Færslur fyrir mars, 2010

Föstudagur 12.03 2010 - 14:17

Sítrónupressa Philippe Starck

Árni Ólafsson  skrifaði athugasemd við bloggið í gær þar sem hann veltir fyrir sér sívakandi spurningunni um  hvort við þurfum að uppfylla einhverjar kröfur til hýbýla umfram þarfir hellisbúans. Bara ef einhver hönnunarfyrirbrigði eftir stjörnurnar sé að finna í viðkomandi hýbýlum þá sé náð ásættanlegum standard!. Árni nefndi þarna Philippe Starck. Öll athugasemd Árna er […]

Miðvikudagur 10.03 2010 - 14:08

Halldór Laxness

„Maðurinn finnur það sem hann leitar að, og sá sem trúir á draug finnur draug“, sagði Halldór Laxness í Sjálfstæðu fólki. Það fólk sem trúir því að þörf sé fyrir það verður ómissandi. Arkitektar sem ekki trúa því að þeir fái vinnu fá hana ekki. Sjálfsmynd arkitekta er í rusli. Því þarf að breyta. Markaðir […]

Þriðjudagur 09.03 2010 - 17:31

Frjálslyndi-Erfið skylda

Einhver frjálslyndasti og mesti hugsuður í danskri arkitektastétt á síðustu öld, Paul Henningsen, sagði eitt sinn „Að vera frjálslyndur væri ekki réttindi heldur erfið skylda. Frjálslyndi fælist ekki í því að trúa á framfarir, heldur að efast um þær“. Þarna átti hann við að maður ætti að vera móttækilegur fyrir breytingum, en jafnframt að vera […]

Mánudagur 08.03 2010 - 13:40

BIG byggir ráðhús í Tallin

“Íslandsvinurinn” Bjarke Ingels sem rekur teiknistofuna BIG í Kaupmannahöfn hefur unnið nokkrar samkeppnir undanfarið. Síðan teiknistofa hans vann samkeppni um aðalstöðvar gamla Landsbankans hefur hann unnið keppni um listasafn í Mexico, ráðhúsið í Tallin, háhýsi í Kína og bókasafn í Aserbaitijan . Það er sammerkt með verkum BIG að þau eru framsækin og löðra í […]

Föstudagur 05.03 2010 - 21:11

DESIGNA arkitektar – kynning

  DESIGNA er íslenskt arkitektafyritæki sem er til helminga í eigu VA arkitekta og Á Stofunni arkitekta. Fyritækið var stofnað með það markmið að ná fótfestu á breskum arkitektamarkaði. Til að byrja með var DESIGNA stofnað til þess að halda utan um tryggingar og fjármál verkefnanna. Óhætt er að segja að DESIGNA hafi náð góðum […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn