Sunnudagur 17.04.2011 - 22:58 - 5 ummæli

Af hverju stjörnuarkitekta?

Jacques Herzog (fæddur 1950) er einn af eftirsóttustu arkitektum heimsins með öllu sem því tilheyrir. Sannkallaður stjörnuarkitekt. Fly-in fly-out arkitekt með heiminn undir. Teiknistofa  þessa svissneska arkitekts er ekki með heimasíðu en þrátt fyrir það hafnar hann fleiri verkefnum en hann tekur að sér.

Í nýlegu viðtali við Svenska Dagbladet (17. nóvember s.l.) segir hann að ástæðan fyrir vinsældum stjörnuarkitekta  sé  að þeir opni hurðir. Þegar stjarnan stígur á sviðið opnast möguleikar sem öðrum eru lokaðir. Þegar stjörnuarkitekt er ráðin til verka hætta stjórnmálamenn og borgarar að hugsa og samþykkja það sem er á borð borið. Þetta telur hann meginástæða fyrir vali störnuarkitekta.

Nærvera stjarnanna  lamar fólk.

Herzog segir í viðtalinu að hann hati persónulegan stíl og áréttar að allar byggingar eigi að taka mið af umhverfi sínu frekar en að bera sterk höfundareinkenni arkitektsins. Hvort húsið sé ferkantað eða sívalt á ekki að vera ákvörðun höfundarins eða vegna duttlunga hans, heldur á byggingin að vera viðbrög við umhverfinu.

Hjálagt er mynd af Herzog kinnfiskasognum og  nauðasköllóttum auk mynda og myndbands af nýjustu verkum hans. Tate Modern í London, ólympíulekvangnum í Peking og neðst er ljósmynd frá Stokkhólmi ásamt tölvumyhnd af byggingu sem stjörnuarkitektinn er að teikna í borginni.

Maður veltir fyrir sér hvort Herzog skilji hvað hann sjálfur segir þegar hann heldur því fram að bygging eigi ekki að hafa höfundareinkenni heldur vera viðbrögð við umhverfinu!

Ljósmynd frá Stokkhólmi sem gefur vísbendingu um anda staðarins.

Nýbygging Herzog sem að mati höfundar endurspeglar anda höfuðborgar Svíþjóðar.

http://channel.tate.org.uk/audio/80074748001

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Hilmargunn

    Það er engin tilviljun að Herzog De Meuron séu svona stórir eins og raun ber vitni. Ég dáist af verkum þeirra þó svo að þeim takist misvel upp eins og öllum öðrum.

  • Ef arkitektúr snýst um að gera umhverfið skemmtilegra, og láta íbúum líða vel….

    …þá er góð jarðtenging ásamt fljúgandi ímyndarafli góð blanda.

  • stefán benediktsson

    Sko Hilmar! Við lærum að greina, mæla, meta, móta og teikna og svo lærum við óbeint að selja. Bómullarumhverfi háskóla býr til einskonar pissukeppni í bulli við réttlætingu á lausnum. Svo heldur maður þessu áfram eftir að út á markaðinn er komið og fjöldinn allur af fólki kaupir það.
    Dundi svaraði aðspurður um góðan arkitektúr að hann væri „að gera gott úr kassa“. „“Form follows function“ er skýrt og skorinort. Þú gengur framhjá húsi, horfir á glugga og hugsar“þarna er klósettið“, allt og sumt. Viðbrögð við umhverfinu, my foot, en arkitektúrinn getur verið skemmtilegur þrátt fyrir bullið eða bullið dregur gildið niður.
    Ef menn skoða Hörpuna núna er það mjög ljóst að húsm í vest hefði aldrei gert svona glervegg og þar einhversstaðar leynist“listin“.

  • Stjörnuarkitektar hafa völd umfram aðra arkitekta.

    Það gerir listasnobbið.

    Listasnobb er í öllum greinum listanna.

    Sjáið bara Hörpuna.

    Ef húsmóðir í vesturbænum hefði gert gluggana í Hörpunni með 17 unglingnum sínum sem er vel að sér í hornafræði þá hefði hið opinbera aldrei lagt í þá peninga.

    Listasnobbið opnar ekki bara dyr heldur líka gullkistur skattgreiðenda.

  • Svo fá stjörnurnar að gera allt sem þeim dettur í hug hvað vitlaust sem það er samanber REM í Singapore.

    Meira um stjörnuarkitekta hér:

    http://blog.eyjan.is/arkitektur/2009/10/19/varist-stjornuarkitekta/

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn