Síðunni var send ræða sem G. Oddur Víðsson arkitekt flutti á málþingi sem haldið var í húsnæði Íslenskrar Erfðagreiningar haustið 2009 um byggingaráform Landspítalans.
Þar fjallaði hann um staðarval NLHS og benti á annmarka þess og önnur og betri tækifæri. Þetta er langt erindi em hentar ekki vel vefsíðu sem þessarri. En ræða G. Odds Víðissonar á jafn mikið erindi í umræðuna nú og fyrir 4 árum . Sérstaka athygli vekur að flest af því sem Oddur kemur inná er enn i fullu gyldi þó 4 ár séu liðin frá því að erindið var samið.
Á þeim árum sem liðin eru hefur margt breyst sem styður fremur vangaveltur G. Odds Víðissonar en hitt. Ber þar fyrst að nefna nýjar áherslur í AR 2010-2030 þar sem samgönguás eftir endilangri borginni vegur þungt.
Ég hef, með leyfi höfundar, skipt erindinu í kafla sem henta þessum miðli.
1 af 5
Landspítali við Hringbraut – nýtt tækifæri
Þann 18. Janúar 2005 tók þáverandi Ríkisstjórn Íslands ákvörðun um að heimila Landspítala háskólasjúkrahúsi að auglýsa skipulagssamkeppni um hönnun nýs spítala á lóð hans við Hringbraut. Sú ákvörðun kom í kjölfar álits starfsnefndar um framtíðaruppbyggingu háskólasjúkrahúss um að velja ætti hinum nýja spítala stað við Hringbraut. Hún byggir að mestu á rökstuðningi við val á Hringbraut sem framtíðarlóð sjúkrahússins og finna má í skýrslunni: „Framtíðarskipulag og uppbyggingu Landspítala-háskólasjúkrahúss” frá 2002.
Það er mat mitt að endurskoða eigi þessa niðurstöðu starfsnefndarinnar. Ég tel að mikið í þeirri röksemdarfærslu, sem er til grundvallar staðarvalinu, sé í mörgum tilfellum byggt á heldur veikum grunni og jafnvel ákveðinni óskhyggju, sem er hvorki til bóta fyrir framtíð Landspítalans, Reykjavíkurborgar, Háskólans né þjóðarinnar í heild sinni.
Ég tel að hugsanlega sé of mikið gert af ávinningi vegna nálægðar lóðarinnar við Háskóla Íslands. Jafnframt að þekkingarmiðstöð í læknavísindum, með Landspítala og læknavísindadeild Háskóla Íslands, geti vel myndað öfluga og starfhæfa heild annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Fordæmi fyrir því má finna í mörgum helstu lækna- og heilbrigðis-miðstöðvum vestan hafs og austan.
Það er rökrétt að nýjum Landspítala og læknavísindadeild HÍ verði fundinn annar staður en við Hringbraut. Svæðið við Hringbraut mun gagnast borginni og samfélaginu betur verði það nýtt til annarra nota en undir starfsemi þessa, væntanlega stærsta vinnustaðar landsins.
Það er ekki orðið of seint að breyta ákvörðuninni og vinna má upp tafir hratt og vel. Bygging nýs spítala þarf ekki að tefjast verulega þótt ákvörðun um staðsetningu verði breytt, að því gefnu að finna megi aðra heppilega lóð sem er í eigu íslenska ríkisins. Sýna má fram á að kostnaðarauki sé óverulegur og spara megi verulega við byggingu nýrrar spítalabyggingar á öðrum stað en við Hringbraut. Það er ekki síst vegna mikilla lóðaverðmæta við Hringbraut sem leysa má út með sölu þeirra og setja í byggingu spítalans annars staðar. Einnig má spara mjög dýran og vandasaman bílakjallara sem fyrirhugaður er.
Ég tel að uppbygging nýs Landspítala og læknavísindadeildar HÍ ásamt tengdri rannsóknar-starfsemi á Keldum sé sennilega einn besti kosturinn sem til staðar er og að færa megi mjög góð og gild rök fyrir því. Rök sem verða lögð fram hér á eftir sem andsvar og mótrök við álit starfsnefndar um staðarval nýs Landspítala.
Efst í færslunni er loftmynd af landi Keldna sem er í eigu ríkissjóðs. Þarna er eystri endi vistvæns samgönuáss nýja aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030. Hinn endinn er við Vesturbugt í Reykjavíkurhöfn
Bessastaðanesið er kostur sem vert væri að skoða.Með góðri vegtengingu frá Suðurgötu yfir Skerjafjörð og áfram til Hafnarfjarðar mundi umferðarálag minka á Kringlumýrarbraut ofl.Staðsetning LHS á Bessastaðanesi með nægt landrými fyrir allar þarfir nútíma sjúkrahúss ásamt bestu aðkomu fyrir þyrlur og bílastæðavandamál úr sögunni er lausn sem sátt ætti að geta nást um.Að auki yrði fjarlægð frá Háskóla Íslands og flugvellinum í Vatnsmýrinni svipuð því sem nú er
Fullkomlega sammála Hallgrími. Það er bara lengra i þetta og ekki einhugur.
Ég „googlaði“ Ingólf og sé að hann hefur verið lykilmaður á framkvæmdasviði Landspítalans um langt skeið og er kunnugur þessum málum. Það ber að þakka honum þáttöku í umræðunni sem er frábært. Þögn þeirra sem með málið fara fyrir hönd okkar hinna hefur verið nánast ærandi. Ingólfur er undantekning. Því ber að fagna.
Ég þakka honum góð og fagleg svör og upplýsingar.
En eitt einkennir málflutning hans og það er að hann dregur taum spítalans og Háskólans en gleymir hagsmunum borgarbúa og borgarskipulagsins. Hann gerir ekki umferðamál að umræðuefni ef frá er talin umferðamiðstöð sem að mestu er staðsett þarna vegna spítalans sem að mér virðist er rangt staðsettur (þrátt fyrir allt).
Þessi mistök eru einkennandi fyrir sérhagsmunagæslufólk.
Fyrirgefið G.Oddi Víðissyni átt að standa.
Hafa verður í huga að uppbygging á Hringbraut er í raun viðbygging við núverandi húsakost sem nýtist áfram að stærstum hluta. Barnaspítali, geðdeild, kvennadeild og önnur hús á lóðinni nýttust ekki ef flutt væri á Keldur. Bygging á nýrri lóð er miklu dýrara verkefni og vandséð hvernig þjóðin á að hafa efni á því.
Uppbygging á Keldum eða þess vegna Vífilsstöðum kallar á að flytja þyrfti líka heilbrigðisvísindasvið HÍ með tilheyrandi kostnaði og að yfirgefa yrði núverandi húsakost HÍ í Vatnsmýrinni. Svo ekki sé talað um óhagræðið sem hlýst af því að slíta Háskólann sundur.
Landspítali á Keldum kallar á miklu meiri umferð einkabíla því Keldur liggja ekki vel við almenningssamgöngum. Á næstu lóð við Landspítala á Hringbraut er verið að fara að byggja upp samgöngumiðstöð, aðalskiptistöð Strætó auk tenginga við landsbyggðina. Þar verður miðja almenningssamgangna. Hvar er betra en einmitt þar að hafa stærsta vinnustað landsins?
Uppbygging Landspítala, sem háskólasjúkrahús landsins, í Vatnsmýrinni í nálægð við HÍ og HR og líftæknifyrirtæki sem þar eru að byggjast upp skapar mikil tækifæri, er ódýrasti kosturinn og liggur best við umferð.
Ég vil sérstaklega þakka Ingólfi Þórissyni fyrir hans innlegg í umræðuna. Ingólfur þekkir betur til málsins en flestir og talar af þekkingu um verkefnið og þekkir sögu þess betur en nokkur annar sem ég veit um. Sjónarmið þau sem fram koma í athugasemd hans vega öll þungt.
Ég verð samt að vekja athygli á að staðsetning fyrirhugaðrar samgöngumiðstöðvar er að mestu rökstudd með nærveru stærsta vinnustaðar landsins. Þar má því velta fyrir sér hvort kom á undan „eggið eða hænan“. Svo er samgöngumiðstöðin og staðsetning hennar studd af fyrirhuguðu Vatnsmýrarskipulagi. Hvorutveggja er í alægerri óvissu eins og við vitum. Svo má ekki gleyma því að í AR2010-2030 er gert ráð fyrir samgönguás eftir borginni endilangri. Ef taka á mark á þeirri áætlun hlýtir samgöngumiðstöðin að liggja við samgöngu ásinn. Annars er þetta bara tóm vitleysa svo maður kveði fast að orði.
Það er mjög milikvægt að fá rök frá innanbúðarmönnum eins og Ingólfi sem sjálfur var þáttakandi í staðarvalinu. Gaman væri ef fagmenn í skipulagsfræðum opnuðu sig um málið. Og kannski höfundar deiliskipulgsins, SPITAL hópurinn eða einver úr honum.
Það verður spennandi að lesa næsta pistil frá Goddi Víðissyni.
Mér finnst sjónarmið og rök Ingólfs Þórissonar varðandi staðarval nýja Landsspítalans sannfærandi. Ég tel að menn ættu að nú að hætta að karpa um staðsetninguna og einbeita sér frekar að þvi að lagfæra hönnun nýbygginganna sem eru augljóslega of háar og fyrirferðamiklar í umhverfinu.
En einmitt vegna staðsetningarinnar þá er verið að hanna þessar byggingar á röngum forsendum. Það er verið að hanna þetta sérhæfða húsnæði til að það passi betur við núverandi byggð með lægri og fleiri byggingum. Það getur bara ekki verið hentugasta og hagkvæmasta leiðin, hvorki við byggingu hússins né rekstur þess.
Annað sem vekur upp spurningar er nýting á núverandi húsnæði. Kostnaður við að breyta og viðhalda gömlum byggingum sem standast engar nútíma kröfur um stærðir og aðstöðu getur varla verið sparnaður til lengri tíma litið.
Gaman að segja frá því að ég reyndi einhverntíma að mæla út landfræðilega miðju höfuðborgarsvæðisins, að Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði meðtöldum en ekki Mosfellsbæ. Mig minnir að miðjan mín hafi einmitt verið rétt við Landspítalann í Fossvogi. Þar eru óbyggð svæði í kringum spítalann, niðri í dalnum og í kringum Veðurstofu Íslands.
Það er spurning hvort Landspítali í landi Keldna væri ekki útnári, á sama hátt og Hringbraut er útnári í dag vegna þess hvernig Reykjavík er byggð á skaga.
Önnur staðsetning sem mér dettur í hug sem er meira miðsvæðis er við Elliðaárósa. Slíkar hugmyndir hafa að sjálfsögðu komið fram áður.
Ég fagna þessari umræðu. Það er mikilvægt að staldra við og íhuga hvort leiðin sem verið að fara sé rétt.
Ég er hrifinn af þessum vangaveltum og vil benda á nokkra punkta…
Verð á fasteignum í nágrenninu þarf ekkert endilega að hækka vegna þess að það er einfalt að auka framboðið af íbúðarhúsnæði og nóg til af góðu byggingarlandi hinum megin við hólinn og í Úlfarsárdal. M.ö.o. aukið framboð slær á hækkanir vegna meiri eftirspurnar.
Þetta svæði er miklu, miklu, miklu ódýrara byggingaland heldur en Hringbrautin og nægir þar að benda á að flutningur jarðefna og steinsteypu sem nemur milljónum rúmmetra styttist um 20 kílómetra þegar báðar leiðir eru taldar.
Ef Sundabraut yrði síðan einhvern tímann að veruleika, þá yrði ekki svo mikið umferðarálag út af þessari staðsetningu.
Aukaafurð vegna staðsetningar sjúkrahússins við Keldur er ekki bara jöfnun umferðaálags. Þessi lausn um líka jafna verð fasteigna. Fasteignir í Grafarvogi, Úlfarsárdal og Grafarholti munu hækka verulega í verði,