Miðvikudagur 23.10.2013 - 08:13 - 8 ummæli

Bauhaus í Dessau – nú gistiaðstaða!

526009efe8e44e32e9000001_bed-breakfast-bauhaus_thomas_lewandovski-530x726

Gömlu byggingarnar í Dessau sem hýstu Bauhaus skólann á sínum tíma eru einhverjar þær merkilegustu sem byggðar voru á síðustu öld. Þær voru og eru enn, ein helsta fyrirmynd nútíma byggingalistar. Þess utan voru í húsunum og á skólanum unninn einhver mestu afrek í sögu hverslags hönnunar og lista á öldinni sem leið.

Nú hefur húsið  verið gert upp frá grunni og allt sett í sem upprunalegustu mynd.

Þessi bygging sem er með þrem álmum á nokkrum hæðum var byggð á árunum 1925-1926 eftir uppdráttum  Walters Grobius  arkitekts sem allir unnendur byggingalistar þekkja.

Nú í þessum mánuðu var hið svokallaða “Prellerhaus” auglýst sem gistiaðstaða. Þetta eru um 25 herbergi þar sem áður bjuggu helstu snillingar lista á síðustu öld. Menn á borð við Klee, Kandinsky, Grobius, Breuer og marga fleiri.

Það kemur á óvart hvað gistingin er ódýr en herbergin eru leigð á 35-60 evrur nóttin með morgunmat. Skýringin á þessu hagstæða verði er sennilega að hluta sú að þarna eru takmörkuð þægindi miðað við nútíma hótel.  T.a.m. eru baðherbergi  inni í herbergjum  heldur sameiginleg fyrir nokkur herbergi eins og tíðkaðist fyrir 88 árum þegar byggingin var tekin í notkun.

Stuðst var við gamlar ljósmyndir þegar húsið var endurnýjað og herbergin voru innréttuð. Húsgögnin eru mörg hönnuð af kennurum og nemendum skólans á gullaldarárum hans.

Slóðin að gistingunni er þessi:

http://www.bauhaus-dessau.de/accommodation-inside-the-studio-building.html

Þetta er töfrandi bygging, sögulega séð, og ekki síður vegna sjálfrar byggingalistarinnar. Meðfylgjandi ljósmyndir lýsa bygginginni betur en mörg orð.

Hér eru færslur um svipað efni:

http://blog.dv.is/arkitektur/2009/12/09/mies-van-der-rohe/

http://blog.dv.is/arkitektur/2011/02/23/weissenhof-siedlung-1927/ 

Strax að neðan er ljósmynd af nokkrum þeim sem þarna störfuðu fyrir 90 árum.

meisteraufdembauhausdach_03

Þarna eru mennirnir í Bauhaus á þaki byggingarinnar í Dessau. Þessir menn mótuðu framtíðina og verk þeirra hafa stöðug áhrif á daglegt líf milljóna manna um allan heim. Frá vinstri: Josef Albers, Hinnerk Scheper, Georg Muche, László Moholy-Nagy, Herbert Bayer, Joost Schmidt, Walter Gropius, Marcel Breuer, Vassily Kandinsky, Paul Klee, Lyonel Feininger, Gunta Stölzl and Oskar Schlemmer. Takið eftir hvað þessir frmúrstefnulistamenn eru íhaldssamir í klæðburði….allir í jakkafötum og með hálstau ef eina konan, Gunta Stölzl, er undanskilin.

3019166-slide-11sbdprellerhausprellerhaus20100505yt6315„Prellerhaus“ þar sem nemar og starsfólk bjó. Þarna voru háir gluggar og allir höfðu svalir. Framúrskarandi hlutföll og áferð.

 1289303093-dsc6234-500x500

 1289303092-dsc6229-431x500

3019166-slide-08bhdprellerhaus20120131yt7896

3019166-slide-01sbdatelierzimmerneu20131007yt5913

3019166-slide-03sbdatelierzimmerneu20131007yt5919

3019166-slide-05sbdatelierzimmerneu20131007yt5931

Einu þægindin á þessu herbergi er handlaug með kaldavatnskrana. Á flestum herbergjum er aðgangur að heitu og köldu vatni.

3019166-slide-09sbdatelierzimmerneu20131002yt5867

 

 

3019166-slide-10sbdatelierzimmerneu20131004yt5881

3019166-slide-07bhdprellerhaus20090828bd2415

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Orri Ólafur Magnússon

    Fín umfjöllun um Bauhaus Dessau – hafðu þakkir fyrir.
    Alltaf jafn undrandi, hversu mikil birta ríkir innan dyra í Bauhausbyggingunum, allt andrúmsloftið heiðskírt, herbergjaskipanin opin og ytra byrði bygginganna án allra óþarfa útúrdúra. Hlutföllin í byggingunum „mennsk“ og augljóslega sniðin fyrir íbúana, hvorki of né van. Manni verður hugsað til sambýlishúsa frá þessum árum í Evrópu, þar sem hver einstaklingur fékk einungis örlítið „hólf“ ( þýska : „Kaninchenstall“ ) fyrir sig og húsin minntu fremur á virki en mannabústaði séð af götunni. Auðvitað megum við ekki gleyma því að á þessum árum var húsnæðisskortur um öll Vesturlönd, fjölskyldurnar barnmargar og einka( „prívat“)rými áreiðanlega af skornum skammti. Bauhaus var því eins konar ódáinsakur ( „Elysium“ ) fyrir örfáa fagurkera sem höfðu efni á því að hafa rúmt og bjart um sig.

  • Gnnar Gunnarsson

    Nú er ekkart annað að gera en að panta sér herbergi í þessu húsi sem hefur rutt veginn svo ítarlega og vel að nánast allir hafa siglt í kjölfarið í heila öld. Þessi „gardínuveggur“ var þvílíkt afrek árið 1925 og óskiljanlegt hvernig Grópiusi hefur tekist að sannfæra þá sem borguðu bygginguna um að framkvæma hugmyndina. Í reyndinni hafa ekki komið fram nýjar framfarahugmyndir í byggingalist að nein marki síðan þetta hús var byggt. Maður er hálf lamaður vegna til hugunsunarinnar.

  • Hilmar Gunnarsson

    Það verður seint sagt að herbergin séu hlýleg en eflaust er þetta skemmtileg og öðruvísi upplifun sem hægt er að monta sig af.

    Svona lagað er vinsælt í dag. Nú getur maður leigt spennandi nútíma arkitektúr í fríinu sínu. Eflaust mörg tækifæri þarna.

    http://www.living-architecture.co.uk/

  • Bauhaus var félagsleg hreyfing,sem vildi auka lífsmeðvitund almennings.
    Möguleikar iðnaðarframleiðslu með hreinum línum einfaldleikans voru kannaðir og niðurstaðan árangur þróunnar,ekki „stíll“.
    Veruleikinn í dag :Ikea og alþjóða sölumenn arkitektúrs og hönnunar með persónulega“stíla“ásamt brellum,sem oft duga skammt.
    Grundvöllur Bauhaus er hinsvegar enn í fullu gildi.

  • Ef funktionin breytist þá ætti húsið að brytast með. Það er eðli funktionalismans. Þess vegna er þetta rétt hjá Stefáni Ben. Funktionin er hreyfing ekki stöðnun. Samkvæmt því ættu funkishúsin að vera á hreyfingu þó svo að stíllinn sé varðveittur. Það var eðlilegt að breyta funkishúsum Þóris Baldurssonar í vesturborginni en það var óþarfi að víkja frá funkisstílnum eins og gert hefur verið. Og þetta á við öll stílbrög. Það er hægt að breyta öllum húsum án þess að „pönkast“ á stíl þeirra

  • stefán benediktsson

    Keypti einmitt á föstudaginn í MM bók eftir Magalenu Droste, útgefin af Taschen um Bauhaus.
    Sat svo um helgina og las þessa ævintýrasögu og slefaði yfir myndunum af þessari stórkostlegu hönnun sem fór á þessum tíma fram úr öllu öðru. Byggingarlist var brautryðjandi þessara ára með því að varpa fyrir róða innihaldshugmyndum, formhugmyndum og efnistökum.
    Við höfum staðnað í formhugmyndinni og innihaldshugmyndinni, fúnksjóninni, en bætt soldið við okkur í efnum og efnismeðferð. Hilbersheimer til dæmis inspireraði kvikmyndaheiminn með skipulagshugmyndum sínum (Metropolis).
    Án þess að hafa formað þá hugsun svo að ég geti lýst henni nógu vel held ég að við tökum orðið fúnkjón ekki nógu alvarlega.
    Þetta er orð sem lýsir hreyfingu ekki stöðnun og var partur af hugsjón um að leysa erfiði daglegs lífs bæði á heimili og vinnustað.
    Það mál er enn að þróast en ekki fyrir tilverknað arkitekta.
    Archigram og fleiri settu fram hugmyndir sem menn afgreiddu sem óra, Buckminster Fuller líka.
    Hús ættu til dæmis að geta endurnýjað sig breytt sér og jafnvel hreinsað sig og þjónað íbúunum.

  • Hilmar Þór

    Nokkur atriði sem vekja sérstaka athygli.

    Það eru opnanlegu fögin sem opnast inn.

    Festing svalahandriðanna á lóðrétta hluta plötunnar til hliðar.

    Hvað svalirnar eru litlar og eitthvað “funkis”

    Hvernig gardínurnar þekja ekki ofnanna. Algengt er nú á dögum að gardínur séu m.a. notaðar til að fela ofnana og þar með loka hitann frá því rými sem á að njóta hans.

    Svo er það gólfið i orginalherberginu með kalda vatninu. Þar er áferðin glærlökkuð steinsteypa eins og mikið er í tízku í dag.

    Svo eru það þessi hreinu form, hvitir veggir og auðvitað þessi frægi gardínuveggur sem ekki er berandi. Þessi veggur er algengasti útveggur húsa á okkar dögum, Sérstaklega þegar um háhýsi er að ræða.

    Mies notaði hann í Barcelona 4 árum seinna árið 1929 og síðar í mörgum verka sinna. Seagram í NY og mörg húsa í Chicago.

    http://blog.pressan.is/arkitektur/2009/12/09/mies-van-der-rohe/

  • Því verður ekki mótmælt að þetta er framúrskarandi fín endurbygging. Ég bendi á kaldavatnskranann. Það er kannski óþarfi að vera kaþólskari en páfinn þegar kom að heita vatninu. Ég vil skjóta inn hugmynd til íslenskra húsverndarsinna. Er ekki kominn tími til þess að endurbyggja funkishúsin eftir Þóri Baldursson arkitekt í vesturbæ Reykjavíkur. Þau hafa nánast öll verið skemmd. Þar fóru fremstir íslenskir nýhyggjumenn í arkitektastétt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn