Færslur fyrir júní, 2015

Mánudagur 22.06 2015 - 22:56

Ártúnshöfði – Elliðaárvogur – Úrslit í samkeppni.

Síðdegis í dag voru kynnt úrslit í humyndasamkeppni um rammaskipulag við Elliðaárvog, Ártúnshöfða og Bryggjuhverfi. Það gladdi mig mjög að höfundar vinningstillögunnar sýndu skilning á þeirri heildarmynd sem aðalskipulag Reykjavíkur AR2010-2030 dregur upp. En ein sterkasta einstaka hugmynd í skipulaginu er samgönguás þess. En samgönguás aðalskipulagsins verður hryggjarstykki borgarinnar þegar fram líða stundir ef vel […]

Þriðjudagur 16.06 2015 - 12:47

Nýr spítali á 173 dögum!

Í lok nítjándu aldar var krafan um sjúkrahús í Reykjavík mjög hávær. Þörfin var mikil. Bæjarstjórn Reykjavíkur var tilbúin að leggja til fé en Alþingi ekki. Árið 1901 kom tilboð frá St. Jósefssystrum í Landakoti um að reisa og reka fullkomið sjúkrahús í Reykjavík. Alþingi tók því tilboði fegins hendi en vildi þó hvorki veita […]

Föstudagur 12.06 2015 - 13:48

Can Lis eftir Utzon

Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt hefur sent síðunni áhugaverða grein um arkitektinn Can Lis. En Can Lis er hús sem Utzon byggði fyrir sig á Mallorca.    Höfundur pistilsins er flinkur og reyndur praktiserandi arkitekt sem hefur starfað alla sína tíð erlendis. Stefán hugsar mikið um anda staðanna og regionalismann sem á mikið erindi til samtímans. Ef fólk […]

Fimmtudagur 11.06 2015 - 15:15

Móðir náttúra endurheimtir sitt

Ljósmyndarinn  Tang Yuhong sem býr í Nanning í Kína sýnir hér nokkrar fallegar ljósmyndir sem eru teknar í yfirgefnu sjávarþorpi í Kína. Á ljósmyndunum sést hvernig móðir náttúra endurheimtir svæði sem er vissulega hennar og skapar um leið dulræna stemmingu. Þorpið er á Shengsi eyjum sem eru eyjar við ósa Yangze fljóts. Með tímanum mun þorpið […]

Fimmtudagur 04.06 2015 - 01:39

Spennandi öríbúð – aðeins 25m2

Nú er landverð og byggingakostnaður orðinn svo hár í miðborgum vestrænna borga að venjulegt launafólk hefur varla efni á að búa þar. Fjárfestar og hönnuðir hafa brugðist við þessu og minnkað íbúðirnar þannig að fólk hafi efni á að búa í miðborgunum.  Þessi þróun hefur gerst hægt en markvisst. Menn hafa byggt litlar íbúðir í […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn