Þriðjudagur 08.05.2012 - 15:07 - 8 ummæli

Barónsstígur og Laufásvegur-c.a. 1935 og nú

Hér koma fjórar áhugaverðar ljósmyndir eftir Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndara sem teknar eru á Barónsstíg og á horni Barónsstígs og Laufásvegar.

Þessum ljósmyndum fylgja litmyndir sem teknar voru á svipuðum stað í gær og eru dæmi um hvað trjágróður hefur breytt götumyndinni víða í Reykjavík á undanförnum áratugum.

 Efst er Mímisvegur  2 sem var byggt 1930.  Húsið er fjólbýlishús með tveim stigagöngum og var byggt í tveim áföngum. Á síðustu myndinni í færslunni sést hvernig það leit út hálfbyggt. Fyrir ofan Mímisveg 2 er Barónsstígur 80 sem er afar glæsilegt hús með  mansard þaki,  byggt 1932.

Mikilvægt er að tvísmella á gömlu myndirnar til þess að njóta þeirra betur.

Að ofan og neðan eru  myndir af horni Laugásvegar og Barónsstíg. Húsið á horninu er frá 1932 og er teiknað af  Ágústi Pálssyni arkitekt fyrir Hermann Jónasson.  Takið eftir lósastaurnum þar sem skrúfað hefur varið á skilti sem segir að þarna sé strætisvagnastoppistöð á bláhorninu. Bílarnir sem voru  tækniundur þessa tíma eru fáir. Göturnar eru breiðar og hugsaðar til langrar framtíðar.

Á myndunum að ofan er horft norðvestur Laufásveginn. Lengst til hægri sést í hús Águstar Pálssonar  og næst kemur hús eftir Sigurð Guðmundsson arkitekt fyrir Helga Guðmundsson bankastjóra. Það vekur athygli hvað íslendingar hafa verið fljótir til þess að tileinka sér tærann funktionalisma á þessum árum.

Að ofan er loks mynd af Mímisvegi 2 bókstaflega hálfbyggðu húsinu. Endilega að tvísmella á gömlu myndirnar til að njóta þeirra betur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Ólafur Gísli Reynisson

    Mikið eru ljósastaurarnir á gömlu myndunum fallegir. Það yrði mikil prýði af þeim hér í miðbænum fyrir götumynd og staðaranda.

  • Þetta eru mjög áhugaverðar myndir.
    Mér finnst líka áhugavert að á öllum gömlu myndunum sést fólk sem er á gangi ferða sinna, en á öllum nýju myndunum er enginn fótgangandi.

  • Óttalega líflaust og drungalegt án trjánna.

  • Þegar ljósmyndirnar eru stækkaðar sést hvað utanhússmálning hefur veðrast mikið. Sennilega hefur verið notað sementsbundið kalk á húsin. Eða hvað?

  • Þórður

    Ég er sammála MK Það er synd að loka þessi frábæru funkis hús frá götunni.

    Það væri gaman að sjá hlutfallið af funkishúsum á Íslandi samanborið við hús sömu gerðar í Evrópu. Sennilega höfum við verið í fararbroddi hvað þessa stefnu varðar hér á landi á fjórða áratugnum.

  • trjágróðursbylting.

  • Thad liggur vid ad madur finnist gøtumyndin fallegari an trjanna.

  • Þórður

    Ótrúlega flottar myndir sem sýna mikið meira en sýnist. Ég nefni litlu eyjuna þar sem göturnar mætast. Ég man eftir þessum eyjum sem áttu að koma í veg fyrir svokallaðar „borgarstjórabeyjur“ auk þess að vera áningarstaður fyrir þá sem ganga yfir götuna. Svo má í gríni nefna að danir kalla trjágróður „arkitektens tröst“ eða „huggun arkitektsins“ vegna þess að trjágróðurinn felur mistök arkitektsins eins og gröfin felur mistök læknisins:)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn