Mánudagur 23.01.2017 - 17:16 - 4 ummæli

Ágætt dæmi um aðlögun að eldri byggð.

rsvujtkb-0606

 

Það er ánægjulegt þegar maður verður þess var að skipulagshöfundar vinna deiliskipulag á forsendum þess sem fyrir er. Dæmi um það er nýlegt skipulag á reit sem afmarkast af Laugavegi, Vegamótastíg, skólavörðustíg og Bergstaðastræti. Skipulagið nær einkum til húsanna Laugavegur 12b og 16, staðgreinireitur er 1.171.4

Eins og sést á myndinni efst í færslunni er um að ræða hús milli Bergstaðastrætis og Vegamótastígs.  Þarna á myndinni er afar vel endurbyggt friðað hús sem stendur á horni Bergstaðastrætis og Laugavegar.  Benedikt Stefánsson byggði húsið að Laugavegi 12 árið 1903.  Árið eftir fékk hann leyfi til að byggja geymsluhús sunnan við hús sitt, sem síðar fékk númerið 1 við Bergstaðastræti, sem nú hefur einnig verið friðað. Höfundar taka mið af þessu húsi í skilmálum og setja kröfu um útlitshönnun þar sem stendur að „gluggaskipan og efnisval skuli falla vel að hinu friðaða húsi og götumynd Laugavegar“.

Þetta gerir það að verkum að fyrirhuguð  nýbygging á eystri hluta lóðarinnar Laugavegur 12b, þar sem nú stendur einnar hæða bygging (sem sennilega hefur einhverntíma verið Laugavegur 14) verði með svipaðri áferð og af svipuðum gæðum og friðaða hornhúsið. Lagt er til að að vestara húsið Laugavegur 12b sem er frá 1891 verði varðveitt og heimild gefin til þess að byggja eina hæð „ofan á það á forsendum núverandi húss„. Eystra húsið á lóðinni sem er frá 1913 má rífa og í þess stað má reisa nýbyggingu sem getur orðið 3 hæðir og kjallari. Af skýringarmynd og skilmálum má álykta að það hús verði í arkitektónisku samræmi við húsin tvö þar vestan við.

Efst er ljósmynd af Laugavegi 12 og Laugavegi 12B

Hér strax að neðan er skýringarmynd sem fylgir skipulaginu og neðst er skipðulagsuppdrátturinn í heild sinni.

fullsizerenderaaa

Líklegt er að fjögurra hæða nýbygginginsem hér er sýnd græn fái áferð sem verður fallegri og vandaðri en skilja má af skýringarmyndinni að ofan. Þarna sést líka hverni húsin trappa niður að friðuðu húsunum á horni Laugavegar og Bergstaðastrætis.

mynd

Að ofan er deiliskipulagið sem samþykkt var í borgarráði 19. mars 2015.  Með því að tvísmella stækkar hún.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Eyjólfur

    Hvernig er það eru bara hrós athugasemdir samþykktar hér?
    Rosalega er það dapurt.

    • Hilmar Þór

      Já hrós er mjög velkomið eins og fram hefur komið og sést bæði í pistlum og athugasemdum.

  • Það er ánægjulegt til þess að vita að skipulagshöfundar skipuleggi á forsendum þess besta sem fyrir er. Hér taka þeir mið af besta húsinu á svæðinu sem er auk þess friðað og mikil bæjarprýði. Þeir hefðu eins getað tekið mið af Laugavegi 16 eða Máli og Menningu á Laugavegi 18. Þannig hefði niðurstaðan getað orðið önnur þó á sömu forsendum sé.

  • S. Ólafsdóttir

    Vonandi rífa þeir ekki Laugaveg 12b óvart!!!!!!!!!

    Ég man eftir Ingólfi sem rak sjoppuna þarna í 12b og kona hans rak hattabúð við hliðina.

    Svo bjuggu þau gömlu hjónin á efri hæðinni.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn