Stjórnvöld hafa ákveðið að efna til arkitektasamkeppni um Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut, alls um 66 þúsund fermetra og verja milli 30 og 40 milljörðum króna í framkvæmdina. Þetta er hluti af svonefndum stöðugleikasáttmála. Auglýst hefur verið forval vegna arkitektasamkeppninnar þar sem leitað er 5 hönnunarteyma sem samanstanda af arkitektum, verkfræðingum og öðrum sérfræðingum. Til þess […]
Í góðærinu voru gefin fyrirheit um aukningu á nýtingu í deiliskipulagi flestra reita við Laugarveg og víðar. Vegna efnahagsástandsins má búast við að lítið verði um framkvæmdir og eignir sem þar standa nú, fái lítið viðhald á komandi árum. Og að lokum verði þarna hörmungarástand. Hvað er til ráða? Þarf ekki að endurskoða öll þessi […]
Gísli Marteinn Baldursson var í Silfri Egils í dag og fjallaði um borgarskipulagið. Maður skynjaði áhuga hans á efninu og það gustaði af hugmyndum þeim sem hann setti fram. Gísli Marteinn sagði að ferðakostnaður væri annar stærsti kostnaðarliður fjölskyldunnar. Næst á eftir húsnæðiskostnaðinum og hærri en matarkarfan. Þetta er örugglega rétt hjá honum en mig […]
Húsið sem kynnt var í síðustu færslu er nýtísku arkitektúr. Það er smart akkúrat núna í febrúar 2010. Það verður líka smart í nokkur ár til viðbótar. Kannski í 50 ár. En þegar frá líður fer glansinn af því og ég er þess fullviss að það verður fyrsta húsið sem verður rifið í götulínunni þegar […]
Hér er kynnt 125 m2 hús sem byggt hefur verið í Landskrona í Svíþjóð. Húsið er ætlað barnlausu fólki sem vinnur að einhverju marki heima hjá sér í litlu 5 m2 annexi á lóðinni. Húsið er fellt inn í gamla götumynd. Svona verkefni eru kölluð “in-fill” á ensku. Slík verkefni eru vandmeðfarin. Arkitektinn þarf að […]