Færslur fyrir júní, 2013

Fimmtudagur 27.06 2013 - 13:06

Kynning á aðalskipulagi Reykjavíkur

  Ég var rétt í þessu að koma af kynningarfundi hjá skipulags- og byggingasviði Reykjavíkurborgar. Þar voru samankomnir 24-30 sjálfstætt starfandi rágjafar í skipulagsmálum auk starfsmanna skipulagssviðs. Á kynningunni var farið yfir aðalskipulagstillöguna í öllum meginatriðum. Fjögur atriði standa  að mínu mati uppúr:  a) stöðvun útþennslu borgarinnar b) nýr samgönguás eftir borginni endilangri (hin línulega borg) c) hverfaskipulagið. […]

Mánudagur 24.06 2013 - 10:24

Borgarnes og Selfoss – Hjáleiðir?

  Síðastliðin laugardag birtist í Morgunblaðinu grein eftir þá Ólaf Hjálmarsson verkfræðing og Ragnar Frank Kristjánsson lektor í umhverfisfræðum við háskólann á Hvanneyri. Í greininni viðra höfundar áhyggjur sínar af nýjum hjáleiðum við Selfoss og Borgarnes og áhrifum þeirra á byggðina. Þeir efast um að þessar áætlanir skili þeim árangri sem stefnt er að og […]

Miðvikudagur 19.06 2013 - 21:54

Arkitektar kynþokkafyllstir allra stétta?

Þær eru margar skoðanakannanirnar og mismerkilegar og sumar aðallega skemmtilegar. Fjallað er um eina þeirra í dag á Facebooksíðu danska arkitektafélagsins, Akademisk Arkitektforening. Í könnuninni sem mun vera gerð á Englandi kemur fram að arkitektar (karlar) þykja kynþokkafyllstir allra starfsstétta. Þeir toppa lækna, kvikmyndaleikstjóra og jafnvel verðbréfasala í þessum efnum. Fyrrverandi forseti breska arkitektafélagsins RIBA, David Rock, […]

Föstudagur 14.06 2013 - 11:51

Móta byggingar menn?

Efstu myndina í færsluna fékk ég senda frá einum lesanda síðunnar. Myndin var tekin í Nuuk um páska í vor. Þegar ég sá myndina kom mér  í hug hin fleyga setning Winston Churchill. „First we shape buildings, and then they shape us“. Blokkirnar sem sjást á myndinni eru 10 talsins. Þær eru allar eins og […]

Miðvikudagur 12.06 2013 - 15:12

Bjarke Ingels í slæmum málum

Það hefur gengið mikið á í dönskum fjölmiðlum undanfarið þar sem Bjarke Ingels er ásakaður um að hafa verið djarftækur þegar hann sækir innblástur vegna verka sinna. Jyllanspósten gerði þetta að umfjöllunarefni nýverið sem hefur gert það að verkum að mikið var fjallað um efnið í blöðum og sjónvarpi í Danmörku í síðustu viku. Bjarke Ingels […]

Mánudagur 10.06 2013 - 23:16

LEGOLAND eftir BIG

Nú hefur danski stjörnuarkitektinn Bjarke Ingels lagt fram tillögu sína að sýningarhúsi fyrir LEGO í Billund í Danmörku. Þetta er um 7500 fermetra hús sem á að opna árið 2016. Þótt BIG skorti oft hæfileika til þess að fanga anda staðanna í byggingum sínum er hann meistari conceptsins og framlagningarinnar. Það kynnir og selur enginn […]

Föstudagur 07.06 2013 - 00:22

Vatnsmýrin og aðalskipulagið

    „Vatnsmýri – Nýr borgarhluti“ er fyrirferðamikill kafli í nýju aðalskipulagi. Þar er farið  yfir sögu svæðisins frá fjórða áratugnum til okkar daga og gerð grein fyrir þeim skipulagstækifærum sem á þessu svæði er að finna. Ég fyrir minn hlut hef verið fylgjandi því að flugvöllurinn færi úr mýrinni  um leið og annar staður og betri […]

Miðvikudagur 05.06 2013 - 00:16

Nýr „Þróunar- og samgönguás“ í aðalskipulaginu.

Í gær var samþykkt í borgarstjórn með 13 atkvæðum að auglýsa nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík. Tveir borgarfulltrúar sátu hjá. Það verður spennandi að heyra rökin fyrir hjásetunni og fylgjast með umræðunni á auglýsingartímanum. Þó mikill meirihluti borgarfulltrúa styðji tillöguna þá þurfa borgarbúar að halda vöku sinni og kynna sér tillöguna rækilega. Aðalskipulagið varðar alla borgarbúa […]

Sunnudagur 02.06 2013 - 23:17

Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur – AR 2010-2030

  Um helgina las ég drög að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur AR 2010-2030 sem kynnt var s.l. fimmtudag. Þetta er mikið verk sem fyllir á fjórða hundrað síður ritaðs máls með skýringarmyndum og uppdráttum í tveim heftum í stóru broti. Ég verð að segja að ég hef ekki áður séð jafn vandaða og skemmtilega greinargerð aðalskipulags og […]

Laugardagur 01.06 2013 - 10:12

Ímynduð verðmætaaukning – Niðurlag

  Framkvæmd skipulags VI Hér kemur lokafærsla Sigurðar Thoroddsen í þessari röð og fjallar hún um ímyndaða verðmætaaukningu í skiplagi. Ég færi Sigurði kærar þakkir fyrir þessa áhugaverðu og fræðandi yfirferð um þau mikilvægu mál sem skipulagsmál eru.: Sá misskilningur hefur  myndast   hérlendis,  að  þegar nýtt deiliskipulag er unnið fyrir  eldri hverfi,   og lagt  til […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn