Fimmtudagur 02.12.2010 - 09:07 - 1 ummæli

Amtsbókasafnið „The Movie“

Hjalti Þór Hreinsson starfsmaður Amtsbókasafnsins á Akureyri og áhugamaður um arkitektúr og kvikmyndagerð hefur gert stutta heimildamynd um safnið.

Þetta er vel gerð mynd sem hlaðin er sögulegum fróðleik um tilurð safnsins og byggingasöguna.  Ég birti hana hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Þarna er sögð merkileg saga um gott hús sem margir þjóðþekktir menn áttu aðlild að.

Af myndinni má draga þá álygtun að virkilega góð hús verði aðeins til ef góð samvinna og traust er á milli verkkaupa, arkitekts og verktaka.

Það er óhætt að mæla með myndinni sem er að líkindum brautryðjandaverk á þessu sviði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fimm? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn