Færslur fyrir desember, 2010

Sunnudagur 05.12 2010 - 19:56

“Ef þú átt tvo peninga……..”

“Ef þú átt tvo peninga skaltu kaupa brauð fyrir annan og blóm fyrir hinn – brauðið til að lifa á og blómið til þess að lífið sé þess virði að því sé lifað” Þessi kínversku spakmæli komu í huga mér þegar ég skoðaði loftmyndir Kjartans Sigurðssonar af ýmsum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Myndin að ofan er […]

Fimmtudagur 02.12 2010 - 09:07

Amtsbókasafnið „The Movie“

  Hjalti Þór Hreinsson starfsmaður Amtsbókasafnsins á Akureyri og áhugamaður um arkitektúr og kvikmyndagerð hefur gert stutta heimildamynd um safnið. Þetta er vel gerð mynd sem hlaðin er sögulegum fróðleik um tilurð safnsins og byggingasöguna.  Ég birti hana hér með góðfúslegu leyfi höfundar. Þarna er sögð merkileg saga um gott hús sem margir þjóðþekktir menn áttu […]

Miðvikudagur 01.12 2010 - 08:56

Arkitektastofa 70 ára

  Í dag fyrir réttum 70 árum stofnuðu skólafélagar af  Akademíunni í Kaupmannahöfn teiknistofu í Reykjavík. Þetta voru þeir Sigvaldi Thordarson og Gísli Halldórsson.  Þeir félagar  voru landflótta frá Danmörku vegna seinni heimstyrjaldarinnar.  Þeir voru fjölskyldumenn sem ekki fengu lokið námi vegna stríðsins. Þegar stríðinu lauk héldu þeir aftur til Kaupmannahafnar og luku þaðan prófi. […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn