Það eru margar leiðir sem hægt er að nota til þess að kenna börnum á umhverfið sitt.
Hægt er að samtvinna kennsluna með handmennt og myndmennt og fá börnin til þess að saga út reiti borgarhlutans sem þau eiga heima í og raða þeim svo upp í samræmi við veruleikann. Síðan má mála inn stofnanir og þjónustu. Krakkarnir gætu farið á staðin, teiknað húsin og skráð þannig upplifun sína. Síðan mætti biðja þau um að segja frá hvernig þau upplifa húsin og umhverfið munnlega og auka þannig tjáningarþroska þeirra og tungutak. Já, arkitektúr gæti verið gott tæki til þess að þroska börn á grunnskólaaldri á margvíslegan hátt.
Myndin að ofan sýnir frönsk börn raða saman hverfinu sínu á nýjan hátt og á annan veg en raunin er. Kannski eins og þau hefðu viljað að borg þeirra liti út!. Þetta getur að auki orðið hið öflugasta pússluspil sem þroskar rýmis- og skipulagsgreind (!) barnanna.
Að neðan eru myndir af París, Berlin og New York þar sem reitunum er raðað upp samkvæmt veruleikanum annarsvegar og hinsvegar í einhverkonar röð eða reglu!
Sjá einnig:
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2011/04/13/arkitektur-i-grunnskolunum/#comments
Aðalnámsskrá grunnskóla er talað um hönnun og smíði annarsvegar og listgreinar hinsvegar slóðin þangað er hér:
http://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf/agalmennurhluti_2006.pdf
Þar er hvergi getið opinberrar Menningarstefnu í mannvirkjagerð sem má finna hér:
http://www.fsr.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2616
PARÍS
BERLÍN
NEW YORK
Ef þeir sem nú eru um fimmtugt hefðu fengið í barnaskóla kennslu í borgarumhverfisfræðum á borð við þá fræðslu sem hér er fjallað um liti höfuðborgarsvæðið öðruvísi út í dag. Það væri virkara þéttara og betra. Stjórnmálamenn og hagsmunatengdir ráðgjafar þeirra hefðu ekki komist upp með þetta. Borgarar almmennt væru upplýstir og hefðu komið í veg fyrir óráðsíuna sem er alla að drepa í dag, bæði fjárhagslega og hvað lyðheilsu varðar.
Skemmtilegt, nauðsynlegt og framkvæmanlegt. Þetta er líka huggulegt og fallið til þess að styrkja samband heimilis og skóla.