Fimmtudagur 11.11.2010 - 07:19 - 1 ummæli

„Fast News“ – „Fast Architecture“

Í gærkvöld sat ég kvöldverð þar sem saman var komið fólk frá ýmsum löndum. Umræður við borðið voru málefnalegar og uppbyggjandi þar sem ekkert var um sleggjudóma og enginn endurtók sig. Enginn reyndi að sannfæra neinn um neitt og allir höfðu skoðun og létu hana i ljós. Við mitt borð sátu 12 manns, allt hámenntað fólk og virkt í umræðunni.

Rætt var um ýmis mál, „issues“ m.a. trúnað og traust fjölmiðla og neytenda þeirra. Blaðamaður frá New York  nefndi orðasambandið „Fast News“ samanber „Fast Food“, eða skyndibiti.

Fast Food, skyndibiti, er yfirborðskennd máltíð sem er almennt talin óholl sem tekur ánægju við eldamennsku frá fólki auk þess sem hún stuðlar að fábreyttu fjölskyldu og félagslífi.

„Fast News“  er yfirborðsleg frétt af sama toga og „Fast Food“ Þetta minnir á lestur bakhlið bókar sem setur mann inn í efni bókarinnar án þessað nauðsynlegt sé að bókin sé lesin.

Blaðakonan frá New York nefndi Hahiti og spurði hvort einhver við borðið hefði heyrt fréttir nýverið af því hvernig gengi þar núna? Mér datt í hug fréttir af hönnun fangelsis á Hólmsheiði sem var í fréttum nýverið. Hefur einhver frétt meira af þeim málum?

Í framhaldinu var rætt um „Fast Art“ og „Smart Fast Art“ og að lokum „Fast Architecture“

Við horfum fram á „Fast“ allskonar: Fast Food, Fast News, Fast Art og Fast Arcitecture. Hér í Prag var dómkirkjan í smíðum í ein sexhundruð ár. Varla telst það „Fast Architecture“.

Hugleiðum „Fast Architecture“ og „Fast“ allskonar.

Við þekkjum „Slow Food“ og skulum hugleiða „Slow News“, Slow art“ og ekki síst „Slow Architecture“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn