Nýtt aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt með formlegum hætti síðastliðinn mánudag þar sem það var undirritað í Höfða. Þessu ber að fagna sérstaklega, enda um vandað aðalskipulag að ræða sem hefur verið í smíðum í á annan áratug. Ég hef fylgst vel með gerð aðalskipulaga Reykjavíkur allt frá Bredstorf skipulaginu svokallaða 1962-1983. Þar var lagt […]
Það er þekkt víða að reknar séu lestar af ýmsu tagi án þess að nokkur sé lestarstjórinn. Þetta þekkja margir af flugvöllum og lestarkerfum borga. Bæði stórra og lítilla borga. Í Kaupmannahöfn hefur verið rekið Metrókerfi að franskri fyrirmynd í nokkur ár, án lestarstjóra. Undanfarið hefur víða um heim verið unnið að hugmyndabílum sem […]
Hér birtist grein eftir Örnólf Hall arkitekt sem hefur kynnt sér vel sögu Víkurkirkjugarðs og sögu Aðalstrætis Þetta er bæði skemmtileg og fróðleg grein eftir mann sem er uptekinnn af sögunni. Eins og allir vita þá skal að fortíð hyggja ef vel á að byggja. SKIPULAG & SAGA við AÐALSTRÆTI Víkurkirkjugarður, Víkurkirkja og Landssímareitur — […]
Hér birtist grein eftir Gunnlaug Stefán Baldursson arkitekt sem starfað hefur í Þýskalandi undanfarna áratugi. Steinar,timbur og ilmur jarðar. Tækniþróunin á 20.öld hefur haft í för með sér, að samband manns og náttúru hefur smám saman slitnað. Náttúran hefur verið notuð eins og leir, sem hnoða má eftir geðþótta, oft til hagnaðar. Samband byggðar […]
Athygli er vakin á auglýsingu sem birtist í dag frá Hönnunarsjóð þar sem hugmyndaríku fólki á öllum aldri er gefin kostur á að sækja um styrki til þess að vinna að sínum hugðarefnum. Það er að segja aukinni þekkingu og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs. Sjóðurinn styrkir einnig markaðsstarf og kynningarvinnu. Hér er […]
Fátt er eins afslappandi og að baða sig í sauna. Láta hitann ganga inn í skrokkin og njóta friðar frá umhverfinu. Gjarna í félagsskap trúnaðarvina eftir eitthvert líkamlegt álag. Bandaríska arkitektastofan goCstudio í Seattle USA, ætlar að hleypa af stokkunum, síðar á þessu ári, fljótandi Sauna baðstofu. Höfundarnir telja að fátt geti verið betra en að […]
Í framhaldi af umræðu hér á vefnum um hönnun fyrir ferðamenn og aðstöðu á ferðamannastöðum birti ég hér nokkrar ljósmyndir af norsku vegakerfi og umhverfi þess sem innlegg í umræðuna hér á landi. Norska vegageðin leggur áherslu á að vegir liggi fallega og séu aðlaðandi þannig að ferðalagið snúist ekki um einungis um áfangastaðina […]
Hér kemur grein eftir Gunnlaug Baldursson arkitekt sem hefur starfað í Þýskalandi frá námslokum. Hann fjallar hér um afar áhugavert efni sem varðar okkur íslendinga sérstaklega nú þegar ferðaþjónusta er orðinn einn stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar. Fléttað inn í landslagið Nýlega fjallaði ég á Eyjunni um samhengi nýbygginga og borgarumhverfis („fléttað inní borgarvefinn“). Þegar fjallað […]
Í fjölmiðlum var nýlega sagt frá því að Gatnamót ehf. áformi að byggja stóra þjónustu- og ferðamannamiðstöð við gatnamót Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar ofan við Selfoss. Hugmyndin er að byggja 10-12 þúsund fermetra byggingu sem hýsa á ýmsa þjónustu fyrir ferðamenn. Þarna á m.a. að vera e.k. eldfjalla- og landmótunarsýning. Að ofan eru frumdrög af […]