Færslur fyrir mars, 2011

Miðvikudagur 30.03 2011 - 08:23

Shared Street-Vistgata

Fyrir nokkrum misserum kom upp sú hugmynd að gera eina af  meiriháttar götum Lundúna að shared street, sem kallað hefur verið “samrými” á íslensku, eða vistgata. Samrými er gata þar sem akandi og gangandi hafa sama rétt. Gatan er Exhibition Street sem liggur frá Hyde Park til suðurs að götunni í Knightsbridge sem margir þekkja og […]

Mánudagur 28.03 2011 - 09:38

Húsin í Flatey – I

  Áður en vegakerfi á landi og bílaumferð varð eins og við þekkjum í dag  voru samgöngur á sjó algengastar til vöru- og fólksflutninga víða á strandlengju Íslands. Það vru engir vegir en hafið var „beinn og breiður vegur“. Þetta var áberandi á Breiðafirði. M.a vegna þessa varð Flatey helsta verslunar- og menningarmiðstöð við Breiðafjörð. […]

Laugardagur 26.03 2011 - 18:02

Hönnunarmars 2011 -„Dvalinn“

Einhver fínasta hönnunin á Hönnunarmars í þetta sinn er húsgagnið  “Dvalinn” eftir  Ásdísi Jörundsdóttur vöruhönnuð.  Þar kemur fram hugmyd um nýtt húsgagn sem samanstendur af koll og blaðarekka,   sameinaðir  í einn hlut, Dvalann!. Húsgagnið er til sýnis á sýningu Félags vöru- og iðnhönnuða í “Vöruhúsinu” að Laugarvegi 91 í Reykjavík Húsgagnið er frumlegt, og mætir […]

Fimmtudagur 24.03 2011 - 19:27

NEW YORK by Gehry

“NEW YORK by Gehry” er 76 hæða bygging  sem var formlega opnuð á laugardaginn var, þann 19 mars.  Þann dag átti arkitektinn afmæli og varð 82 ára gamall. Byggingunni var vel tekið og var lofuð af gagnrýnendum byggingalistar.  Gagnrýnandi NY Times áleit þetta besta skýjaklúf í NY síðan Ero Saarinen teiknaði CBS bygginguna fyrir 46 […]

Miðvikudagur 23.03 2011 - 07:45

Athyglissjúkur arkitektúr?

Það hefur lengi verið markmið metnaðarfullra fyrirtækja að skapa sér ímynd með arkitektúr. Þau ráða færa arkitekta til þess að hanna byggingu yfir höfuðstöðvar sínar og vanda til verka þannig að húsið hýsi ekki aðeins starfssemina heldur verði tákn um stöðugleika fyritækisins og kennileiti þess um langa framtíð. Flestir þekkja Seagram Building í New York […]

Mánudagur 21.03 2011 - 08:02

Íslenskur borholuarkitektúr

Árið 1991 unnu arkitektarnir Björn Skaptason og Pálmar Kristmundsson samkeppni um hönnun lítilla húsa yfir borholur Hitaveitu Reykjavíkur. Alls voru nálægt um 80 tillögur teknar til dóms. Smáhýsið sem er um 14 fermetrar samanstendur af tveim bogadregnum veggjum sem sneitt er af þannig að myndast tækifæri til að koma fyrir inngangi. Smáhýsin eru klædd ólituðu […]

Föstudagur 18.03 2011 - 02:01

Hús Gunnlaugs Halldórssonar við Hávallagötu

Gunnlaugur Halldórsson var 23 ára þegar hann útskrifaðist frá Konunglegu Dönsku Akademíunni í Kaupmannahöfn sem arkitekt árið 1933, yngstur allra í sögu skólans. Gunnlaugur hóf rekstur teiknistofu sinnar strax og hann kom heim frá námi og tók þátt í samkeppnum með mjög góðum árangri. Ein samkeppnin var um íbúðahús fyrir byggingafélagið Félagsgarð á lóðunum Túngata […]

Miðvikudagur 16.03 2011 - 08:15

Gölluð mannvirkjalög ?

Þegar borin eru saman mannvirkjalög hér á landi og í nágrannalöndunum verður maður strax í fyrstu grein var við mikinn áherslumun. Í fyrstu grein íslensku laganna um markmið þeirra er fjallað um líf og heilsu manna, hagkvæmni, tæknilegar framfarir, orkunýtingu og fl. þ.h.. Hvergi í lagabálknum er fjallað um menningarlegt gildi mannvirkja og orð eins […]

Mánudagur 14.03 2011 - 09:00

Lifandi skrifstofuinnrétting

Sænska fyritækið ”abstracta” hefur sett á markað óvenju létt og hreyfanlegt vinnustöðvakerfi fyrir opið svegjanlegt og lifandi  skrifstofulandslag. Framleiðslan var kynnt og sýnd nýlegar á stóru hönnunarsýningunni í Stokkhólmi. Í aðalatriðum er um að ræða hljóðdempandi skerm sem stendur á hjólum (með bremsu) og borðplötu á einum fæti. Vinnustöðina getur einn maður auðveldlega flutt til,  […]

Fimmtudagur 10.03 2011 - 15:33

Nystárlegt fjölbýlishús-Blönduð byggð

Siðan Le Corbusier kom fram með hugmyndir sínar um Unité d’Habitation hefur ekki verið unnið áfram með hugmyndina að marki fyrr en núna, ef frá eru taldar tilraunir Moshe Shafdie fyrir um 30 árum. Húsið sem um ræðir er eftir danska arkitektinn Bjarke Ingels hjá BIG.  Þetta er fjöleignahús sem inniheldur fjölbreyttar hýbýlagerðir með 476 […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn