit þeirra og litir skipta líka máli þegar talað er um staðarprýði. Hér eru birtar myndir af nýjustu afurð Mercedes Benz. Þetta er hönnun eftir Steel Drake  sem endurvekur hér skörpu línurnar í bifreiðahönnun. Allir muna blöðruskódann frá sjöunda […]

Fimmtudagur 04.07 2013 - 12:04

„Micro“ íbúðir

Um það bil sem ný byggingareglugerð átti að taka gildi hér á landi samþykktu borgaryfirvöld í San Francisco heimild til þess að byggðar væru íbúðir sem eru allt niður í 20 fermetrar. Þetta eru svokallaðar “micro apartments”  sem njóta vaxandi vinsælda í miðborgum margra borga á vesturlöndum Ástæðan er sú að vaxandi hópur meðaltekjufólks óskar […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn