“Ef þú átt tvo peninga skaltu kaupa brauð fyrir annan og blóm fyrir hinn – brauðið til að lifa á og blómið til þess að lífið sé þess virði að því sé lifað” Þessi kínversku spakmæli komu í huga mér þegar ég skoðaði loftmyndir Kjartans Sigurðssonar af ýmsum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Myndin að ofan er […]
Hjalti Þór Hreinsson starfsmaður Amtsbókasafnsins á Akureyri og áhugamaður um arkitektúr og kvikmyndagerð hefur gert stutta heimildamynd um safnið. Þetta er vel gerð mynd sem hlaðin er sögulegum fróðleik um tilurð safnsins og byggingasöguna. Ég birti hana hér með góðfúslegu leyfi höfundar. Þarna er sögð merkileg saga um gott hús sem margir þjóðþekktir menn áttu […]
Í dag fyrir réttum 70 árum stofnuðu skólafélagar af Akademíunni í Kaupmannahöfn teiknistofu í Reykjavík. Þetta voru þeir Sigvaldi Thordarson og Gísli Halldórsson. Þeir félagar voru landflótta frá Danmörku vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Þeir voru fjölskyldumenn sem ekki fengu lokið námi vegna stríðsins. Þegar stríðinu lauk héldu þeir aftur til Kaupmannahafnar og luku þaðan prófi. […]