Það er eflaust hægt að nota marga mælikvarða á hvort borgarskipulag sé gott eða slæmt.
Ein mælingin gæti verið að mæla fjöldi íbúa á hverja bensínstöð.
Því færri bensínstöðvar því betri ættu samgöngur að vera. Styttri vegalengdir til þjónustu leiðir af sér styttri ökuferðir, minni akstur og færri einkabíla. Mikil nánd heimila við vinnustaði, þjónustu, skóla og útivist gefur fólki tækifæri til þess að sinna erindum án einkabíls. Góðar almenningssamgöngur hafa líka áhrif á fjölda bensínstöðva. Færri bílar kalla á færri bensínstöðvar.
Algengur fjöldi bensínstöðva í borgum Evrópu er um ein á hverja 25000 íbúa. Í Reykjavík eru þær 44 eða ein á hverja 2700 íbúa. Það er rúmlega níu sinnum fleiri bensínstöðvar á íbúa í Reykjavík en í borgum Evrópu. Því er haldið fram að hvergi í heiminum séu jafn margar bensínstöðvar á mann og í Reykjavíkurborg og Akureyri.
Bensínstöðvarnar hafa í áranna rás vaxið úr því að vera litlir skúrar sem seldu bensín og olíu í að vera allstórar verslanir sem selja fatnað, leikföng og mat sem koma rekstri bíla ekkert við.
Þetta kemur fram í tillögu sem Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi lagði fram í skipulagsráði Reykjavíkur í síðustu viku. Tillagan gengur út á að endurskoða staðsetningu og starfsemi bensínstöðva í Reykjavík. Lagt var til að skoða hvort fækka megi bensínstöðvum í borginni. Tillagan var góðu heilli samþykkt.
Mælikvarðinn sem nefndur var í upphafi um skipulagsgæði borga er auðvitað settur fram í hálfkæringi sem vísbending um slæmar samgöngur. Sé mælikvarðinn tekinn alvarlega þá kemur Reykjavíkurborg afar illa út.
Og þá veltir maður fyrir sér hvernig standi á því að Reykvíkingar þurfi svona margar bensínstöðvar?
Ekki veit ég það, en ég tel fullvíst að þeir sem haldið hafa um skipulagsstýrið undanfarna áratugi hafi vitað af þessari þróun. Þeir hafa haft hagtölur við hendina og samanburð víðsvegar að og séð að þeir voru á rangri leið. Svo getur líka verið að þeir hafi álitið sig vera á réttri leið og að allir aðrir hafi verið á rangri leið.
Samþykkt tillögu Júlíusar Vífils um enduskoðun á bensínstöðvum er merki um greinilega vakningu hjá Reykjavíkurborg. Það eru góðar fréttir að fækka eigi bensínstöðvum í borginni.
Fyrsta stöðin sem ætti að leggja niður er bensínstöðin við Ægissíðu. Ég hef hvergi í víðri veröld séð bensínsölu og vegasjoppu í miðju einbýlishúsahverfi. Kannski eru þeir úti í hinum stóra heimi að gera tóma vitleysu þegar þeir staðsetja bensínstöðvar við stofnbrautir.
Efst í færslunni er ljósmynd af vegasjoppunni við Borgartún og hér að neðan er ekta bensínstöð í miðborg Lissabon sem selur bensín, olíu, tvist og fátt annað.
Sjá einnig:
http://blog.eyjan.is/arkitektur/2009/10/12/%E2%80%9Cvegasjoppa%E2%80%9D-i-borgartuni/
Þarf samt ekki aðeins að taka tillit til hve stórt hlutfall af þessum stöðvum eru sjálfsafgreiðslustöðvar ?
Fyrst Akureyri var t.d. nefnd þá hefur bensínstöðvum (mannaðar, með fulla þjónusta) fækkað þar. Hins vegar hefur sjálfafgreiðslustöðvum fjölgað, en aðeins ein þeirra fengið algjörlega tileinkað svæði (Atlantsolía í Glerárhverfi) en öðrum komið fyrir á bílastæðum þar sem önnur verslun og þjónusta fer fram. Ékki finnst mér ólíklegt að aukning á nýju byggingarlandi fyrir bensínafgreiðslu á Akureyri hafi því í mesta lagi haldist í hendur við aukningu á íbúafjölda. Fjölgun á „bensínstöðvum“ segir því ekki allt.
Á skal að ósi stemma. Ferðatíðni eða bílaumferð yfirleitt skilst mér að sé um þreföld á Reykjavíkursvæðinu og á Akureyri miðað við borgir og kaupstaði að sambærilegri stærð í mið- og norður Evrópu. Þannig var það a.m.k. fyrir um áratug.
Fróðlegt væri að fá nýrri samanburð.
Markmið og aðgerðir ættu að snúast um það að minnka þörfina fyrir þessa umferð t.d. með bættum almenningssamgöngum og endurbættu borgarumhverfi (samfelldri borg).
Borgarskipulagið er væntanlega ákveðin afleiðing menningarinnar í landinu – og á hinn bóginn mótar borgarumhverfið menninguna. Þetta er okkar menning hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þéttleiki bensínstöðva er ákveðin mælikvarði á menningu bókaþjóðarinnar.
Svæðið sem N1 er með á Ægisíðu er risastórt. Minn draumur er að þetta yrði að skrúðgarði, eða útivistarsvæði. Þá væri hægt að tengja það göngu- og hjólreiðastígunum meðfram austari hluta Ægisíðu, t.d. með því að þrengja gatnamótin við Hofsvallagötu og taka beygju reinina þar í burtu. Það er einnig grassvæði akkúrat hinum megin við götuna sem mætti skipuleggja með þessu svæði á sama tíma.
Af hverju er R.vík bara tekin fyrir en ekki höfuðborgarsvæðið sem heild? Það var t.d. verið að opna mjög nýlega sjálfsafgreiðslubensínstöð á haukasvæðinu í hafnarfirði og sú stöð sker mjög á göngu/hjóla stíg þar.
Takk fyrir að benda á þetta, Hilmar.
Þetta kom aðeins til umræðu á Akureyri þegar klína átti Kentucky Fried Chicken niður á smekklausan hátt í miðbænum, ásamt bensínstöð. Þeirri þrettándu eða fjórtándu í röðinni.
Sem betur fer var skipulagið ekki samþykkt. Þar var hlustað á hávær mótmæli bæjarbúa.
.
Það er eitthvað bogið við kerfi þar sem eitt til tvöþúsund anns geta borið uppi heila bensínstöð.
Í USA eru tæplega 3000 íbúar fyrir hverja bensínstöð, og við viljum gera allt eins og í USA?
Tekið af Wikianswers:
According to the economic census for retail trade (census.gov) in 1997 there were only 126,889 gas stations (64% of them having convienence stores).
I simply took the 1997 and 2002 census data and continued the trend based on the limited data:
1997 – 126,889 gas stations. 81,684 (64%) with convenience stores.
2002 – 121,446 gas stations. 93,691 (77%) with convenience stores.
*2007 – 116,223 gas stations. 104,600 (90%) with convenience stores.
Read more: http://wiki.answers.com/Q/How_many_gas_stations_are_there_in_US#ixzz1Jz7pWjzx
Bensínstöðvar eru ekki bara bensístöðvar lengur, eins og fleiri hafa nefnt hér sölsuðu olíufélögin undir sig bæði smábúða- og sjoppugeirann; hversu gróðinn er mikill getur kannski N1 vitnað um. Ljótasta „skipulagsdæmið“ er nú líklega þessi á myndinni, fyrir litlu útidyrunum á stóra Nýherjahúsinu.
1.480 á hverja bensínstöð á Akureyri.
Það hefur verið undarleg þróun í þessum bensínstöðvarmálum um allt land virðist vera.
Skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði, í samvinnu við íþróttafélögin FH og HAUKA, hafa staðið að því að setja niður bensínstöðvar inni á lóðum íþróttafélaganna með tilheyrandi mengun fyrir iðkendur, svo ekki sé nú talað um sjónmengun. Nú síðast skelltu þau niður bensínafgreiðslu við Haukahúsið á völlunum í Hafnarfirði. Vellirnir máttu ekki við þessari mengun ofan á allar hinar hörmungarnar í því hverfi…
Já kaupmaðurinn á horninu dó og hvað ætli olíufélögin þurfi að leggja á bensínlítirinn til þess að þrjár bensínstöðvar í Húsavík standi undir sér?
Tek undir með Hauk..
þetta er auðvitað geggjað.
Á Húsavík búa rúmlega 2.200 manns.
Bensínstöðvarnar eru þrjár. Geggjað.
Tek undir með þér Hilmar. Það væri áhugavert að sjá þarfagreiningu sem skýrir þessa þróun. Það er nokkuð augljóst að þetta var kaupmanninum á horninu ekki til framdráttar en ruddi 24/7 verslunum braut, sem þarf ekki að vera slæmt.