Miðvikudagur 30.09.2009 - 11:15 - 1 ummæli

“Your House” eftir Ólaf Eliasson

 

 

Mér hefur yfirleitt þótt Ólafur Elíasson hugsa eins og arkitekt. List hans gengur oft út á það sama og verk arkitektsins – að fanga rýmið.  Hann nálgast verk sitt eins og arkitekt. Það er því þroskandi og skemmtilegt að skoða list hans í því ljósi.

Sennilega á einn helsti aðstoðarmaður Ólafs einhvern þátt í þessari nálgun, en það er Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt.

Þó rýmismótun arkitekta sé oft á tíðum vel heppnuð þá vekur sköpun þeirra mun minni athygli en annarra listamanna. Sennilega sökum þess að rýmismótun arkitektanna er gerð á öðrum forsendum en verk listamanna eins og Ólafs.

Fyrir nokkrum árum gerð Ólafur bókina „Your House“ sem lýsir húsi hans í Kaupmannahöfn í mælikvarðanum 1:85. „Lesandinn“ flettir sig í gegnum húsið og skynjar rýmin sem er lýst á 454 síðum sem hver um sig færir hann til í húsinu um 2,2 cm í raun.

Bókin var gefin  út í 225 eintökum í stærðinni 27,4x43x10,5 og sýnd á MOMA í New York.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Leópold (nemandi í Arkitektúr)

    Já, Ólafur og Einar Þorsteinn hafa náð sterkri tengingu við Arkitektúr í hugum margra. Ólafur vann fyrir nokkrum árum verkefni með breska Arkitektinum David Adjaye þar sem um var að ræða tímabundið rými sem spilar með birtingarmyndir dagsbirtunnar. (http://www.creativeurope.com/David_Adjaye_Olafur_Eliasson_A_collaborative_project_in_Lopud_Croatia). Ég mæli sömuleiðis með því að fólk kynni sér verk Adjaye.

    Ég sá svo nokkur af minni verkum Ólafs á sýningu í Berlín fyrir stuttu síðan. Öll snérust þau um frumöflin – vatn, loft, ljós, jörð – en alltaf í tengslum við rými.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn