Mig langar að segja skondna sögu af Henning Larsen. Þegar ég gekk á akademíunni voru deildirnar (bekkirnir(?)) tengdir prófessorunum sem voru allt hetjur í byggingalistinni. Þetta voru allt framsæknir einstaklingar í arkitektastétt sem áttu mikið erindi við samfélagið og auðvitað nemendurna. Þetta voru oftast hugsjónamenn sem ekki lágu á skoðunum sínum […]
Borgarnes er eitthvað það fallegasta bæjarstæði sem til er og þegar ekið er inn í plássið verður maður fyrir skemmtilegri upplifun. Fólk sem hefur hugmyndaflug sér tækifæri allstaðar til þess að skapa einstakan bæ sem hvergi í veröldinni á sér nokkurn líkan. Það er fallegt að litast um inni í bænum á nesinu og horfa frá […]
Þó mig gruni ástæðuna, þá hef ég aldrei skilið hvers vegna verkfræðingar eru sífellt að færa verksvið sitt inná sérsvið arkitekta. Þessar tvær stéttir vinna mikið saman en verkefnin og nálgunin eru gjörólík. Arkitektar bera virðingu fyrir sérþekkingu verkfræðinga og eru almennt ánægðir með hvernig þeir vinna verk sín en þeim finnst hálf hallærislegt […]