Hjalti Þór Hreinsson starfsmaður Amtsbókasafnsins á Akureyri og áhugamaður um arkitektúr og kvikmyndagerð hefur gert stutta heimildamynd um safnið.
Þetta er vel gerð mynd sem hlaðin er sögulegum fróðleik um tilurð safnsins og byggingasöguna. Ég birti hana hér með góðfúslegu leyfi höfundar.
Þarna er sögð merkileg saga um gott hús sem margir þjóðþekktir menn áttu aðlild að.
Af myndinni má draga þá álygtun að virkilega góð hús verði aðeins til ef góð samvinna og traust er á milli verkkaupa, arkitekts og verktaka.
Það er óhætt að mæla með myndinni sem er að líkindum brautryðjandaverk á þessu sviði.
Óskandi væri eftir fleirum svona stuttmyndum um íslensk hús og arkitektúr