Í greinargerð með frumvarpi til mannvirkjalaga er að finna þessa fróðlegu upptalningu á þeim sem komu að gerð frumvarpsins. Í nefnd um endurskoðun byggingarlagaþáttarins áttu sæti: Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri umhverfisráðuneytinu, formaður Ingibjörg Halldórsdóttir, lögfræðingur í umhverfisráðuneytinu Smári Þorvaldsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu Ágúst Þór Jónsson, verkfræðingur, tilnefndur af forsætisráðuneyti Eyjólfur Bjarnason, tæknifræðingur, tilnefndur af Samtökum iðnaðarins […]
Ég hef fengið margar fyrirspurnir vegna færslna minna um eyðibýli fyrr í mánuðinum. Fólk spyr hvað eyðibýlin séu mörg og hver eigi þau?. Hér koma nokkrar tölur: Á landinu öllu eru skráð 6562 býli, þar af eru 2272 skráð sem eyðibýli. Búið er á 4290 jörðum. Hagþjónusta landbúnaðarins taldi að í árslok 2009 væru […]
Björn Vignir Sigurpálsson blaðamaður sendi síðunni eftirfarandi texta. Þarna drepur Björn á málum sem ekki hafa verið mikið í umræðunni. Hann bendir á mikilvægi Bessastaðaness sem óraskað náttúrusvæði og styðst við skýrslu fræðimanna hvað það varðar. Þessi hugleiðing á fullt erindi i umræðuna um Reykjavíkurflugvöll og hugsanlega uppbyggingu á Bessastaðanesi. Gefum Birni orðið: Nokkuð virðist […]
Frank Gehry er 82 ára gamall stjörnuarkitekt sem hefur gert mörg stórvirki á sviði byggingarlistar víða um heim. Sum verka hans skipta máli í ferðamannaiðnaðinum. Guggenheim safn Gehrys setti Bilbao á landakortið að sumra mati. Hin síðari ár virðist hafa hlaupið snobb og ofmat á gamla manninn og hans nafni. Sumir málsmetandi gagnrýnendur telja seinni verk hans […]
Eftirfarandi barst frá einum lesanda síðunnar sem er áhyggjufullur vegna framkvæmda á Slippasvæðinu við Reykjavíkurhöfn. Hann vitnar í nýjasta eintak af því ágæta blaði Vesturbæjarblaðinu og segir: „Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum. Þessi bókartitill kom í hugann þegar síðasta eintaki Vesturbæjarblaðinu var flett, en blaðið hefur eiginlega tekið að sér að vera fundargerðagerðabók skipulags- og byggingarmála í […]
Nú er undirbúningur að byggingu vestnorræns menningarhúss í Danmörku á lokastigi. Um miðjan júlí s.l. lá fyrir hvaða fimm teymi voru valin til þess að leggja fram tillögur að húsinu sem rísa mun í Odense á Fjóni. Enga arkitektastofu frá Grænlandi, Færeyjum eða Íslandi er að finna í teymunum. Þetta vekur athygli þegar um er að ræða byggingu sem […]
Mér hefur verið bent á að ýmislegt er að gerast varðandi eyðibýli á landinu. Mikill fjöldi fólks er að velta fyrir sér framtíð þessarra merku bygginga. Áhuginn er mikill og fer vaxandi, eðlilega. Nýverið styrkti Nýsköpunarsjóður námsmanna 5 vaska háskólanema til tveggja mánaða skráningarvinnu þar sem þeir skrá eyðibýli á suðurlandi. Að þessu verkefni hafa […]
Í síðustu færslu nefndi ég eyðibýli á Melrakkasléttu sem ég tók eftir á ferðalagi þar um slóðir fyrir nokkru. Hjálagt eru nokkrar myndir af einu þeirra. Ég skoðaði húsið lítillega og sá að það hafði verið vandað til þess í upphafi. Viðir voru vel valdir og smíðin til fyrirmyndar. Til að mynda var stiginn í […]