Þriðjudagur 20.08.2013 - 08:27 - 7 ummæli

6. Bygging flugvallar á Hólmsheiði og flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur til bráðabirgða

 

Hér kemur hluti umfjöllunar Sigurðar Thoroddsen sem fjallar um flugvöll á Hólmsheiði og flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur.

bilde1

-Bygging flugvallar á Hólmsheiði og  flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur til bráðabirgða

Gefum okkur að ákveðið verði að leggja Reykjavíkurflugvöll niður, fjarlægja þau  mannvirki sem þar eru,  og  afhenda flugvallarsvæðið öðrum til afnota  og að byggja nýjan  flugvöll á Hólmsheiði fyrir það fjármagn sem fengist fyrir sölu lóða í Vatnsmýrinni, að þá  má gera ráð fyrir  að lóðasölurog uppbygging í mýrinni taki mörg  ár.  Hinsvegar er  ljóst,  að um leið og byggingarframkvæmdir í mýrinni hefjast,  muni fljótlega þurfa að draga úr flugstarfseminni þar,  eða  að   leggja hann alfarið af og  flytja innanlandsflug til bráðabirgða til Keflavíkurflugvallar,   meðan ríkissjóður  væri að byggja nýjanflugvöll á Hólmsheiði. Þannig  myndi  myndast áralangt millibilsástand í framkvæmdum.

Bygging nýs flugvallar tekur  langan tíma,  hugsanlega 5-10 ár og kostar  stórfé, og   málið er að flugvelli  er ekki hægt að byggja og  taka í notkun í áföngum. Til að uppfylla alþjóðareglur og kröfur um öryggi þarf að klára flugbrautarkerfið  að öllu leyti,  áður en það er tekið í notkun. Ennfremur  að koma  fyrir aðflugsbúnaði,  reisa flugskýli ,  slökkvistöð, flugturn, eldsneytisafgreiðslu o. fl.

Á Hólmsheiði þarf að færa til   stofnlögn hitaveitu og setja háspennulínu, sem nú er um svæðið,   í jörð. Þess má einnig geta að íbúar í nágrenni Hólmsheiðar hafa þegar  látið í sér heyra,  þó hugmyndin sé aðeins á pappír,  og telja þeir  að truflun verði af starfseminni. Benda má á  að nýtt ríkisfangelsi  sem nú er í byggingu,  yrði  við enda einnar flugbrautarinnar, þannig að ekki boða þessar  hugmyndir  góðar undirtektir. 

Á meðan þetta millibilsástand varir, hugsanlega nokkur ár,  þyrfti að leggja  í töluverðan kostnað við að breyta flugstöð Flugstöð Leifs Eiríkssonar  til bráðbirgða,  þannig að millilanda- og innanlandsflug verði aðskilið.  Ennfremur þyrfti að opna flugbraut 07-25  með  ærnum tilkostnaði,  en hún er nauðsynleg fyrir flugvélar í innanlandsflugi   vegna lendinga  í hvassri suðvestan átt. 

-Flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur 

Flugmálayfirvöld og miðstjórnarvaldið hafa margoft  lýst því yfir, að verði Reykjavíkurflugvöllur lagður af  muni  innanlandsflug óhjákvæmilega flytjast alfarið til Keflavíkurflugvallar, því það sé  ekki raunhæft að byggja nýjan flugvöll á Hólmsheiði,  vegna mikils kostnaðar,  auk þess sem að svæðið sé í 135 metra hæð yfir sjávarmáli og veðurskilyrði  þar verri en í Vatnsmýrinni,  sem er í aðeins 14 metra hæð. Verði innanlandsflug  endanlega flutt til Keflavikurflugvallar, mun þurfa að gera breytingar á  Flugstöð Leifs Eiríkssonar  og opna flugbraut 07-25 með ærnum tilkostnaði. En þessar framkvæmdir yrðu varanlegar og til framtíðar.

Að sögn flugmálayfirvalda mun  flutningur til Keflavíkur þýða mikinn  samdrátt í innanlandsflugi, en ýmsar stofnanir og þjónusta í Reykjavík munu hinsvegar sjá marga kosti við að flytja starfsemi sína til Suðurnesja.

Myndin efst í færslunni sýnir aðstæður við flugvöll á Hólmsheiði

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Stefán Benediktsson

    Ef ríkið ræðst í byggingu Hólmsheiðarflugvallar verður örugglega hægt að semja svo við Rvk að ekki þurfi að flytja innanlandsflug á meðan. Með því að lengja aðalflugbraut á Hólmsheiði í 2,5 km má ná sama öryggi og á Rvkflugvelli eða meira.

  • Víðir Gíslason

    Hilmar,
    Takk fyrir að birta þessa ágætu og upplýsandi pistla Sigurðar.
    Smá viðbót varðandi það sem nefnt er með háspennulínu og Hólmsheiði.
    Þetta er mun viðameira en að jarðsetja eina háspennulínu.
    Leggja þyrfti niður tengivirkið við Geitháls vegna truflanahættu fyrir aðflug að Hólmsheiðarflugvelli.
    Byggja þyrfti nýtt tengivirki fyrir höfuðborgarsvæðið við Sandskeið, með tilheyrandi flutningi háspennulína og jarðstrengja.
    Þetta er milljarðadæmi sem hingað til hefur ekki verið reiknað inn í kostnað við Hólmsheiðarflugvöll.
    http://www.visir.is/verdur-ad-rifa-spennuvirki-a-holmsheidi/article/2013130319624

  • Ojæja, Alþingi er fyrir enda einnar brautar, Landspítalinn annarrar og HÍ og HR í næsta nágrenni svo varla er það of mikið á nokkra fanga lagt að vera nærri flugvelli á Hólmsheiði.

  • Anna Th. Rögnvaldsdóttir

    Hvað sagði mannanafnanefnd við Hjöeyfi?

  • Hjöeyfur

    Kristján!
    Og frá hagsmunum viðskiptalífsins á landinu öllu á hann að vera.

    Af gögnum aðalskipulagsins sést að ein ástæðan fyrir því að leggja hann niður er að plástra stæsta skipulagsslys sögunnar og reyna að tengja HR við borgina og HÍ

  • Gunnarsson

    Lending.is

  • Kristján Guðmundsson

    Þessi umræða fjallar auðvitað um hvort flugvöllurin eigi að fara eða vera.

    Frá minni bæjarhellu lítur þetta svona út:
    1. Fra hagsmunum borgarskipulags Reykjavíkur þá á hann að fara
    2. Frá hagsmunum borgarskipulags höfuðborgarsvæðisins á hann að vera.
    3. Frá hagsmunum landsbyggðarinnar á hann ap vera.
    4. Út frá fjármálum ríkisins á hann að vera.
    5. Séð frá fjárhagslegum hagsmunukm húsbyggjenda og kaupenda á hann ap vera.
    6. Frá hagsmunum sjúkra á hann að vera.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og tveimur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn