Færslur fyrir október, 2009

Föstudagur 30.10 2009 - 12:15

Reykjavíkurflugvöllur

  Framtíð Reykjavíkurflugvallar þarf að ákveða með formlegum hætti með löngum fyrirvara. Það þarf að ákveða hvort hann eigi að vera eða hvort hann eigi að fara.   Skipulagsákvarðanir í Vatnsmýrinni eiga að taka mið af niðurstöðunni.   Nú hefur maður það á tilfinningunni að verið sé að bola flugvellinum í burtu. Það er að […]

Miðvikudagur 28.10 2009 - 11:47

Það sem koma skal?

Bo Bojesen sem teiknaði daglega í Politíken á árum áður. Hann var nokkurskonar Halldór Baldursson blaðsins. Hjálagða mynd teiknaði hann fyrir 50 árum, árið 1959, þegar miklar umræður voru í Danmörku um opið plan í hönnun heimila. Þetta gekk að mestu út á að opna milli eldhúss og borðstofu og þaðan inn í stofu. Þessi […]

Mánudagur 26.10 2009 - 15:17

Betri Reykjavík

  Þegar ég var ungur maður og var að hasla mér völl á starfsvettvangi arkitekta spurði ég Guðrúnu Jónsdóttur arkitekt sem þá var forstöðumaður Borgarskipulagsins hvað ungur maður ætti að gera til þess að nálgast skipulagsverkefni hjá borginni. Hún gaf mér þau ráð að sýna áhuga, taka þátt í umræðunni, styðja góðar hugmyndir og hafa […]

Föstudagur 23.10 2009 - 16:05

Þjóðmenningarhúsið við Hverfisgötu

  Johannes Magdahl Nielsen (1862-1941) sem teiknaði Safnahúsið (Þjóðmenningarhúsið) við Hverfisgötu var þekktur arkitekt í Danmörku fyrir réttum 100 árum um það leyti sem húsið var vígt 1909. Það er útbreiddur misskilningur að hann hafi einnig teiknað Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, hann var hins vegar aðstoðarmaður prófessors Hans J. Holm við hönnun þess. Safnahúsið var […]

Miðvikudagur 21.10 2009 - 12:19

Umræður um arkitektúr

  Nú er ég búinn að skrifa 3 færslur á viku hér á vefinn um arkitektúr, skipulag og staðarprýði í einn mánuð. Hugmyndin var að gera tilraun í 2-3 mánuði og athuga viðbrögð og áhuga. Ef áhugi minn eða lesendanna er undir væntingum hætti ég, annars má búast við að þetta haldi eitthvað áfram.  Netheimar […]

Mánudagur 19.10 2009 - 11:10

Varist stjörnuarkitekta

  Nei, þetta er ekki verk óþroskaðra krakka á fyrsta ári í arkitektaskóla sem eru að leika sér með kubbana sína. Teiknistofa Rem Koolhaas, OMA er þarna að leggja fram nýjar hugmyndir sínar um íbúðabyggð „The Interlace“ í Singapore Þetta eru íbúðabyggingar sem eru samtals um 170 þúsund fermetrar og rúma 1040 íbúðir auk ýmissa […]

Föstudagur 16.10 2009 - 11:29

Byggingarlistin er útundan

    Maður þarf að leita með smásjá til þess að finna rýni í fjölmiðlum, sem gagn er að og fjallar um byggingarlist, á meðan t.d. bókmenntir eru á síðum blaða og í ljósvakamiðlum á hverjum degi.   Það er haldið úti heilum klukkutíma þætti í sjónvarpinu um bókmenntir einu sinni í viku. Og þar […]

Miðvikudagur 14.10 2009 - 10:57

Háskólatorg.

  Að frumkvæði Páls Skúlasonar rektors og með stuðningi Háskólasjóðs Eimskipa hefur nú risið miðstöð stúdenta og starfsfólks Háskóla Íslands. Skólinn samanstendur af mörgum deildum í mismunandi byggingum sem sköruðust lítið. Þverfagleg samskipti nemenda voru í lágmarki. Með Háskólatorgi hefur þetta breyst. Götur stúdenta úr öllum deildum krossast í þessum byggingum þegar þeir sækja fyrirlestra, […]

Mánudagur 12.10 2009 - 15:04

“Vegasjoppa” í Borgartúni

  Að mínu mati skila íslenskir arkitektar frá sér, að mestu, ágætri byggingalist miðað við  nágrannalöndin. Ég hef þá tilfinningunni að það séu fleiri góð hús hér á landi á hverja 1000 íbúa en víða annarsstaðar.  Öðru máli gegnir um skipulagið.  Þar sýnist mér við vera eftirbátar nágrannaþjóðanna. Það má segja að við höfum verið […]

Föstudagur 09.10 2009 - 08:59

Eru of margir arkitektar á Íslandi?

  Það er ljóst, að í því hallæri sem nú stendur yfir, er offramboð á arkitektum á Íslandi. Sennilega er nú allt að 80% atvinnuleysi í stéttinni, ef frá eru taldir þeir arkitektar sem vinna hjá ríki og sveitarfélögum. Samkvæmt iðnaðarráðuneytinu eru nú um 440 arkitektar á Íslandi með viðurkenningu á starfsheitinu og ætli það […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn