Laugardagur 30.04.2011 - 21:40 - 2 ummæli

Arkitektúr og grunnskólamenntun

Það eru margar leiðir sem hægt er að nota til þess að kenna börnum á umhverfið sitt.

Hægt er að samtvinna kennsluna með handmennt og myndmennt og fá börnin til þess að saga út reiti borgarhlutans sem þau eiga heima í og raða þeim svo upp í samræmi við veruleikann. Síðan má mála inn stofnanir og þjónustu. Krakkarnir gætu farið á staðin, teiknað húsin og skráð þannig upplifun sína. Síðan mætti biðja þau um að segja frá hvernig þau upplifa húsin og umhverfið munnlega og auka þannig tjáningarþroska þeirra og tungutak.  Já, arkitektúr gæti verið gott tæki til þess að þroska börn á grunnskólaaldri á margvíslegan hátt.

Myndin að ofan sýnir frönsk börn raða saman hverfinu sínu á nýjan hátt og á annan veg en raunin er. Kannski eins og þau hefðu viljað að borg þeirra liti út!. Þetta getur að auki orðið hið öflugasta pússluspil sem þroskar rýmis- og skipulagsgreind (!) barnanna.

Að neðan eru myndir af París, Berlin og New York þar sem reitunum er raðað upp samkvæmt veruleikanum annarsvegar og hinsvegar í einhverkonar röð eða reglu!

Sjá einnig:

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/04/13/arkitektur-i-grunnskolunum/#comments

Aðalnámsskrá grunnskóla er talað um hönnun og smíði annarsvegar og listgreinar hinsvegar slóðin þangað er hér:

http://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf/agalmennurhluti_2006.pdf

Þar er  hvergi getið opinberrar Menningarstefnu í mannvirkjagerð sem má finna hér:

http://www.fsr.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2616

PARÍS

BERLÍN

NEW YORK

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Ef þeir sem nú eru um fimmtugt hefðu fengið í barnaskóla kennslu í borgarumhverfisfræðum á borð við þá fræðslu sem hér er fjallað um liti höfuðborgarsvæðið öðruvísi út í dag. Það væri virkara þéttara og betra. Stjórnmálamenn og hagsmunatengdir ráðgjafar þeirra hefðu ekki komist upp með þetta. Borgarar almmennt væru upplýstir og hefðu komið í veg fyrir óráðsíuna sem er alla að drepa í dag, bæði fjárhagslega og hvað lyðheilsu varðar.

  • Maria Jóns

    Skemmtilegt, nauðsynlegt og framkvæmanlegt. Þetta er líka huggulegt og fallið til þess að styrkja samband heimilis og skóla.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn