Færslur fyrir maí, 2013

Föstudagur 31.05 2013 - 05:30

Endurgerð deiliskipulags í eldri hverfum

      Framkvæmd skipulags V Hér kemur færsla Sigurðar Thoroddsen nr. 5 sem fjallar um endurgerð deiliskipulags í eldri hverfum.   Miðað við deiliskipulag nýrra svæða,  er endurgerð deiliskipulags í eldri hverfum miklu   flóknara mál. Inn í myndina eru komnir allskonar  hagsmunaaðilar,  svo sem lóðahafar, fasteignaeigendur og fleiri,  sem taka þarf  tillit til.  Mörg  […]

Fimmtudagur 30.05 2013 - 00:06

Deiliskipulag nýrra svæða

                         Framkvæmd skipulags IV Hér kemur færsla Sigurðar Thoroddsen nr. 4 sem fjallar um framkvæmd skipulags og deiliskipulag nýrra svæða.   En víkjum  að framkvæmd skipulags eins og hún hefur verið.  Þau  skipulagsstig sem eru  undanfari framkvæmda eru tvö,  eða:  Deiliskipulag nýrra svæða og endurgerð deiliskipulags í eldri  hverfum,  en á þessu tvennu […]

Miðvikudagur 29.05 2013 - 07:54

Veðurfar og framkvæmd skipulags

  Framkvæmd skipulags III Hér kemur færsla Sigurðar Thoroddsen  sem fjallar um veðurfar og framkvæmd skipulags Ekki verður hjá því komist að minnast á veðurfarið þegar fjallað er um framkvæmd skipulags. Staðreyndin er sú að veðurfar er öðruvísi á Íslandi en í flestum löndum sem við berum okkur saman við. Hér er allra veðra  von,  […]

Þriðjudagur 28.05 2013 - 06:37

Eldri hugmyndir í skipulagi

Eldri hugmyndir í skipulagi   Framkvæmd skipulags II  Sigurðar Thoroddsen heldur áfram frá í gær og fjallar hér um eldri hugmyndir í skipulagi:   En víkjum stuttlega að fortíðinni.  Fyrsta heildarskipulag fyrir Reykjavík  er frá  1927 og nefnt „Skipulagsuppdráttur af  Reykjavík innan Hringbrautar „ og var á næstu  árum  í stórum dráttum farið eftir þessari áætlun,   en  […]

Mánudagur 27.05 2013 - 07:30

Framkvæmd skipulags – skilamat.

  Sigurður Thoroddsen arkitekt og fyrrverandi aðstoðarskipulagsstjóri ríkisins hefur sent síðunni stuttar áhugaverðar greinar um framkvæmd skipulags og fl.  Sigurður er sennilega reyndasti einstaklingur hér á landi hvað varðar skipulagsgerð og starfaði við málaflokkinn um áratugaskeið. Greinar Sigurðar verða birtar hér á hverjum morgni næstu daga. Þetta er áhugavert efni sem er fullt af margskonar fróðleik sem […]

Föstudagur 24.05 2013 - 13:30

Myndlist: Magnús Kjartansson.

  Sýnd eru verk Magnúsar Kjartanssonar myndlistarmanns í Hverfisgalleri, Hverfisgötu 4,  um þessar mundir. Magnús var vinur minn og foreldrar okkar miklir félaga frá unga aldri. Leiðir okkar Magnúsar lágu mikið saman í æsku og svo aftur þegar götur okkar krossuðust á Konunglegu Listaakademíunni í Kaupmannahöfn á árunum uppúr 1970. Það er alltaf viðburður þegar […]

Miðvikudagur 22.05 2013 - 12:51

Skipulagsmál í stjórnarsáttmála

Það er fagnaðarefni að í sáttmála nýrrar ríkisstjórnar sé tekið á skipulagsmálum en þar stendur orðrétt: “Ríkisstjórnin telur mikilvægt að fegra hið manngerða umhverfi, borgir og bæi. Sett verða lög um sérstök verndarsvæði í byggð í samræmi við það sem tíðkast víða í Evrópu og Norður-Ameríku. Markmiðið er að vernda sögulega byggð. Þannig verði framkvæmdir […]

Þriðjudagur 21.05 2013 - 07:53

Skipulagsfræðingur forsætisráðherra

Flestir sem hugsa eitthvað um skipulagsmál hljóta að fagna því að liklegt er að í vikunni setjist í stól forsætisráðherra landsins  maður sem stundað hefur nám í skipulagshagfræði og skipulagsfræðum. Ef þetta gengur eftir þá má búast við auknum skilningi í efstu þrepum stjórnsýslunnar á arkitektúr- og skipulagi. Af þessu tilefni birti ég hér slóð að viðtali sem Egill […]

Fimmtudagur 16.05 2013 - 18:31

Ný Hverfisgata – Laugarvegur

  Í sumar verður unnið að endurbótum á fyrsta áfanga Hverfisgötu. En Hverfisgatan hefur lengi verið í mikilli skipulagslegri óvissu. Hlutverk hennar hefur ekki verið skilgreind sýnist manni. Hún hefur hvorki verið alminnileg umferðagata, verslunargata eða borgargata (Boulevard). Kannski er það að breytast nú þannig að hún verði bóulevard með þægilegu flæði bifreiða og hjólandi þar […]

Miðvikudagur 15.05 2013 - 16:04

Skipulagsáætlanir frá fyrir 2007

Það leynast víða í deiliskipulagi leyfar af stórhuga hugmyndum sem vöknuðu í hinu svokallaða góðæri hér í Reykjavík. Þessar hugmyndir voru áberandi á hafnarsvæðinu og smituðust jafnvel inn í götureiti eldri hverfa Reykjavíkur. Þessar hugmyndir stefna sumar í að verða vandamál og sumstaðar eru þær þegar orðnar að nánast óleysanlegu úrlausnarefni. Eitt dæmi er hús […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn