Sunnudagur 30.10.2011 - 16:25 - 3 ummæli

1. nóvember-Listalausi dagurinn.

Bandalagi íslenskra listamanna, BÍL  stendur fyrir listalausum dag. sem verður n.k. þriðjudag .  Í  fréttatilkynningu frá BÍL segir m.a.:

“Margir líta á list sem sjálfsagðan hlut í umhverfi okkar og leiða sjaldan hugann að því hvaðan hún kemur eða hvernig hún verður til. Með því að taka einn dag í að velta fyrir sér hugmyndinni um líf án lista má komast að því hvaða þýðingu listirnar hafa fyrir hvert og eitt okkar. Á listalausum degi er fólk því hvatt til að takmarka aðgang að, slökkva á og lækka í öllum þeim listum sem það að nýtur alla jafna. Með því vonast aðstandendur listalausa dagsins til að hvert og eitt okkar átti sig betur á gildi listanna  og mikilvægi í daglega lífinu”.

Bandalagið ætlar að standa fyrir nokkrum táknrænum gjörningum og til hæðgðarauka hefur það  útbúið 15  boðorð sem almenningur getur farið eftir til að forðast allar listir þennan dag.  Takið sérstaklega eftir boðorði nr. 12 og 13:

1. Ekki fara á listasöfn, hönnunarsöfn, gallerí eða minjasöfn sem geyma listaverk.

2. Ekki horfa á myndlistarverk, þar með talin málverk, ljósmyndir, höggmyndir og innsetningar, hvort sem er úti sem inni.

3. Ekki fara á tónleika.

4. Ekki hlusta á tónlist, hvorki af CD, vínil, snældu, stafrænum tónlistarspilurum né snjallsímum (hringitónar meðtaldir).

5. Ekki spila tölvuleik með grafískri mynd.

6. Ekki fara á danssýningu.

7. Ekki lesa skáldsögu, ljóð eða nokkurn annan texta sem talist gæti til fagurbókmennta.

8. Ekki fara í leikhús.

9. Ekki horfa á kvikmynd, hvorki í bíó, af tölvu, í sjónvarpi né hverskonar skjá

10. Ef einhvers konar listaverk birtist í sjónvarpi, t.d. í fréttum eða auglýsingum, ber að loka augunum eða líta undan.

11. Ef tónverk heyrist í sjónvarpi eða útvarpi ber að lækka niður í tækinu.

12. Ekki horfa á byggingar sem eru hannaðar af arkitekt.

13. Ekki horfa á eða ganga um garða sem eru hannaðir af landslagsarkitekt.

14. Ekki horfa á eða ganga í sérhönnuðum fötum eftir fatahönnuð.

15. Ekki gera neitt eða njóta neins sem hægt væri að túlka sem list eða hefur í sér listrænt gildi, þar með talin verk dansara, hönnuða, kvikmyndagerðarmanna, leikara, myndlistar-manna, rithöfunda og tónlistarmanna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Gott màl

  • Örnolfur Hall

    Nú er næstum annar hver maður orðinn listamaður(kona) og áreitið er mikið og fjölmiðlamatreiðslan kröftug og inn-rætandi.
    Við megum hafa okkur öll við að skoða, velja og hafna úr listaverka-flórunni.
    Er ekki gott að fá einn frían áreitislausan dag og hreinsa hugann og tæma og fara í gönguferð og anda að sér hreinu „sjónvarps“-ómenguðu lofti og njóta listaverka náttúrunnar (haustlitanna-skýanna-fuglanna svo eitthvað sé nefnt)?
    Höndla svo kjarnann frá hisminu, endurnærður næsta dag , og endurupplifa líka sönn listaverk þjóðarinnar.

    Með góðri listakveðju- Örnólfur

    PS: Doddi er hárbeittur með fiskikutann og skondinn.

  • Ég kokkurinn spyr um matargerðarlistina. Verður þá bara þverskorin ýsa á morgun með soðnum kartöflum og smjöri?

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn