Þriðjudagur 30.03.2010 - 14:23 - 25 ummæli

“Meðan skynsemin blundar”

nota[1]

Nú er liðið rúmlega hálft ár síðan ég byrjaði að skrifa hér um arkitektúr, skipulag og staðarprýði. Þá var dag tekið að stytta og tími innandyra tómstundavafsturs genginn í garð.

Nú er daginn aftur tekið að lengja og önnur tækifæri lífslistarinnar að banka uppá með öðrum áherslum.

Ég ætla að hvíla lyklaborðið til haustsins og kannski lengur. Það kann þó að vera að ég setji inn stöku færslu á næstu mánuðum en það verður ekki í sama mæli og undanfarið.

Ég lagði í upphafi út af málverkinu “L´enigma di una giornata” (gáta dagsins) eftir ítalann Chirico.

Mig langar að ljúka þessu með því að skoða annað málverk.  Málverkið sem varð fyrir valinu er eftir einn af bestu málurum landsins, Sigurð Örlygsson.

Málverkið heitir “Meðan skynsemin blundar” og sýnir mann sem er að stökkva upp á einhvern stall eða dökkan, veraldlegan metorðastiga. Eða kannski að falla af honum? Rétt hjá er annar stigi, ljós og gegnsær, kannski huglægur himnastigi. Stekkur maðurinn upp á rangan stiga eða sér hann betri tækifæri í veraldlega stiganum en hinum háa gegnsæja og bjarta?

Maðurinn hefur fyrir andliti sínu trekt. Spurningin er hvort þetta er sjónauki sem snýr öfugt? Öfugur snjónauki gerir allt minna en það er í raun. Og þá gildir einu hvort um tækifæri eða vandamál er að ræða. Kannski er þetta öfugt gjallarhorn sem gerir allt sem maðurinn segir að litlu eða engu? Eða er þarna þöggun í gangi? Er maðurinn múlbundinn?

Og þokan umhverfis allt þetta. Er þetta þoka óvissunnar eða doðans í kjölfar efnahagskreppu eða sálarkreppu? Eða leynist einhver von í þokunni?

Hver er svo maðurinn? Er hann táknmynd einhvers? Stjórnvalda kannski?  Táknmynd örlagavalda eða geðlurða? Er hann fulltrúi þeirra sem segja skoðanir sínar en enginn heyrir vegna trektarinnar eða tregðunnar?  Sennilega er hann viljalaus og skoðanalaus arkitekt, án fótfestu og svífur þarna eins og fjöður í loftinu, allt eftir því hvernig vindurinn blæs.

Og hann er aleinn.

Og svo er það kvörnin, er þetta kannski púðurkvörn? Full af orku?

Þetta frábæra málverk setur fram milljón spurningar sem ég ætla ekki að reyna að bera upp. Spurningarnar og svörin er einungis að finna í augum þeirra sem á horfa og kunna að sjá.

 

 Málverkið er 180x240cm að stærð og er málað árið 1988

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Hilmar Þór

    Test

  • Hilmar þór

    Jhjhgjhgkhg

  • Hilmar Þór

    prufa

  • prufa

  • Gunnar Á.

    Ég þakka fyrir gott blogg og þarft. Það er von mín (og greinilega flestra gesta hér) að skrif þín haldi áfram og því fyrr því betra.
    Lengi lifi frjáls umræða!

  • Björn H. Jóhannesson

    Gott blogg Hilmars og góðar viðtökur þeirra, sem þar um hafa mælt hefur sannað gildi sitt og gefur góð fyrirheit um komandi haust segi ég nú eftir að tölvan er kominn í lag ný.

  • Hvenær haustar?
    Er það ekki strax eftir verslunarmannahelgi?

  • Björn Hallsson

    Hilmar, ég tek undir þau orð sem hafa fallið frá öðrum hér að ofan og ítreka vonir um framhald. Hvert blogg hefur verið sérstakt tilhlökkunarefni. Bestu þakkir fyrir frábært framtak félagi.

  • Gestur Ólafsson

    Takk fyrir bloggið, Hilmar og gleðilega páska og sumar. Mikið megum við öll vara þakklát fyrir málefnalega, opna umræðu um arkitektúr og skipulag þá sjaldan sem hún skýtur upp kolli hér á landi enda alger grundvöllur fyrir Nýtt Ísland 21. aldarinnar.

  • Þakka þér fyrir skrifin þín. Ég hélt satt að segja að það væri ekki hægt að halda úti málefnalegri umræðu um arkitektúr og skipulag á þessu kalda landi okkar. En þér hefur tekist það með glæsibrag og þannig að þátttaka annarra verður einnig uppbyggileg.

  • Þakka þér fyrir skrifin þín. Ég hélt satt að segja að það væri ekki hægt að halda úti málefnalegri umræðu um arkitektúr og skipulag á þessu kalda landi okkar. En þér hefur tekist það með glæsibrag og þannig að þátttaka annarra verður einnig uppbyggileg.

  • Vil bara segja það sama og aðrir hér að pistlanna verður sárt saknað, við vonum virkilega að framhald verði á þeim fyrr en síðar. Bestu þakkir!

  • Skemmtilegt málverk.

    Er það ekki metafysiskt?

    Ég er að velta fyrir mér hvort það sé birt hér í svart/hvítu en sé til í lit einhversstaðar annarsstaðar? Gaman væri að sjá þetta málverk í lit til þess að skoða áherslurnar.

    Hvar er hægt að skoða myndir eftir Sigurð Örlygsson og hvar hangir þetta stóra verk?

  • Takk fyrir pistlana þína, þeir hafa verið mjög áhugaverðir, hlakka til að lesa þig aftur í haust.

  • Magnús Orri

    Hlakka til haustsins.

  • Stefán Benediktsson

    Gleðilega Páska Hilmar, í heiðinni merkingu, fögnum nýju ári, nýju lífi.

  • Borghildur Sturludóttir

    Tek undir með Árna Ólafssyni_og vona að haustið þitt byrji í maí.
    Nú fara sveitastjórnarkostningar í gang með tilheyrandi loforðum og skipulagsyfirlýsingum, svo hafi verið þörf einhverntímann ..þá er nauðsyn nú!
    kær kveðja….

  • Hákon Hrafn

    Hér er frábært blogg (og umræður) að fara í frí. Frí eru góð og vonandi kemur þú aftur í haust. Ég les þetta blogg reglulega (eitt af fáum) þó ég hafi ekki kommentað hér nýlega.

  • Góða skemmtun í vor og sumar og takk fyrir pistlana!

    Ég hygg að með þessum pistum þínum hafir þú brotið ákveðinn ís. Bæði með því að opna fyrir opinbera umræðu um íslenskan arkitektúr (og skipulagsmál) og líka með því að sýna af þér ákveðna bíræfni. T.d. með því að gagnrýna beint eða óbeint verk kollega þína. Þetta er eitthvað nýtt.

  • Maður getur líka séð í myndinni “tveggja turna tal”. Turn hins illa og turn hins góða og svo villuráfandi sál svífandi á milli. Hringirnir þrír gætu verið tákn þrenningarinnar og eilífðarinnar, svona í tilefni páska.

    Þetta getur líka verði pólitísk mynd þar sem maðurinn er kjósandinn.

    Umræðan hér hefur verið skemmtileg og einkennst af einlægni og málefnalegum áhuga málshefjanda og þeirra sem hafa skrifað hér komment.

    Færslurnar hafa opnað á umræður enda einkennst af fordómalausum vangaveltum og fróðleik í stað þeirra sleggjudóma sem víðast sést í bloggheimu

  • Takk fyrir frábæra (og mjög mikilvæga) pistla.

    Ég er ekki frá því að ein besta bloggsíða landsins sé nú að taka hlé. Ekki nóg með að þú sért góður penni heldur voru umfjöllunarefnin alltaf skemmtileg. Umræðan sem svo skapaðist náði nær alltaf að verða gífurlega áhugaverð og var laus við allt innantómt rugl sem oft má finna á öðrum síðum.

    Ég vona innilega að þú snúir aftur þegar hausta tekur.

  • Guðmundur

    Kærar þakkir fyrir góða pistla, vonand verður framhald á þeim þegar skyggja tekur. Þarft framtak.

  • Árni Ólafsson

    Haustar ekki snemma í ár?

  • Þorbjörn

    Málverk á borð við þetta er botlaus uppspretta hugleiðinga af ýmsu tagi í hita og þunga dagsins.

    Hafðu það gott.

    Þakka pistlana og hlakka til haustsins.

  • Jón B G Jónsson

    Hafðu þakkir fyrir skemmtilega umfjöllun. Vonandi verður framhald á.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn