Færslur fyrir mars, 2012

Fimmtudagur 29.03 2012 - 00:20

Náttúruperlan í Öskjuhlíð.

THG arkitektar hafa lagt fram tillögu  að breytingu Perlunnar á  toppi Öskjuhlíðar í Reykjavík í heilsulind og náttúrugripasafn. Um er að ræða  núverandi húsnæði ásamt þvi að reisa viðbyggingu sem er að hluta neðanjarðar. Í kynningu segir: “Tillagan gerir ráð fyrir að byggð verði nýbygging norðan megin við núverandi byggingu sem er að hluta til neðanjarðar […]

Sunnudagur 25.03 2012 - 22:47

Allir íbúar jarðarinnar í einni borg!

      Hvað mikið landsvæði  ætli færi undir eina borg þar sem allir tæplega 7 milljarðar jarðarbúar ættu heima? Þeð fer eftir þéttleikanum Að ofan er slík borg teiknuð inná kort af Bandaríkjunum og tengt þéttleika þekktra stórborga. Borg borganna, París kemur þarna vel út meðan ástæða er til þess að hafa áhyggjur á […]

Laugardagur 24.03 2012 - 00:17

Harpa myndast vel

Þótt mismunandi skoðanir séu meðal manna um Hörpu þá er óumdeilt að hún myndast vel.  Það er meðal annars ein af ástæðunum fyrir því að það er mikið fjallað um hana og víða í tímaritum og á netinu. Ég vek athygli á vandaðri umfjöllun sem birtist á vef hins virta tímarits Dómus.  Þar er ágætt viðtal […]

Mánudagur 19.03 2012 - 21:51

Stærsta draugaborg í heimi?

  Jafnvel þaulhugsaðar skipulagsáætlanir geta farið úrskeiðis. Stjórnvöld í Kina ákvaðu, í upphafi aldarinnar, að byggja nýja borg um 30 km frá borginni Ordos í eyðimörk Mongólíu. Þetta átti að verða fyrirmyndarborg, nokkurkonar Dubai þeirra Kínverja enda eru þar í grenndinni  miklar auðlindir. Allt var þaulhugsað og ekkert til sparað.  Borgin er hlaðin menningarhúsum, íþróttamannvirkjum, görðum og útilistaverkum […]

Föstudagur 16.03 2012 - 17:15

Hús Börge Mogensen

  Það er ánægjulegt að verða vitni að aukinni athygli sem  RUV er farið að veita skipulagi og byggingalist undanfarið. Þar ber að nefna þætti Lísu Pálsdóttur og Hjálmars Sveinssonar fyrir nokkrum misserum auk umfjöllun í Víðsja um ýmis verk. Nú hefur morgunútvarp rásar 2, einhver vandaðasti og vinsælasti dægurmálaþáttur ljósvakans, fjallað nokkuð um efnið […]

Þriðjudagur 13.03 2012 - 08:45

Icelandair Group – Viðbygging

Nýlega voru kynnt áform um að bæta hæð ofan á skrifstofubyggingu Icelandair Group á Reykjavíkurflugvelli. Nálgun arkitektanna vakti athygli mína vegna þess að þeir hafa lagt áherslu á staðinn, staðaranda og bygginguna sem fyrir er í stað þess að tengja lausnina arkitektóniskt við tíðaranda nútímans. Hugmyndin sprettur af húsunum sjálfum sem eru í hugum margra táknmynd […]

Laugardagur 03.03 2012 - 15:20

Leiklist, bílar og byggingarlist

  Í  bók sinni “Om at opleve arkitektur” skrifar professor Steen Ejler Rasmussen að byggingalist, ásamt málaralist og höggmyndalist hafi verið kölluð frá gamalli tíð “hinar fögru listir”.  Með þessu er átt að þær séu fagrar á að líta, að þær tali til augans eins og tónlist til eyrans. Enn þann dag í dag dæmir […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn