Færslur fyrir apríl, 2011

Laugardagur 30.04 2011 - 21:40

Arkitektúr og grunnskólamenntun

Það eru margar leiðir sem hægt er að nota til þess að kenna börnum á umhverfið sitt. Hægt er að samtvinna kennsluna með handmennt og myndmennt og fá börnin til þess að saga út reiti borgarhlutans sem þau eiga heima í og raða þeim svo upp í samræmi við veruleikann. Síðan má mála inn stofnanir […]

Fimmtudagur 28.04 2011 - 20:08

Útskriftarsýning LHÍ-Arkitektúr

. Nú stendur yfir árleg sýning í Listasafni Reykjavíkur á útskriftarverkum nema frá Listaháskóla Íslands.  Sýningin sem óhætt er að mæla með verður opin til 8. mai n.k. Í ár setti skólinn nemum sínum í arkitektúr verkefnið “danshús”. Þrjár lóðir voru í boði sem allar eru við Barónsstíg.  Þetta er lóð framan við Vörðuskóla Guðjóns […]

Þriðjudagur 26.04 2011 - 22:27

Þjóðvegir í þéttbýli-Reynslusögur

Að ofan er myndband sem ég fékk sent frá einum lesanda síðunnar. Myndbandið tengist skýrslu Betri borgarbrags um Miklubrautina sem fjallað var um hér á síðunni fyrr í mánuðinum. Í myndbandinu eru sagðar reynslusögur af afkastamiklum umferðagötum sem felldar hafa verið niður eða hætt var við að byggja í nokkum borgum í Bandaríkjunum. Þarna er […]

Mánudagur 25.04 2011 - 18:34

Sænsk sumar „hytta“

Sem andstaða við suðuramerísk sveitahúsið sem kynnt var hér fyrir viku kemur hér sænskt 64 fermetra hús í sveitinni. Þetta er í raun það sem kallað er “hytta” sem er athvarf fjölskyldunnar í sveitinni þar sem fólk ver frítíma sínum við allt aðrar aðstæður en heima í borginni. Þarna er mjög náin samvera við arineld, […]

Miðvikudagur 20.04 2011 - 12:24

Niðurnídd hús í miðborginni

Í Féttablaðinu í gærmorgunn var sagt frá því að hundruð húsa í miðborg Reykjavíkur væru niðurnídd. Þessar upplýsingar eru úr ítarlegri úttekt sem gerð var um ástand húsa í miðborginni árið 2008. Í fréttatíma sjónvarpsins RÚV  var talað við formann borgarráðs vegna málsins sem taldi einu leiðina til úrbóta væri að grípa til dagsekta og […]

Þriðjudagur 19.04 2011 - 12:07

Bensínstöðvarnar í borginni

  Það er eflaust hægt að nota marga mælikvarða á hvort borgarskipulag sé gott eða slæmt. Ein mælingin gæti verið  að mæla fjöldi íbúa á hverja bensínstöð. Því færri bensínstöðvar því betri ættu samgöngur að vera. Styttri vegalengdir til þjónustu leiðir af sér styttri ökuferðir, minni akstur og færri einkabíla. Mikil nánd heimila við vinnustaði, […]

Mánudagur 18.04 2011 - 17:20

Sumarhús í landslaginu

Það er alltaf gaman að sjá þegar arkitektar teikna hús með landinu. Láta landið ráða ferðinni og móta bygginguna, hvort sem horft er til byggingarinnar eða frá henni. Þetta glæsilega sveitahús í Suður Ameríku er einmitt þeirrar gerðar. Þegar sneiðingin og grunnmyndin er skoðuð með ljósmyndunum sést að láréttar línur í landslaginu og vatninu sem […]

Sunnudagur 17.04 2011 - 22:58

Af hverju stjörnuarkitekta?

Jacques Herzog (fæddur 1950) er einn af eftirsóttustu arkitektum heimsins með öllu sem því tilheyrir. Sannkallaður stjörnuarkitekt. Fly-in fly-out arkitekt með heiminn undir. Teiknistofa  þessa svissneska arkitekts er ekki með heimasíðu en þrátt fyrir það hafnar hann fleiri verkefnum en hann tekur að sér. Í nýlegu viðtali við Svenska Dagbladet (17. nóvember s.l.) segir hann […]

Laugardagur 16.04 2011 - 12:32

Landþörf samgangna og þétting byggðar

Árið 2004 gaf Skipulags- og byggingarsvið út drög að úttekt á landnotkun vegna gatnakerfisins í Reykjavík. Í skýrslunni er að finna ógnvænlegar  tölur um landnotkun gatnakerfisins. Þar kemur m.a. fram að landnotkun vegna samgöngumannvirkja í Reykjavík er um 48% af landrýminu, opin svæði eru 10% og byggð svæði 42% af landinu. Byggðin tekur minna land […]

Fimmtudagur 14.04 2011 - 15:58

Borgarbragur á Miklubraut – Bíó

Eins og áður hefur komið fram hefur áhugasamur hópur sérfræðinga verið að vinna að úttekt á Miklubrautinni í Reykjavík. Hópurinn nefnir sig: “Betri borgarbragur”  og kallar verkefnið:  “Miklabraut-þjóðvegur í Þéttbýli” Afrakstur úttektarinnar kemur fram merkilegri skýrslu og þau hafa bætt um betur og gert myndband sem sýnir akstur vestur brautina. Myndbandið fylgir færslunni. Inn í […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn