Föstudagur 16.08.2013 - 07:57 - 1 ummæli

2. Keflavíkurflugvöllur

 

 Hér birtist annar hluti  umfjöllunar Sigurðar Thoroddsen arkitekts og skipulagfræðings um flugsamgöngur og skipulag:

seaboard-1

Keflavíkurflugvöllur er aðal millilandaflugvöllur landsins,   og var  hann upphaflega byggður 1942-1943  af  bandaríska hernum. Flugvöllurinn var byggður sem herflugvöllur, og   staðsettur miðað við það tiltekna hlutverk, sem var að taka þátt í hernaðinum á Norður-Atlantshafi. Ennfremur  þóttu landhættir góðir fyrir flugvöll á sléttri Miðnesheiðinni.

Í fyrstu   var Keflavíkurflugvöllur fyrst og fremst   notaður sem herflugvöllur,  eða þar  til 1. júní 1962 að   Loftleiðir hófu þar starfsemi og  1. júní 1967 bættist Flugfélag Íslands við. Frá og með 1973hefur  hið sameinaða félag  Flugleiðir annast millilandaflug frá Keflavíkurflugvelli.  Síðan þá hefur hann verið notaður sem aðal  millilandaflugvöllur þjóðarinnar,  auk þess sem ýmis  erlend flugfélög hafa þar  aðstöðu.

Á flugvellinum eru tvær  3050  metra langar flugbrautir,  vel búnar aðflugstækjum auk þeirrar þriðju sem ekki er  í notkun.  Á  suðursvæði flugvallarins var flugstöð varnarliðsins,  og þar hófst  borgaraleg flugstarfsemivið lok heimstyrjaldarinnar samhliða þeirri hernaðarlegu. Árið  1987 var  ný flugstöð fyrir borgaralega flugstarfsemi byggð og   tekin í notkun á norðursvæði flugvallarins, og var hún  að stórum hluta fjármögnuð af Bandaríkjamönnum.

Á flugvellinum eru auk flugstöðvarinnar fjöldamargar aðrar byggingar sem þjóna flugstarfseminni s.s. miðstöð vöruflutninga- viðhaldsaðstaða flugvéla, flugskýli, flugturn, slökkvistöð, eldsneytisafgreiðsla, aðstaða fyrir bílaleigur, hótel og önnur mannvirki.

Við brottför varnarliðsins árið 2006 var flugvöllurinn ásamt mannvirkjum og tilteknum búnaði afhentur íslenskum stjórnvöldum til eignar og/eða  afnota.

Stjórn skipulags- og byggingarmála á flugvallarsvæðinu heyrir undir innanríkisráðuneytið  með aðkomu sveitarfélaganna.

 

Myndin efst í færslunni sýnir gömlu flugstöðina á Keflavíkurflugvelli.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn