Miðvikudagur 06.02.2013 - 13:45 - 2 ummæli

Andrée Putman-Trendmaker

Hönnuðurinn Andrée Putman (1924-2013) átti sér óvenjulega sögu. Hún vakti ekki athygli að marki fyrr en hún var fengin til þess að hanna Morgan Hótelið í New York árið 1984, þá 59 ára gömul.  Verkefnum fór fjölgandi og stofnaði hún stofuna sína  “Andrée Putman Studio” árið 1997 og rak til ársins 2010, þegar dóttir hennar tók við.

Andrée Putman sem er kannski ekki mjög þekkt á norðurlönum og Engladi en vel þekkt engu að síður. Hún lést í fyrir hálfum mánuði á 88. áldurári.

Það sem vekur athygli er hversu seint á ævinni hún blóstrar í sínu starfi. Hún lærðu tónsmíðar á unga aldri og voru þær grunnurinn að hönnunarvinnu hennar. Þetta samrýmist því sem t.a.m Stravinsky og fleiri hafa sagt, að arkitektúr og tónlist eigi margt sameiginlegt. Því hefur verið haldið fram að “arkitektúr sé frosin tónlist”

Lífshlaup Putman skýtur einnig stoðum undir þá kenningu að litlu breyti hvar skapandi fólk grípur niður að ef það eru gott í einni listgrein þá á það auðvelt að tileinka sér aðra.

Hjálagt eru nokkrar myndir af verkum gömlu konunnar. Efst er mynd úr Morgan Hotel i New York. Öll verkin vann hún um og eftir eftir sextugt og flest um áttrætt.

Þetta eru mest verk fyrir einkaaðila, fallega gert og með sterk höfundareinkenni. Þetta eru fjölbreytt verk af marvíslegum toga, heimili, skrifstofur, verslanir, hótel og jafnvel innrétting Concordþotunnar.

Hún var „trendmaker“  sem svokallaðir „stjörnuarkitektar“ litu til og sjást áhrif hennar mjög víða í verkum arkitekta um allan heim.

Það má líka bæta því við að stjörnuarkitektar sem hafa haslað sér völl  hafa í raun sjaldnast haft nokkur teljandi áhrif til framfara á þeim stöðum sem þeir hafa slegið niður tjáldhælunum.

Enda kallðir „touch and go“ arkitektar milli manna.

Ég mæli með að áhugasamir skoði heimasíðu hennar. Slóðin er þessi.

http://studioputman.com

 

 

 

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • En Hilmar. Er það ekki einmitt þannig að arkitektum og listamönnum almennt fer fram með aldrinum? Aukinn þroski aukin dýpt.

  • Þessi kona hefur mótað ímynd SPA innréttinga nútímans. Hennar gætir bæði i Laugum og á Hilton.jafnvel líka á Laugarvatni og í Blue Lagoon.
    Er ekki tilefni til að arkitektar og innréttingahönnuðir skoruðu á ICELANDAIR að ráða islenska listamenn til að innrétta þotur sínar? Kannski samkeppni!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn