Fimmtudagur 06.03.2014 - 23:02 - 9 ummæli

70 manns, 3 ferðamátar: AR 2010-2030

 

Síðssumars 2010 stóðu Samtökin um bíllausan lífsstíl fyrir skemmtilegri tilraun á Melhaganum. Þar mættu  alls 70 manns til sérstakrar myndatöku. Þau lokuðu götunni, færðu bílana burt og stilltu sér svo upp með þrennskonar faratæki fyrir aftan sig.  Í fyrsta lagi einkabíla fyrir  70 manns. Í öðru lagi einn strætó sem tekur auðveldlega 70 manns og að lokum  reiðhjól fyrir 70 manns.

Myndin að var tekin í tengslum við málþing sem haldið var undir yfirskriftinni „Myndum borg“ um miðjan september 2010.

Fyrirlesarar voru sjö sem nálguðust efnið hver með sínum hætti en voru sammála um að stefna að betri, grænni borg til þess að bæta hana og gera skemmtilegri.

„Samgöngurnar eru sóknarfæri Reykvíkinga í grænu málunum, lýðheilsa eykst og umhverfið batnar,“ sagði Jón Gnarr borgarstjóri þegar hann setti málþingið. Hann dró upp mynd af borginni þar sem 40% borgarbúa færu til og frá staða gangandi, hjólandi, í strætó eða samferða öðrum í bíl. „Hvernig yrði þá um að litast?“ spurði hann. Þessi hugmynd Jóns um samgöngur sem sóknarfæri í grænum málum er nú komin inn í AR 2010-2030.

„Taka þarf upp hverfaskipulag, færa skipulagsvinnuna út í hverfin, nær notandanum sem jafnframt er greiðandinn,“ sagði Ólafur Mathiesen arkitekt og lagði jafnframt áherslu á að allir þyrftu að vinna saman, þvert á flokka, þvert á öll svið. Hugtakið hverfaskipulag er verkfæri til að vinna að sjálfbærni og nefndi Ólafur nokkra þætti sem í því felast t.d. ferðamynstur, tenging við opin rými og torg, starfsemi og hvernig tekið er tillit til óska og þarfa íbúa. „Árangursríkt hverfaskipulag byggir á gagnvirku samráði við íbúa og markvissri samvinnu „þvert“á sérfræðigreinar,“ sagði Ólafur.

Þessi hverfaskipulagshugmynd er nú komin á fullt skrið í reykjavíkurorg. Hér er slóð að glærum hans: Glærur úr fyrirlestir Ólafs Mathiesen

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi sem er einn þeirra sem átti frumkvæði að ljósmyndinni að ofan sýndi svart á hvítu hversu mikið pláss mismunandi ferðamátar taka og sagði. „Ef við greiðum ekki götu þeirra sem vilja ferðast á hjóli eða í strætó, þá er ekkert val um samgöngumáta í borginni,“ Gísli Marteinn var virkur í gerð AR 2010-2030 og sést þess greinileg merki í skipulaginu þar sem áhersla hefur farið frá einkabílnum yfir til strætó og hjólreiða.

Myndbandið má sjá á eftirfarandi slóð: Myndbandið Myndum borg

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra var einn ræðumanna  á málþinginu og ræddi um áhrif vistvænna samgangna í hnattrænu samhengi og um nýja samgöngusamninga við starfsfólk í Umhverfisráðuneyti og Páll Hjaltason formaður skipulagsráðs Reykjavíkur fjallaði m.a. um almenningsrými. Sigrún Helga Lund frá Samtökum um Bíllausan lífsstíl og Bergur Ebbi Benediktsson lögfræðingur fluttu einnig erindi á málþinginu.

Það er gaman að rifja þetta upp nú af því tilefni að nýtt aðalskipulag Reykjavíkur hefur verið samþykkt.

Það er ekki nokkur vafi í mínum huga að þetta málþing hafði áhryf á aðalskipulagsvinnuna sem þá var í gangi og er ný lokið. Ég heyri á mörgum að þeir líta ýmsa aðgerðarsinna og grasrótaramtök hornauga.  Þeim finnst aðgerðarsinnar og þeir sem hafa skoðanir þvælast fyrir. Það er óþarfi. Réttara vær að líta á þetta fólk sem samstarfsaðila skipulagsyfirvalda. Án þeirra fórnfúsa sjálfboðastarfs væri ekkert aðhald og skipulagsmálin í slæmu umhverfi. Borgin og sveitarfélög almennt eiga að líta á gagrýnendur sem samstarfsaðila sína. Þeir eiga að þakka öllm sem leggja á sig að segja sína skoðun og svara þeim málefnalega með þakklæti og fullri virðingu. Þeir borgarar sen nýta sér tækifæri til athugasemda við skipulagsáætlanir eru gegnir borgarar sem ber að þakka. Þeir eru fulltrúar þeirra sem óska eftir samtali og samráði við meðborgara sína og fulltrúa þeirra i sveitarstjórnum og borgarstjórn.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Íbúi í Úlfarsárdal

    Og hvert á ég eiginlega að hjóla? Þetta hjólakjaftæði lattélepjandi fíflanna í 101 og 104 er orðið fremur leiðigjarnt. Það er meira að segja fullt af hræsni!

  • Þorlákur

    Varðandi #1 athugasemd Hilmars, mjög svo réttmæta, spyr ég í framhaldi af hans:

    Til hvers eiga arkitektar að vera að borga árgjöld í handónýtt félag,
    félag þar sem framkvæmdstjórinn „les salinn“, sem leikstjóri trúðasýningar, fer því næst, að því er virðist markvisst vitlaust með nöfn þeirra félaga sem vilja skjóta inn í umræðuna smá gagnrýni á félagsfundum.

    Er það leið leikstjórans til að örva umræðuna, að gera lítið úr þeim félögum sem gagnrýna, að kalla t.d. konu sem heitir t.d. Halldóra, „fyrirgefðu hvað heitir þú eiginlega, þú ert ekki á dagskrá, heitir þú Hallgerður?“ (hláturspískur heyrist frá stjórnmeðlimum). Geðslegt eða hitt þó heldur.

    Nei, því miður ganga félagsfundir AÍ að mestu út á fylgja handriti framkvæmdastjórans (og meðhöfundanna í stjórninni). Það er ekki vænleg leið til opinnar og lifandi og gagnrýninnar umræðu og þó ættu tímarnir aldrei að vera réttari en einmitt nú, að eiga líflega og lýðræðislega umræðu um það hvernig sem flestir arkitektar landsins (sem lepja nú margir dauðann úr skel (stjórninni er drullusama enda flest starfsmenn eins byggingarfyrirtækis út í bæ)) geti komið góðum hugmyndum sínum fram og til umræðu á fag(?)félagsfundum AÍ.

  • Hafþór

    Skipulagið er á réttri leið en vissulega eru þeir sem tjá sig litnir hornauga. Það er ekki sanngjarnt… og þjónar ekki málstaðnum.

  • Fylgist þið ekki með?
    „Fyrirséð er að Strætó bs. anni ekki eftirspurn haldi farþegum áfram að fjölga líkt og verið hefur undanfarin ár. “

    http://m.visir.is/forsida/Frett?ArticleID=2014701249947

  • Magnús Birgisson

    …það reyndar vantar fjórðu myndina sem sýnir 70 strætisvagna í röð sem er akkúrat það pláss sem tómir vagnar taka í umferðinni þar sem þeir ferðast á milli stoppistöðva í von um að þar leynist fólk sem hafi áhuga á að taka sér far.

    • Jón Eiríksson

      Magnú er skondinn.
      Hann bendir á vanda sem er fyrir hendi.
      Reykvíkingar vilja bara ekki ferðast með almenningsflutningatækjum heima hjá sér en taka þeim fagnandi þegar þeir fara erlendis.

  • G. Helga.

    Sagt er að um 40% landrýmis borgarinnar séu frátekið fyrir götur í borginni og helgunarsvæði þeirra. Önnur 10% eru vegna bílastæða.

    Það segir að helmingur landrýmisins er ætlað einkabílnum!!

    Höfum við efni á þessu?

  • Hilmar Þór

    Varðndi samráð við borgara og samskipti við þá sem leggja skipulagsyfirvöldum lið með því að senda inn athugasemdir þegar mál eru í lögformlegri kynningu vil ég bæta því við að mér finnst skorta skilning á samfélagslegri ábyrgð almennt.

    Samfélagsleg ábyrgð þekkist varla hér á landi. Hvorki hjá einstaklingum, fyritækjum né stofnunum. Samfélagsleg ábygð (t.a.m.kyningarferli) hefur þurft að setja i lög. Það ætti að vera óþarfi, svo sjálfsagt sem það er.

    Mér þykir t.a.m. kollegar mínir sýna jafnvel ámælisverðan skort á samfélagslegri ábyrgð. Þeir hafa menntunina og þekkingna(flestir). Ef þeir væru virkari í umræðunni og tjáðu sig um fyrirhugaðar framkvæmdir væri borgarlandslagið að líkindum öðruvísi en við þekkjum.

    Ég ætla ekk að nefna nein dæmi. Kollegar mínir þekkja þau.

    Kollegar mínir eiga líka að sinna skyldu sinni og upplýsa fólk þannig að umræðan verði faglegri og skiljanlegri leikmönnum.

    Arkitektar upp til hópa eru óvirkir hvað þetta varðar. Það er umhugsunarvert. Maður spyr sig hversvegna svona er komið fyrir þeim?

    Arkitektafélagið efnir t.a.m. ekki tl málþinga um stefnur í skipulags eða byggingamálum. Eða einstakar umdeildar framkvæmdir.

    Það er synd!

    Kannske er þetta framtaksleysi….eða kannski kjarkleysi?

    • Eiríkur

      Flest mistök í skipulagi eru hvorki gerð af kunnáttuleysi né einhverjum slæmum ásetningi. Þetta eru bara mannleg mistök. Klapparstígur/Skúlagata (síðasti pistill) er liklega vegna þess að aðilar hafa ekki áttað sig á mikilvægi sjónlínunnar.

      Svoleiðis mistök eru alltaf að gerast og eru skiljanleg. En ef umræðan væri opnari og aðgengileri (ekki bara á vinnustofum arkitekta og í nefndum og ráðum) þá hefði þetta komið fram og menn tekið afstöðu. Ef bent hefði verið á þessa sjónlínuskerðingu þá hefði verið tekin meðvituð ákvörðun um að þyrma sjónlínunni eða skerða hana. Þannig þarf að taka ákvarðanir í skipulagi og ölu öðru…meðvitað og upplýst.

      Arkitektar eru óvirkir. Eina fagstéttin sem hefur menntun til þess að upplýsa almenning.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn