Færslur fyrir apríl, 2014

Þriðjudagur 29.04 2014 - 10:01

Samantekt – Lokakafli um þéttbýlismyndun á Íslandi

Hér kemur síðasti hluti af þessari merkilegu samantekt Sigurðar Thoroddsen arkitekts um síðbúna þéttbýlismyndun á Íslandi. Það vekur athygli hvað Sigurði hefur tekist að fara yfir þessa miklu sögu í stuttu og skýru máli. Ég fyrir minn hlut hafði ekki gert mér grein fyrir öllu þessu samhengi hlutanna. Maður áttar sig á því að saga […]

Mánudagur 28.04 2014 - 08:06

Þéttbýlisandúð – Þéttbýlismyndun á Íslandi

Hér fjallar Sigurður Thoroddsen arkitekt um skiptar skoðanir málsmetandi manna um þéttbýli  og andúð manna gegn þéttbýli, staðsetningu Alþingi  og fl. Þéttbýlisandúð Þegar undirbúningur að endurreisn Alþingis  stóð yfir voru umræður um hvar þingið ætti að vera,  og skiptar skoðanir um staðsetningu þess. Sumir vildu  endurreisa Alþingi á Þingvöllum, aðrir á Bessatöðum  og enn  aðrir […]

Sunnudagur 27.04 2014 - 01:59

Mannvirkjagerð – Þéttbýlismyndun á Íslandi

Hér í fimmta hluta yfirferðar Sigurðar Thoroddsen arkitekts um síðbúna þéttbýlismyndun á íslandi fjallar hann um mannvirkjagrð. Að ofan er uppmælng af bænum Gröf í Öræfasveit frá því fyrir rúmum 900 árum. Neðst í færslunni er að finna mynd af íbúðahúsi em byggt var á svipuðum tíma á Englandi. Mannvirkjagerð Vitað er um nokkra nafngreinda […]

Laugardagur 26.04 2014 - 08:40

Breytingar í aðsigi – Síðbúin þéttbýlismyndun á Íslandi

Hér kemur fjórði hluti samantektar Sigurðar Thoroddsen arkitekts um síðbúna þéttbýlismyndun á Íslandi.  Hann talar um samgöngur og breytingar sem framundan voru. Hér að ofan er uppdráttur sem sýnir Reykjavík árið 1786 með innréttingunum, Tjörninni og Læknum. Þarna sést hvað hafnaraðstaða var léleg í Reykjvík. Breytingar í aðsigi     Áðurgreindar ákvarðanir   um kaupstaðina 6 árið […]

Föstudagur 25.04 2014 - 11:45

Síðari hluti 18. aldar, kaupstaðarréttindi – Þéttbýlismyndun á Íslandi

Hér kemur þriðji hluti umfjhöllunnar Sigurðar Thoroddsen um síðbúna þéttbýlismyndun á Íslandi. Þar fjallar hann um einstaka kaupstaði á landinu og þróun þeirra. Að ofan er uppdráttur af reykjavík frá árinu 1903. Upprátturinn birtist í aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-1984. Þá bjuggu í höfuðborginni tæplega  6 þúsund manns. Þetta er stuttorð og mjög fróðleg umfjöllun um  þróun […]

Fimmtudagur 24.04 2014 - 13:08

Þéttbýlisþreifingar – Síðbúin þéttbýlismyndun

  Hér kemur annar hluti samantektar  Sigurðar Thoroddsen arkitekts um þéttbýlismyndun á Íslandi þar sem hann veltir fyrir sér sér þéttbýlisþreifingum sem fram fóru frá 13. öld fram á miðja 18. öld.: ***** Í þessum kafla er  fjallað  um þéttbýlisþreifingar frá 13. öld til miðbiks  18.  aldar,  en upp úr því fer að rofa til […]

Þriðjudagur 22.04 2014 - 14:41

Síðbúin þéttbýlismyndun – Vistarband og fl.

  „Síðbúin  þéttbýlismyndun“  er samantekt um skipulagsmál eftir Sigurður Thoroddsen arkitekt. Þetta er einkar áhugaverð yfirferð um sögu búsetu á Íslandi frá öndverðu og spurt er hvers vegna þéttbýli myndaðist ekki fyrr hérlendis en raun ber vitni.  Að baki samantektarinnar liggur mikil rannsóknarvinna og þekking sem ekki hefur verið lögð fram með þessum hætti áður svo ég viti […]

Föstudagur 11.04 2014 - 11:54

Nýr og Betri Borgarbragur

  Félagsskapur sérfræðinga sem nefnist Betri borgarbragur  skilaði af sér rannsóknarvinnu um skipulags- og umferðamál í Reykjavík nú í vikunni. Því miður gat ég ekki verið á staðnum en ég hef fylgst með hópnum úr fjarlægð og skrifað allmarga pistla um verkefnið eftir framvindunni. Af tilefni skilanna birti ég hér tvö myndbönd. Annað sem er unnið […]

Þriðjudagur 08.04 2014 - 01:39

Kvosin – staðarandi -Austurhöfn

Fyrir tæpum 99 árum brann mikill hluti Kvosarinnar í Reykjavík. Þetta var 25. apríl 1915.  Síðan þá hefur verið nánast stöðug umræða um framtíð svæðisins og margvísleg sjónarmið verið uppi á borðum. Mér fannst og finnst enn að menn hafi ekki gert betri greiningu á staðaranda Kvosarinnar í skipulagsvinnu en í deiliskipulagstillögu Dagnýjar Helgadóttur og […]

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn