Sunnudagur 18.08.2013 - 00:58 - 3 ummæli

4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024

 Hér birtist fjórði hluti umfjöllunnar Sigurðar Thoroddsen um flugsamgöngur og skipulagsmál.  Á morgun verður fjallað um samkepni um skipulag í Vatnsmýrinni og fl.

adalskipulag_framhlid-3

Aðalskipulagi  Reykjavíkur 2001-2024

Í Aðalskipulagi  Reykjavíkur 2001-2024, sem staðfest var 20. desember 2002/10. janúar 2003 segir efnislega: Á árunum 2001-2016  er gert ráð fyrir að flugbraut (06-24)  sem stefnir til norðausturs-suðvesturs, verði lögð niður, en að það verði ekki gert fyrr en að tryggt verði að flugbraut með sömu stefnu verði opnuð á Keflavíkurflugvelli þ.e. flugbraut  07-25.   Eftir 2003 verði kennsluflug flutt á nýjan  flugvöll í nágrenni Höfuðborgarsvæðisins.  Á síðari hluta skipulagstímabilsins 2016-2024 er hinsvegar gert ráð fyrir að einungis austur-vestur braut (13-31) verði notuð,  og lengstu flugbrautinni,   norður-suður braut (01-19) hafi  verið lokað,  og landið tekið undir almenna byggð að undangenginniskipulagssamkeppni.

Í Svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins  2001- 2024 sem  staðfest var 20. desember 2002,   segir eftirfarandi um framtíð Reykjavíkurflugvallar: Gert er ráð fyrir að flugvellinum verði lokað árið 2016.  Ennfremur að samvinnunefndin hafi látið gera athugun á framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar, en án  niðurstöðu.  Vitnað er í kosningu  meðal íbúa Reykjavíkur um framtíð miðstöðvar innanlandsflugsins sem haldin var 17. mars 2001,  og að niðurstaðan hafi verið  að flugvöllurinn verði lagður niður í síðasta lagi 2016.

Til skýringar skal þess getið að kjörsókn var einungis um 37% og voru 14.913 samþykkir  flutningi vallarins en 14.529 á móti. Munurinn var því aðeins 384 atkvæði auk þess sem að kosningin var ekki marktæk,  þar sem kosningaþátttakan var undir því viðmiði sem borgarstjórn setti til að kosningin væri bindandi, en það var að kjörsókn yrði 75% eða ef 50% atkvæðisbærra manna greiddi atkvæði á sama veg. 

Í svæðisskipulaginu eru engu að síður  tekin mið af atkvæðagreiðslunni og gert ráð fyrir að flugvallarstarfsemi á svæði Reykjavíkurflugvallar  víki í áföngum og að íbúðarbyggð og atvinnustarfsemi aukist að sama skapi. Gert er ráð fyrir að helmingur flugvallarsvæðisins verði fullbyggður 2024 en hinn hlutinn  eftir það.  Samkvæmt svæðisskipulaginu er m.ö.o. gert ráð fyrir að flugstarfsemin hverfi að öllu leyti af svæðinu.  

Í tillögu að Aðalskipulagi  Reykjavíkur 2010-2030 sem nú er í kynningu, segir efnislega  eftirfarandi:  Í Vatnsmýrinni felst einstakt tækifæri að gera Reykjavík að betri borg. Gert er ráð fyrir þéttingu núverandi byggðar og yrði Vatnsmýrin eitt aðal þéttingarsvæðið,  sem þýðir að  Reykjavíkurflugvöllur verður  lagður niður í áföngum,  þannig að  á árinu  2030 verði búið að byggja 3600 íbúðir í Vatnsmýri,   auk þjónustustarfsemi. En þetta er byggð sem á fyrst og fremst að tengjast  miðborginni. Ekki kemur fram endanlega hvar miðstöð innanlandsflugs eigi að vera,  nema ef vera skyldi á Hólmsheiði. Fram kemur einnig í greinargerð,  að starfsleyfi Reykjavíkurflugvallar renni út 6. maí 2016.

Myndin efst í færslunni sýnir Aðalskipulag Reykjavíkur 2001-2024

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Flugvöllurinn verður lagður niður.

    Get over it.

    • Á. Gunnarsson

      Ekkert lýsir rókþrotum andstæðinga flugvallarins betur en ummæli Páls að ofan. Hvernig er hægt að skrifa svona undir jafn upplýsandi og málefnalegri grein? Hafa andstæðingar ekkert veigameira til að leggja til málanna?

  • Hvernig dettur fólki í hug að byggja aðalskipulag/deiliskipulag á svokölluðum vilja almennings sem fram kom í algerlega ómarktækri atkvæðagreiðslu eins og hér er svo vel lýst?

    Ef eitthvað er ófaglegt þá eru það þau rök sem styðjast við þessa atkvæðagreiðslu frá 17. mars 2001.

    Minni á undirskriftarlistann sem nú er í gangi hér:

    http://www.lending.is/

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn