Færslur fyrir maí, 2011

Þriðjudagur 31.05 2011 - 12:28

STEINAR OG STERKIR LITIR

Í formála bókarinnar STEINAR OG STERKIR LITIR (Skálholtsútgáfan 1965) talar Björn Th. Björnsson um hinar „þöglu listir“. Þar á hann við að myndlist og skúlptúr tali hljóðlaust til augans.  Hinsvegar talar tónlist, leiklist og ritlist til eyrans.   Ég velti fyrir mér hvar Björn hefði flokkað byggingarlistina. Ætli hún sé ekki hlóðlátust allra lista.  Því er […]

Mánudagur 30.05 2011 - 10:24

Svartur litur Hörpunnar

Maður hefur lært um skilaboð litanna. Sagt er að rautt sé litur ástar og rómantíkur, næmni, hita., hlýleika og orku. Grænn leiðir hugann að rólegheitum, frjóssemi, grósku, náttúrunni og peningum. Hvíti liturinn er oft tákn um tærleika, sakleysi, hreinlæti, hlutleysi, rýmistilfinningu en líka litur sorgar. En svart, hvað segir svarti liturinn? Hann er oft tákn […]

Laugardagur 28.05 2011 - 08:50

Kaupmannahöfn.

Þann 16. maí síðastliðinn var opnað nýtt hótel í Kaupmannahöfn, Bella Sky Comwell Hotel.  Arkitektarnir eru með þeim þekktustu í Danmörku, íslandsvinirnir 3XN. Nálgunin og niðurstaðan líkist nýlegum byggingum í Abu Dhabi, Barahin og á slíkum stöðum þar sem skortir staðaranda og mikið framboð er af fjármunum. Húsið er fagmannlega hannað, allt er vandað og […]

Fimmtudagur 26.05 2011 - 11:03

“Grenjavæðing” miðborgarinnar heldur áfram

Lesandi síðunnar hefur vakið athygli mína á að enn eitt húsið í eldri hluta Reykjavíkur sé að slummast. Það er húsið nr. 34 við Baldursgötu sem hefur verið yfirgefið. Í fyrrihluta maímánaðar varð húsið mannlaust og strax i framhaldinu voru rúður brotnar og negld spjöld fyrir alla glugga. Augljóst er að eigendur hafa ekki hugsað […]

Þriðjudagur 24.05 2011 - 05:05

Moshe Safdie-Marina Bay Sands í Singapore

Nýjasta verk Moshe Safdie er Marina Bay Sands í Singapore. Húsið var tekið í notkun á síðasta ári. Þetta er hótel með tæplega 2600 herbergjum. Byggingin er  á 55 hæðum í þrem turnum sem tengdir eru saman á efstu hæð með þakgarði sem hefur skipsform. Þakgarðurinn er um 10.000m2 á stærð með veitingahúsum,  gróðurvinjum og […]

Laugardagur 21.05 2011 - 16:16

Moshe Safdie – Sérbýlum staflað.

Á árunum í kringum 1970 voru Evrópumenn með Norðurlandaþjóðirnar í fararbroddi að gera tilraunir með “lága þétta” íbúðabyggð.  Arkitektarnir gerðu tilraun með að færa blokkaríbúðina niður á jörðina. Færa fólk nær jörðinni og gefa því kost á að hafa einkagarð. Ekki er hægt að halda öðru fram en að þetta hafi heppnast. Tíðarandinn margumtalaður kom […]

Fimmtudagur 19.05 2011 - 09:02

Tvær Hörpumyndir- Hugsun og veruleiki

Mér hafa borist tvö myndbönd sem voru notuð til kynningar á tilboðum um byggingu ráðstefnu og tónlistarhúsi á Austurbakka í Reykjavík fyrir einum 7 árum. Það fyrra fjallar um þá byggingu sem nú stendur, Hörpuna, sem teiknuð er af Henning Larsem í samstarfi við íslensku arkitektastofuna Batteríið. Síðara myndbandið fjallar um tillögu sem teiknuð er […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 18:01

Önnur HARPA

Árið 2003 efndi fyritækið Austurhöfn-TR  til hugmyndasamkeppni um ráðstefu og tónlistarhús sem þróaðist í samningskaupaferil árið 2004.  Samningskaupaferlið var einkaframkvæmd (3P eða Public Private Partnership) þar sem fjögur fyritæki lögðu fram tillögu og tilboð í byggingu og rekstur hússins í áratugi.   Íslendingum var sem sagt boðið uppá fjórar útgáfur af þessu mikla húsi sem […]

Sunnudagur 15.05 2011 - 12:55

BIG rokkar í Tirana Albaníu

Danski arkitektinn Bjark Engels er sá arkitekt sem mest ber á i alþjóðlegu samkeppnisumhverfi þessi misserin. Nú á dögunum vann hann samkeppni um 27.000.- fermetra menningarhús Islam í Tirana í Albaníu Það em einkennir Bjarke er einkum tvennt. Í fyrsta lagi aðferðafræði hans við nálgun lausnarinnar og svo hinsvegar framsetningin sem er afar skemmtileg kinning […]

Miðvikudagur 04.05 2011 - 17:14

Ráðstefnu- og tónlistarhúsið HARPA

Í dag er ráðstefnu- og tónlistarhúsið Harpa tekið í notkun og tilefni til að byrta nokkrar myndir af byggingunni sem hönnuð er af  Teiknistofu Henning Larsen í Danmörku í samstarfi við íslensku arkitektastofuna Batteríið. Ég fann ekki texta um húsið á heimasíðu Batterísins svo ég leyfi mér að birta orðrétta kynningu dananna verkinu eins og hún […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn