Færslur fyrir október, 2011

Sunnudagur 30.10 2011 - 16:25

1. nóvember-Listalausi dagurinn.

Bandalagi íslenskra listamanna, BÍL  stendur fyrir listalausum dag. sem verður n.k. þriðjudag .  Í  fréttatilkynningu frá BÍL segir m.a.: “Margir líta á list sem sjálfsagðan hlut í umhverfi okkar og leiða sjaldan hugann að því hvaðan hún kemur eða hvernig hún verður til. Með því að taka einn dag í að velta fyrir sér hugmyndinni […]

Föstudagur 28.10 2011 - 18:47

Spennandi safn í Hollandi

Hollensku arkitektarnir á stofu Eric van Egeraat luku nýlega við að byggja stækkun á safni í Assen I Hollandi.  Af tilliti til umhverfisins er safnið grafið niður í jörðina.  Þetta er skemmtileg og skynsamleg nálgun fyrir að minnsta kosti tveggja hluta sakir.  Í fyrsta lagi misbýður þessi stóra bygging ekki umhverfinu og í annan stað […]

Fimmtudagur 27.10 2011 - 14:30

Einbýlishús Högnu Sigurðardóttur

  Ein af perlum íslenskra einbýlishúsa er til sölu. Það er einbýlishús sem heiðurfélagi Arkitektafélags Íslands, Högna Sigurðardóttir, teiknaði fyrir tæpum 50 árum. Húsið  er afar sérstakt og ber höfundareinkennum Högnu gott vitni. Það hefur löngum verið sagt að til þess að gott hús verði til þarf bæði góðan arkitekt og góðan verkkaupa. Ef annar […]

Þriðjudagur 25.10 2011 - 13:43

Íslenskir arkitektar í fremstu röð

Það hefur marg komið fram að íslenskir arkitektar standa sig afskaplega vel í sínum störfum þegar verk þeirra eru sett  á mælistiku heimsins bestu fagmanna á sviði bygginalistar. Í síðustu viku hlutu íslenskar arkitektastofur viðurkenningu fyrir framúrskarandi endurbyggingu og endurhæfingu eldri húsa. Að verðlaununum stendur virt stofnun sem heitir Fondation Philippe Rotthier pour l’Architecture í […]

Sunnudagur 23.10 2011 - 19:05

Skipulagshugmyndir – Landnotkun

Fyrir einum 35 árum var Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur og arkitekt að endurskipuleggja eldri hverfi Reykjavíkurborgar.  Gestur sem er mikill fræðimaður í skipulagsgerð  lagði til að landnotkun væri ákveðin öðruvísi en tíðkaðist.  Það er að segja að hann taldi að það ætti ekki að flokka borgina eftir landnotkun í eins miklu mæli og gert er. Það […]

Miðvikudagur 19.10 2011 - 08:57

Vesturbær sunnan Hringbrautar

. Á morgunn,  fimmtudag,  verður haldinn fundur  á vegum Hvefisráðs Vesturbæjar undir yfirskriftinni: “Hofsvallagatan – íbúafundur um götu og skipulag hverfis” . Fundurinn hefst klukkan 20.00 í Yale sal á hótel Sögu og stendur til kl 22.00. Það er um að gera að mæta.  Þetta er ekki bara spennandi fyrir íbúa á svæðinu heldur líka alla […]

Sunnudagur 16.10 2011 - 22:55

Kirkja

Í upphafi var kirkjan þar sem tveir kristnir menn komu saman.  Í  ritningunni segir „……látið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús“  Þannig er byggingarefnið ekki timbur, steinar  eða steinsteypa heldur mannlífið og fólkið  sem er   „….musteri Guðs“. Það er ekki húsið sem er musteri Guðs, heldur mannlífið.  Það má kannski segja að samkvæmt […]

Föstudagur 14.10 2011 - 14:28

Fiskimarkaðs tilraun í Reykjavík 2010

Í framhaldi af umræðu um matarmarkað við höfnina í Reykjavík þá var gerð ágætis tilraun sumarið 2010 með fiskmarkað fyrir almenning við grænu verbúðirnar við Reykjavíkurhöfn. Ljósmynd hér að ofan fékk ég senda frá einum lesanda síðunnar.  Hún var tekin þegar markaðurinn var í rekstri í fyrrasumar. Tilraunin tókst vel og það er synd að hún […]

Miðvikudagur 12.10 2011 - 10:17

Skemmtilegt, frumlegt og fallegt framtak

10 manns, 18 plötur af krossviði, 119 snið og 120.000 ísl kr. (1000 US dollarar) og óstöðvandi vinnugleði og sköpunargáfa. Þetta voru forsendurnar fyrir þessari hönnun. Stúdentar við Columbia University sköpuðu þetta og settu saman. Þetta er útisófi með liðamótum. Að neðan er að finna skemmtilega kvikmynd sem tekin var við smíðina. Framtakið minnir nokuð […]

Mánudagur 10.10 2011 - 15:10

Vill nýtt kort af höfuðborgarsvæðinu

. Sveitarfélagið Álftanes skuldar um sjö og hálfan milljarð króna. Í tengslum við endurskipulagningu á fjárhagi Álftaness  hefur  Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagt að hann vilji sjá höfuðborgarsvæðið stokkað upp. Þetta er eitthvað sem allir sem hugsa um skipulagsmál hafa rætt áratugum saman. Það eru góð tíðindi að ráðherrann skuli beina augum manna að þessu. Ögmundur […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn