Fimmtudagur 15.08.2013 - 07:13 - 3 ummæli

1. Fækkun flugvalla – Almennt

Síðunni hefur borist nokkuð ítarleg umfjöllun um flugsamgöngur á Íslandi og tengsl þeirra við skipulagsmál.

Höfundurinn er Sigurði Thoroddsen arkitekt sem  er einn reyndasti skipulagsmaður íslendinga. Hann vann nánast alla starfsæfi sína hjá Skipulagi rikisins (nú Skipulagsstofnun), mestan hluta sem aðstoðarskipulagsstjóri.  Þetta er fróðleg umfjöllun þar sem minnt er á ýmislegt sem varpar ljósi á þróun í flugsamgöngum og núverandi ástand.

Umsjónarmaður síðunnar hefur skipt henni niður í kafla og myndskreytt.

Kaflarnir sem verða settir á vefinn á hverjum morgni næstu daga bera eftirfarandi yfirskriftir:

  1. Fækkun flugvalla – Almennt
  2. Keflavíkurflugvöllur
  3. Reykjavíkurflugvöllur
  4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024
  5. Samkeppni um skipulag Vatnsmýrar og fl.
  6. Bygging flugvallar á Hólmsheiði og  flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur til bráðabirgða
  7. Landsskipulag
  8. Niðurstaða

bird-radar-area

Fækkun flugvalla – Almennt

Ísland gegnir mikilvægu  hlutverki í tengslum við  flugumferð yfir Norður-Atlantshaf og hefur svo verið um áratuga skeið. Veitt er  þjónusta vegna flugumferðaryfir hafið,  auk þess sem landið er viðkomustaður  flugvéla á leið milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Á suðvestur-horni landsins eru 2 stærstu  flugvellirnir, eða Keflavíkurflugvöllur og  Reykjavíkurflugvöllur,  og hafa þeir báðir  sitt  afmarkaða hlutverk. Um   flugvellina  fer fram millilanda-   og innanlandsflug með farþega,  auk þess sjúkraflug, vöru- og póstflutningar, ferjuflug, leiguflug,  kennsluflug, almennt flug og einkaflug.

Samspil flugvallanna vegna flugumferðar  um Norður-Atlantshaf og innanlands  er mikið,  auk þess sem landið veitir þjónustu á sviði flugumferðarstjórnunar og flugöryggis. Báðir flugvellirnir eru varavellir  innbyrðis og út á við.  Til að  flugvellirnir  geti gegnt því hlutverki sem þeir er ætlað,  verða þeir  að  uppfylla alþjóðlegar  öryggiskröfur  sem Alþjóða flugmálastofnunin  ICAO setur. Ennfremur annast Landhelgisgæsla Íslands   björgunar- og öryggisþjónustu  á svæðinu

Umhverfis landið eru 4 ratsjárstöðvar sem byggðar voru af   Atlantshafsbandalaginu og  veita borgaralegu flugi mikilvæga þjónustu.

Sérstaða landsins á þessu sviði er,  að öll helstu mannvirki í tengslum við flugið, báðir  flugvellirnir  og ratsjárstöðvarnar,  voru reist af erlendum þjóðum og afhent íslenskum stjórnvöldum endurgjaldslaust til eignar  og/eða  afnota.

Myndin efst í færslunni sýnir það svæði sem heyrir undir flugumferðastjórn íslendinga. Þarna fer langstærsti hluti flugumferðar um Atlandshafið.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Þorgeir Jónsson

    Ekki má gleyma því að eitt sinn voru þessir vellir varavellir fyrir geimferjurnar bandarísku…alla vega Keflavíkurflugvöllur.

  • Jóhann Gunnarsson.

    Eftirfarandi setnig vekur upp spurninguna um hvort annar flugvöllurinn geti fúnkerað án hins?

    „Samspil flugvallanna vegna flugumferðar um Norður-Atlantshaf og innanlands er mikið“

    Og svo er það spurning hvort Akureyrarflugvöllur geti leyst Reykjavíkurflugvöll hvað þetta varðar?

  • Jón Ólafsson

    Það verður spennandi að fylgjast með þessu. – Þetta byrjar vel hjá Sigurði.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn