Færslur fyrir febrúar, 2012

Sunnudagur 26.02 2012 - 23:16

Landspítalinn – framvinda.

    Á haustdögum 2009 skrifaði ég færslu um Landsspítalann við Hringbraut þar sem ég taldi að nauðsynlegt væri að ræsa almenna umræðu um framkvæmdina, hugmyndafræði og staðsetningu húsanna. Ég óttaðist að atburðarrásin tæki völdin og að sjúkrahúsið yrði byggt án þess að sátt væri um það sem væri í vændum. Í framhaldinu skrifaði ég fleiri færslur […]

Fimmtudagur 23.02 2012 - 00:12

Samkeppnir fyrr og síðar – Sýning.

  Næstkomandi laugardag þann 25. febrúar opnar sýning í Norræna Húsinu um arkitektasamkeppnir fyrr og síðar.       Tilgangur sýningarinnar er að vekja athygli á þeim tækifærum og gagnsemi sem felst í því að bjóða verk út í opinni samkeppni ásamt þeim nýjungum og fjölbreytileika sem þær hafa skilað. Á sýningunni ber að líta nokkur dæmi um […]

Mánudagur 20.02 2012 - 18:43

Þingvellir – Hugmyndasamkeppni 1972

  . Í Morgunblaðinu  þann 13. mars 1920 var greint frá  ályktun Alþingis  um friðun og framtíð Þingvalla. Í Morgunblaðsgreininni segir m.a orðrétt.: “Mál þetta er svo umfangsmikið, að sízt veitir af, að undirbúningur sé þegar hafinn og málið rætt. Og þetta er mál, er varðar alla þjóðina. Ekki væri það að tjóni að sem flestir, […]

Föstudagur 17.02 2012 - 22:56

Þingvellir- Kárastaðastígur 1. verðlaun

  Nýlega var haldin opin samkeppni um Kárastaðastíg sem liggur um Almannagjá á Þingvöllum. Samkeppnin var haldin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Hér er kynnt tillaga sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni sem unnin var af arkitektastofunni Studio Granda.  Stígurinn liggur í gegnum Almannagjá og yfir sprungu sem kom skyndilega í ljós fyrir nokkrum misserum […]

Fimmtudagur 16.02 2012 - 09:11

Viðbrögð við umhverfinu

  Vinir mínir frá Akademíunni  í Kaupmannahöfn, PLH arkitekter, hafa nýlega skilað uppdráttum af nýju íbúðahverfi á viðkvæmum stað í borginni, nálægt Kastellet. Arkitektarnir hafa dregið fram sérkenni umhverfisins og skapað hús sem tala sama tungumál og umhverfið þó aldursmunurinn sé meiri en 100 ár. Tungumálið er rauður múrsteinn, stórir fletir, svört skífuþök, göt í veggjum fyrir […]

Mánudagur 13.02 2012 - 10:37

Nýir Stúdentagarðar við Sæmundargötu

  Nýlega voru tilkynnt úrslit í alútboði vegna stúdentagarða við Sæmundargötu við Háskóla Íslands í Reykjavík. Alútboð er útboðsform þar sem teymi ráðgjafa og verktaka bjóða til sölu heildstæða lausn. Þ.e.a.s. undirbúning, hönnun og framkvæmd. Þetta er vinsælt útboðsform hjá sumum verkkaupum og á stundum við. Einkum þegar um er að ræða einföld hús eða starfssemi þar […]

Fimmtudagur 09.02 2012 - 08:41

Poul Kjærholm

  Poul Kjærholm (1929-1980) var sveitastrákur frá smábæ á Jótlandi, Öster Vrå, skammt frá Hjörring.  Aðeins 15 ára fetaði hann inn á þann vettvang sem varð ævistarf hans. Hann lærði húsgagnasmíði  og hóf nám í Listiðnaðarskólanum eins og Börge Mogensen og Skarphéðinn Jóhannsson og m. fl á þessum árum. Í framhaldinu hóf hann nám á […]

Þriðjudagur 07.02 2012 - 08:50

Börge Mogensen

Það eru ekki margir Danir sem ekki þekkja húsgögn Börge Mogensen. Þau eru áberandi á dönskum heimilum og í góðærinu hér á landi varð maður mikið var við  húsgögn hans í fjármálastofnunum. Mogensen var menntaður húsgagnasmiður sem hélt áfram námi í Listiðnaðarskólanum  (Kunsthåndværkerskolen) og þaðan áfram á Konunglegu Listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Hann leiddi hönnunarhluta FDB […]

Laugardagur 04.02 2012 - 21:06

Arne Jacobsen.

  Arne Jacobsen vann um tíma við múrverk áður en hann hóf nám í arkitektúr við konunglegu Dönsku listaakademíuna þaðan sem hann lauk prófi árið 1927. Helstu kennarar hans voru Kay Fisker og Kaj Gottlieb  Hann vann silfurmedalíu á Art Deco sýningu í París árið 1925 meðan hann var enn við nám á akademíunni.  það […]

Fimmtudagur 02.02 2012 - 10:56

Poul Henningsen – „PH“

Ég byrja á tilvitnun í PH sem gaman er að velta fyrir sér: „Vondur smekkur er ekki til,  það er bara til góður smekkur og hann er vondur“ . Poul Henningsen var mjög virkur í menningarumræðunni í Danmörku alla sína tíð og það var eftir honum tekið þegar hann kvaddi sér hljóðs, sem var alloft. Hann […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn