Kollegi minn frá Miðevrópu var hér staddur um jól og áramót. Hann hefur komið 6-8 sinnum til Reykjavíkur og var að velta fyrir sér borgarskipulaginu. Hann skildi ekki að lítil borg með um 120 þúsund íbúum hefði hraðbraut inni í miðri borginni. Og ekki nóg með það heldur væri brautin hlaðin vegasjoppum og einum 6 […]
Ég las um helgina viðtal við tvo unga kollega mína, hörkuduglega arkitekta. Þeir héldu því fram að Austurvöllur “væri mjög vel heppnað almenningsrými”. Þeir bættu því við til að rökstyðja skoðun sína, að hlutföll torgsins væru “rétt”(!) en á móti kæmi að “húsin væru hins vegar hvert með sínu lagi”. […]