Sunnudagur 14.02.2010 - 19:14 - 2 ummæli

Á Stofunni arkitektar – Kynning

Lækjarskoli - photo 1

Á Stofunni arkitektar er rekin af tveim skólafélögum frá Konunglegu listaakademíunni í Kaupmannahöfn og hafa þeir rekið hana í meira en 30 ár. Á teiknistofunni hafa verið  hannaðir hundruð þúsunda fermetra í margskonar byggingum.

Teiknistofan hefur unnið til verðlauna og viðurkenninga í 35 samkeppnum ýmiskonar, þar af hefur stofan hafnað í efsta sæti 19 sinnum.

Meðal verkanna eru þrjár heilbrigðisstofnanir, þrír framhaldsskólar og þrír grunnskólar og á annann tug leikskóla sem hefur verið byggt. Auk þess liggja eftir stofuna fjöldi samkeppnistillagna af stórum húsum og smáum.

Meðal verka Á Stofunni arkitekta má nefna Grafarvogskirkju,  allar byggingar Sunnuhlíðar í Kópavogi, byggingar á Reykjalundi, Iðnskólann í Hafnarfirði, Borgarholtsskóla, Sunnulækjarskóla á Selfossi, uppbyggingu á Litla Hrauni , Hraunvallaskóli í Hafnarfirði og fjölda bygginga fyrir einstaklinga og fyritæki um land allt.

Hjálagt eru myndir af Lækjaskóla í Hafnarfirði sem teiknistofan vann í opinni arkitektasamkeppni fyrir nokkrum árum. Skólinn var tilnefndur árið 2005, til virtustu verðlauna í byggingarlist í Evrópu, Mies van der Rohe verðlaunanna.

Á Stofunni er dæmi um fyrirtæki í arkitektaþjónustu sem hefur ekki burði til þess að vera ábyrgðaraðili í samkeppni um hönnun nýs Landspítala Háskólasjúkrahúss að mati þeirra sem sömdu forvalsgögnin. Þó svo Á Stofunni hafi komið að og hannað þrjár heilbrigðisstofnanir  þá hefur stofan ekki náð að koma þeim upp í 500 sjúkrarúm hverri fyrir sig á síðustu 10 árum eins og óskað er eftir í gögnunum. Teiknistofan telur einnig fráleitt að afsala sér höfundarrétti eins og krafist er í samkeppni um LHS við Hringbraut.

Þetta er fyrsta færslan af nokkrum þar sem kynntar eru íslenskar arkitektastofur. Á stofuni arkitektar standa nærri mér og er valin fyrst vegna þess að ég hef aðgang að myndefni  af verkum hennar á tölvu minni.

Lækjarskoli - photo 2.

 

BloggTimburveggur

 

Lækjarskóli - view towards the south-east end of the building

Höfundar Lækjarskóla eru Finnur Björgvinsson, Hilmar Þór Björnsson og Sigríður Ólafsdóttir arkitektar. Ljósmyndari er Guðmundur Ingólfsson.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Skólinn er mjög flottur og passar að mínu mati vel inn í það svæði sem hann er á.

  • Jon B G Jonsson

    Það er mjög þarft verk að kynna ísl.arkitektastofur. Takk fyrir

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn