Miðvikudagur 25.07.2012 - 12:13 - 5 ummæli

Bestu arkitektaskólar í heimi?

 Hin virta síða “Gratuate Architecture”  hefur valið bestu arkitektaskóla veraldar og raðað upp eftir gæðum þeirra. Það vill svo skemmtilega til að minn gamli skóli, Konunglega Listaakademían í Kaupmannahöfn er þar í 4 sæti.  Fleiri íslenskir arkitektar hafa útskrifast frá Akademíunni í Kaupmannahöfn en annarstaðar.

Arkitektaskóla í heiminum má vafalaust telja í þúsundum. Því er þetta mikill heiður fyrir þá sem ná toppsætunum.

Niðurstaðan er að eftirtaldir 5 skólar eru taldir bestu skólar heims:

1.  SCI-Arch,Southern CloiforniaInstitute of Architecture

2.  Architectureal Assosiation,  AA  í London.

3.  MIT í Boston

4.  The Royal Danish Academi of Fine Arts í Kaupmannahöfn.

5.  University of  Tokyo í Tokyo.

Þeir sem vilja kynna sér þetta betur er bent á eftirfarandi slóð þar er hægt að skoða stöðu arkitektaskólanna í heiminum eftir heimsálfum og hver er meginástæðan fyrir vali þeirra:

http://www.graduatearchitecture.com/ARCHSCHOOLS/archschools_en.html

Stuttorð rök fyrir heildarniðursöðunni má finna á slóðinni.

Af sérstakri virðingu við Akademínuna í Kaupmannahöfn birti ég með færslunni nokkrar myndir af verkum míns leiðbeinanda á akademíunni, professors Jörgen Bo, sem kenndi þar um áratugaskeið. Sum verkanna vann hann í samstarfi við Wilhelm Wohlert. Efst er safn í Lubeck.

 Raðhúsaþyrpingin Kristineparken

 Listasafnið Louisiana

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Hilmar Gunnarz

    Arkitektastofur taka virkan þátt í valinu með því að meta hversu hæfir nemendurnir eru sem koma frá skólunum. Þetta er mjög heilbrigt viðmið en getur þó verið misjafnt, allt eftir gildismati arkitektastofunnar.

    Fjöldamargir þættir eru teknir til skoðunar þegar skólarnir eru metnir:

    – stærð / nemendafjöldi per kennara

    – samsetning námsins / hver eru tengslin milli stúdíóvinnu-teoríu og tækni

    – Samsetning kennara / aðstaða og ráðningarferli / hvað þeir eru að gera / hvort þeir séu með eigin stofur / hvort þeir séu að stunda fræðimennsku o.s.fr.

    – Samsetning nemanda

    – aðstaða nemanda og kennara / gegnsæi / húsakostir / tæki og tækni

    -aðgengi að fyrirlestrum og námskeiðum / ásamt gæðum þeirra

    Sci-Arc hefur menntað óteljandi hæfa arkitekta og meðal þeirra eru nöfn eins og Shigeru Ban, þó að hann hafi lokið námi sínu í NY. Skólinn var meðal þeirra fyrstu sem slitu sig frá undiroki háskólanna og varð sjálfstæður „uppreisnarseggur“ downtown Los Angeles, í miðju Skid Row hverfinu. Í kringum skólann hefur byggst upp líflegt listahverfi og uppbyggingin í miðbænum er mikil.

    Ég stundaði mastersnám einn vetur í Sci-Arc og hef aldrei kynnst eins mikilli samkeppni, elju og dugnaði eins og hjá samnemendum mínum. Stór hluti þeirra voru asískir og nokkrir af þeim voru þá þegar með 7-8 ára menntun/mastergráðu á bakinu frá sínu heimalandi. Þeir komu til USA til að fá gráðu þar og hljóta tækifæri til að starfa í amk 1 ár að námi loknu í landinu. Flest allir af þeim starfa núna fyrir helstu stjörnu arkitektana í dag: Zaha Hadid, Frank O. Gehry, svo eitthvað sé nefnt.

    Margir af útskriftarnemum Sci-Arc fara í Hollywood / leikja og kvikmyndabransann. Þetta á sérstaklega við um þá sem taka M.Arch.2 prógramið. Þar er lögð höfuðáhersla á stafræna hönnunarferla, tækni og framleiðslu.

    Bachelor námið (er 5 ár og jafngildir Bachelor/masternáminu) í skólanum er öðruvísi og þar er lögð meiri áhersla á módelgerð og að framleiða og skilja byggingarhluta í 1/1.

    Skólinn í Kaupmannahöfn fékk nýlega BIG til liðs við sig og það eitt og sér lyftir honum eitthvað upp. Þó er það þannig að margar af ungu/framsæknu stofunum í DK eru leiddar af arkitektum (CEBRA, MAPT t.d.) sem hafa verið í Arkitektaskólanum í Árósum og hafa einnig tekið skiptinám í 1 ár í sci-arc. Þessir skólar hafa verið í góðri samvinnu undanfarin ár.

    Það er nokkur munur á samsetningu menntunnar í USA og Norðurlöndunum sem gerir það að verkum að það verður illa sambærilegt. Áhersla á nýjungagirni og tækni er meiri í USA og gildismatið er annað. Nemendur fá tvær annir til að vinna mastersverkefnið sitt sem gera þau vanalega miklu sterkari og innihaldsríkari. Áherslan á einstaklinginn og einstaklingsfrelsið er meiri á Norðurlöndunum og minni áhrif frá stjörnuarkitektunum.

    Á endanum skiptir höfuðmáli hvaða skóli hentar einstaklingnum best miðað við hans eigin ambisjónir og agenda. Hvaða áherslur viltu í náminu þínu. Princeton t.a.m. útskrifar frábæra fræðimenn. Samhengið skiptir máli og ekki síður staðsetning skólans (borgin).

  • Hilmar Þór

    Jú Haraldsson nokkurn rókstuðning er þarna að finna. Athyglisvert er að mælt er hversu eftirsóttir nemarnir eru til vinnu og hvernig þeim gengur i samkeppnim að mámi lolnu. Skoðaðu síðuna betur þá vfinnur þú að þetta er ekki huglægt mat þó ekki sé ástæða til að hafna slíku mati alfarið.

  • Haraldsson

    Mér sýnist þetta vera bara eitthvað huglægt mat á skólunum. Hvernig eru þeir metnir?

  • Þessi síða sem vísað er á er ein sú besta sem ég hef séð ef maður hefur áhuga á skólaverkefnum.

    Frábær

  • Jóhann Sigurðsson

    Það hefur löngum verið ljóst að íslenskir arkitektar eru vel menntaðir.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn