Fimmtudagur 26.04.2012 - 14:39 - 4 ummæli

Áhugaverður fyririlestur Steven Holl

 

Hér er fyrirlestur sem Steven Holl hélt í Harvard í byrjun mánaðarins.

Sjálfur fyrirlesturinn tekur tæpan hálftima. Síðan eru umræður í klukkutíma.

Holl sýnir þarna nokkur verka sinna frá frumskissu til fullbúinna húsa.  Hann sýnir vatnslitaðar fríhendisteikningar sem eru greinandi og taka á aðalatriðunum varðandi þau verk sem hann kynnir.

Á einum stað segir hann við nemendur í Harvard: “Verið ekki hlýðin“ og bætir við að þau skuli ekki fylgja húsrýmisáætluninni, hún væri hvort sem er oftast bara, „bag of bananas” (í því fellst nokkur sannleikur)

Hann leggur áherslu á  að byggingin innra sé mikilvægari en ytra útlit.

Þetta er eitthvað sem arkitektar þurfa að velta meira fyrir sér. Þeir eru oftast gagnteknir af útlitinu en setja rými, birtu og starfræna þætti innandyra í annað sæti.

Svo talar hann um “Architecture of music” en hann talar lítið um skipulagsmál sem er einmitt einkenni stjörnuarkitekta sem flestir eru sjálfhverfir og hafa litla tilfinningu fyrir staðarandanum.

Í framhaldi fyrirlestursins er samtal milli Steven Holl og Scott Cohen.

Cohen kallar það umræður meðan Holl vill meina að þetta sé yfirheyrsla. Samtalið er hispurslaust og skemmtilegt fyrir þá sem hafa verulegan áhuga á byggingarlist.

Efst í færslunni eru vatnslitamyndir eftir Holl sem birtar eru í nýrri bók sem heitir “Scale”.  Þar eru birtar vatnslitamyndir og skissur eftir arkitektinn. Bókin kemur út n.k. laugardag þann 28. apríl.

Hér að neðan er svo fyrirlesturinn.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Magnús Jónsson.

    Það má ekki gleyma því að Holl var fæddur 1947 og var því alinn upp á dásemlega frjóum tímum blómabyltingarinnar. Hann er ekki heimalainn hundur bandarískrar sýndarmennsku.

    Hann mótmælti og var óþekkur eins og hann óskar stúdentum nútímans að vera. Hann fór til Ítalíu og var þar um tíma og síðan til AA í London.

    Þetta er enginn félagslegur auli heldur virkur í umræðunni og svalur karl.

    Þessi uppruni frá vesturströnd USA og flakk um heimin og kjarkurinn að þora að segja að semkeppnislýsingar séu ekkert annað en poki af banönum gerir manninn að manni og meistara í sínu fagi.

    Hvar eru þessir menn í dag. Á kafi í friðþægingu bankabókanna sinna eða í kjöltu klíkunnar sinnar.

    P.S. gaman að sögu Hilmars Gunnarz

  • Það er alltaf gaman að lesa málefnalegar og upplýsandi athugasemdir frá Hilmari Gunnarz. Sagan af Holl og Kahn er skemmtileg. Svona eiga athugasemdir að vera

  • Hilmar Gunnarz

    Steven Holl er meistari ljóssins og hefur stúderað aðferðir Louis Kahn gaumgæfilega. Hann hefur gefið út að hann vinni ofan á aðferðir hans.

    Stuttu eftir útskrift sína, sótti Steven Holl um vinnu hjá Kahn. Hann var stuttu síðar boðaður í viðtal við Kahn á mánudegi. Þegar mánudagurinn rann upp, var honum sagt að Kahn hafi ekki skilað sér til vinnu síðan á föstudag og reyndar ekkert til hans spurst. Á miðvikudeginum kom það í ljós að hann hafi látist á bekk á brautarstöð og ekki verið borið kennsl á líkið fyrr en 4 dögum síðar. Ástæðan var sú að hann var tvígiftur og ferðaðist því aldrei um með skilríki, til að varna því að upp um hann kæmist. Örlögin urðu því til þess að Steven Holl fékk aldrei að vinna fyrir Kahn.

    Steven Holl vinnur mikið með fyrirbæri og upplifanir úr náttúrunni í arkitektúr sínum eins og ljós, vatn, uppgufun, endurvörpun ljóss, áferðir, lykt, svo eitthvað sé nefnt, ekki ólíkt Ólafi Elíassyni. Reyndar hafa þeir unnið saman einhvern tíma…

  • Þeir eru allir eins þessir stóru. Þeir hafa skýrs sýn og eru sérlega ánægðir með sjálfa sig

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn