Fimmtudagur 07.04.2016 - 18:05 - 20 ummæli

110 ára gamalt hús rifið í miðborg Reykjavíkur

fr_20160407_036298

Enn eru hús rifin í miðborg Reykjavíkur og nú er það gert í leyfisleysi!

Á vef RUV  var rétt í þessu sagt frá því að gamalt timburhús við Reyjavíkuhöfn hafi verið rifið leyfisleysi.

Þetta er húsið Tryggvagata 12.

Húsið er 110 ára og var byggt árið 1906 og oft kallað Exeterhúsið.

Fram kemur í fréttinni á vef Reykjavíkurborgar að borgin líti málið alvarlegum augum og íhugi að kæra eigendurna til lögreglu.

Samkvæmt deiliskipulagi var heimilt að lyfta húsinu upp um eina hæð og breyta formi þaks á bakhlið og gera viðbyggingu en ekki að rífa það.

Ég veit ekki hvað er hér á ferðinni en ljóst er að þetta er talandi dæmi um yfirgang verktaka og fjárfesta í Reykjavík. Einkum innan gömlu Hringbrautar þar sem ætti að stíga sérlega varlega til jarðar varðandi allar breytingar, hvort sem um er að ræða nýbyggingar eða niðurrif hverskonar.

Þetta er skelfilegt framferði sem ekki á að líðast.

Efst er mynd af rústunum og að neðan er húsið sem nú hefur verið rifið í leyfisleysi.

 

fr_20160407_036243

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (20)

  • Nú ættu mál að fara að sjá dagsins ljós. Við vitum að engar teikningar voru til af gamla húsinu. Þá má spyrja hvað mátti rífa mikið af því og voru til einhver gögn um það???Þessi minjavernd er með mikinn bagga frá Fárskrúðsfirði þar sem verkefnið fór úr 250 miljónum í 1,2 miljarð sem er met í glórulausu verki. Nú segir hún að byggt verði eftir byggingarnefndarteikningu og þá er von að úr þessu rætist á farsælan hátt.

  • Sveinn gunnarsson

    Klárlega upplýstur ásetningur sem á sér rætur í ótta borgaryfirvalda við verktaka og fjárfesta. Money makes the world go around!

  • Ef dugur væri í borgaryfirvöldum þá tæki þau lóðina til sín með lágmarks tilkostnaði.

  • Það er ekki vænlegt að fara að byggja ofaná ónýtt fúasprek og því nær að byggja allt frá grunni með sama lúkki.

    • Leyfi er fyrir niðurrifi húsa beggjamegin við þetta tilgreinda hús. En heimild er fyrir að rífa þetta hús að hluta hvar og hvernig??? Einnig er heimilt að bæta við einni hæð og byggja við að aftanverðu. Átti þá að friða hálft hús????Hvað er þá eftir af friðuninni???
      Ég er mjög sáttur við þessa teikningu og engin ástæða til málaferla. Til gamans þá var sementsafgreiðsla í húsinu austan við þessi hús áður en hið ónýta íslenska sement kom á markað.

  • Orri Ólafur Magnússon

    Sammála Tuma ; einungis tilfinnanlegar fjársektir, sem hræða, virka gegn villimennsku fégráðugra og samviskulausra skemmdarvarga

  • Ásmundur

    Hvað vakir fyrir lóðarhafa? Varla reiknar hann með að hann verði verðlaunaður fyrir tiltækið með leyfi til að byggja stærra hús.

    Að mínu mati kemur ekki annað til greina en að honum verði gert að endurreisa húsið í sömu mynd og jafnframt gert að greiða sekt fyrir niðurrifið.

    Það er mikilvægt að bregðast hart við til að koma í veg fyrir að þetta verði öðrum til eftirbreytni.

    • Hér reiknar verktaki væntanlega með því að hann sektinn verði miklu lægri en nemur þeim gróða sem hafa má að því að byggja nýjan kassa í gjörnýttan bygginarrétt.

      Þetta þarf að verða prófmál þannig að afleiðingar af svona framferði verði miklu verri en mögulegur gróði. Annars er mikil hætt á fleiri „skurðgröfuslysum“

  • Sigrún Guðmundsdóttir

    Sammála Orra og Gunnari. Hraðahindranir og hraðatakmarkamnir koma í veg fyrir slys. Löggæsla og refsing fækka glæpum. Hjálmar Sveinsson ætlar að gera eitthvað en það er of seint. Það liggja ekki fyrir nein viðurlög sem vísa má í vegna þessa glæps. Eins og ef þú ekur of hratt þá fær þú sekt. Ef þú myrðir mann verður þú settur í fangelsi. Ef þú himnsvegar myrðir hús þá þarf að athuga málið og jafnvel kæra til lögreglu og athuga málið. Jafnvel þó svo glæpamaðurinn sé staðinn að verki. Menn vita ekki hvernig á að bregðast við. Eru ekki undirbúnir. Þarna liggur hin pólitíska ábyrgð.

  • Orri Ólafur Magnússon

    „Þetta er bara glæpur“ Rétt er það, Gunnar. Hitt er svo annað mál að jafnvel ófyrirleitnustu“ glæpamenn“ hika við að fremja ódæðisverk, ef þeir þurfa að óttast þunga refsingu. Það er augljóst að í okkar (borgar-)samfélagi er óttinn við refsingu – ekki að tilefnislausu – enginn. Það er kjarni málsins.

  • Jón Gunnarsson

    Það er sama hvað hver segir. Einhver eða einhverjir bera á þessu pólitíska ábyrgð.

    • Af hverju þarf einhver að bera pólítíska ábyrgð á þessu? Þetta er bara glæpur.

      Ef ég drep einhvern úti á götu á þá ríkisstjórnin að segja af sér?

  • Orri Ólafur Magnússon

    Augljóst að niðurrifs – og framkvæmdamenn bera enga minnstu virðingu fyrir tilskipunum – eða óskum – núverandi borgarstjóra. Máttleysi og ræfildómur borgarstjórnarinnar tryggir þessum mönnum refsileysi. Það er greinilegt að tími er til kominn að fleiri en Sigmundur Davíð víki úr embætti

  • Sighvatur

    Hjálmar var góður í 10 fréttum áðan. En hann hefði átt að vera reiðari.

  • Kolbrún

    „Breaking news“
    Á vefnum Reykjavik.is undir slóðinni „teikningar“ er ekkert að finna sem bendir til þess að þarna standi fyrir dyrum breytingar! Þarna eiga að vera allar samþykktar teikningar byggingafulltrúa!

    • Eyjólfur

      Ég sendi inn eina fyrirspurn á borgina í gegnum vefinn spyr.is þegar grindverkið reis á lóðinni, hvort rífa ætti þessi gömlu timburhús á þessum reit.
      Svarið sem ég fékk frá Reykjavíkurborg má sjá hér (ásamt teikningum og skipulagi):
      http://www.spyr.is/grein/fasteignir/9976
      S.s. vísað í „gamalt“ skipulag, og stuttort „plísekkigeravesen“ svar.
      Samkvæmt svarinu og meðfylgjandi upplýsingum úr Skipulagssjá, þá er það ekki bara Tryggvagata 12 sem var rifin í leyfisleysi, heldur er aðeins gert ráð fyrir því að Tryggvagata 10 verði með breyttri þakmynd, og endurgerður turn á horni þess (EKKI að það sé rifið.)

      Ég sendi inn aðra fyrirspurn þegar ég sá mynd í Mogganum af niðurrifi á Tryggvagötu 14 (Sægræna húsið, Krua Thai), hvort það mætti rífa 118 ára gamalt timburhús. Svarið má sjá hér:
      http://spyr.is/grein/stofnanir/10438

      Ég fékk strax illan bifur af þessu um leið og grindverkið reis, sendi fyrirspurnir út um allt (Meiraðsegja gekk svo langt að senda á Forsætisráðuneytið þar sem Sigmundur sýndi svonalöguðu áhuga áður en hann varð upptekinn af öðru nýlega).

      Þrátt fyrir að hafa sent inn fyrirspurnir og lýst yfir áhyggjum af þessu við ýmsar stofnanir og batterý, þá er núna allt klabbið horfið.

      Sennilega endar það með því að verktakinn verði látinn reisa „eins“ hús fyrir miklu lægri kostnað en sem nemur uppgerð á húsunum sem þarna voru, skamm í hattinn, og málið koðnar niður.

  • Jón Ágústsson

    Eina húsið sem ætti að rífa er steinkumbaldinn austan við gömlu húsin enda er hann minning gamalla skipulagsmistaka.

  • Borgin hlítur að bregðast við þessu. Það er ekki hægt annað en að gefa fordæmu um stranga refsingu!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn