Sunnudagur 23.02.2014 - 23:03 - 9 ummæli

Bílar án bílstjóra.

 

XchangE-Car_dezeen_ss2

Það er þekkt víða að reknar séu lestar af ýmsu tagi án þess að nokkur sé lestarstjórinn. Þetta þekkja margir af flugvöllum og lestarkerfum borga. Bæði stórra og lítilla borga.

Í Kaupmannahöfn hefur verið rekið Metrókerfi að franskri fyrirmynd í nokkur ár, án lestarstjóra.

Undanfarið hefur víða um heim verið unnið að hugmyndabílum sem eiga að geta ekið hvert sem er án bílstjóra.

Svisslendingar hafa lagt fram nokkuð unnar hugmyndir sem ganga út á þetta. Þeir hafa tekið frámúrstefnubílinn TESLA sem maður sér á götum Reykjavíkur og þróað hann áfram í að vera bílstjóralausan bíl. Sissneska fyritækið Rinspeed stefnir á að sýna bílinn á bílasýningu í Genf í næsta mánuði. Geneva International Motor Show

Það er ekki ólíklegt faratæki án ökustjóra eigi eftir að líða um götur Reykjavíkur áður en langt um líður. Byrja mætti á almenningsvögnm sem gengju eftrir fyrirhuguðum samgönguás Aðalskipulags Reykjavíkur eftir borginni endilangri frá Vasturbugt til Keldna á 5-7 mínútna fresti í báðar áttir. Mengunarlaus, hljóðlaus og ökumannslaus ferðamáti. Vagnarnir fullir  af ánægðum farþegum sem nota vistvænt samgöngutæki nánast frítt.

Hjálagt eru nokkrar myndir af hugmyndabíl svisslendingan sem gaman er að skoða og velta fyrir sér hvernig samgöngur og öryggismál munu breytast þega og ef af þessu verður. Stýrið er á rennibraut og það er hægt að hafa það hægra eða vinstramegin eftir atvikum. Á efstu myndinni snúa farþegarnir baki í akstursáttinna og njóta afþreyingar á ferðalaginu. Innbyggð kaffivélin bruggar kaffið.

XchangE-Car_dezeen_1

XchangE-Car_dezeen_ss5

XchangE-Car_dezeen_ss12

XchangE-Car_dezeen_4

Luxury self-driving XchangE Cars to become offices of tomorrow

XchangE-Car_dezeen_ss6

XchangE-Car_dezeen_13

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Dr. Samúel Jónsson

    Mér finnst þetta pervert framtíðarsýn, stýrð vélhyggja, róbótahyggja.

    Er fólk virkilega að hrópa húrra yfir því að róbótar yfirtaki stjórnina.

    Hvað næst, uber-róbót sem ríkisvaldið, fjarstýrt af stórbönkum ?

    Þða fólk sem fagnar þessu er orðið járnryðgað í heilanum.

    Það er latt og hyskið og flest um hippa-mussu-kyn-blóð-slóðinni.

  • Sveinn í Felli

    Mér er nú annara um líf mitt og limi en svo að ég fari að setjast upp í farartæki sem stýrt sé með Windows stýrikerfi 😉

    Ætli þurfi ekki líka fyrst að útbúa einhverja (alþjóðlega) staðla varðandi stoðkerfi fyrir þessa tegund umferðar, t.d. varðandi umferðarstýringu, veghönnun o.þ.h. ?

  • Rúnar I Guðjónsson

    Áhugavert sem þú segir Jens um að leggja flugvöllinn á Akureyri niður vegna þess að Akureyringar fljúgi bara til Reykjavíkur.

    Ef svo er þá losnar um mikið byggingarland fyrir norðan, hefur eitthvað verið fjallað um það á Eyjafjarðarsvæðinu?

  • Gréta Björnsson

    Bílaeign hefur aldrei verið jafn fátíð hjá ungu fólki og síðastliðin ár, sá hópur kýs heldur að ferðast með almenningssamgöngum. Talið er að internetið sem er aðgengilegt alltaf og allstaðar eigi stærstan part í þessari þróun. Bílstjóralausir bílar eru áhugavert mótsvar, þó þeir hafi verið í þróun lengur en tap einkabílsins fyrir internetinu hefur verið þekkt.

  • Þetta hef ég ekki heyrt áður.

    Spurningin er hvort ekki sé sjálfsagt að leggja flugvöllinn á Akureyri niður ef flug frá Reykjavík leggst af? Til hvers er flugvöllur á Akureyri ef ekki væri til þess að fljúga til Reykjavíkur.

  • Sjálfakandi bílar munu að lokum leysa allan bílastæða vanda miðbæja, bíllin keyrir þig upp að dyrum og fer síðan í burtu og leggur í stæði.
    Síðan þegar þú ert að fara þá kallar þú bara aftur á bílin í þar til gerðu appi 🙂
    Stæðin gætu líka verið mun þrengri (og lægri) þar sem enginn þarf að geta farið úr bílnum.

  • stefán benediktsson

    Loksins , loksins. Get ekki beðið. Framhaldið verður fækkun bíleigenda og fjölgun leigubíla.

  • Hafsteinn

    Þetta er alveg að gera sig. Fyrir fáum voru fjarlægðaskynjarar óþekktir í bílum en er nú staðalbúnaður í nanast öllum bílum, jafnvel þeim ódýrustu. Ég er líka viss um að tryggingarfélög munu gefa afslátt á tryggingu svona bíla vegna þess að flest mistök í umferðinni eru mannleg mistök.

  • Óskar Ólafsson

    Þegar svona bílar eru orðnir almenningseign þá má fara að ræða um hvort leggja megi niður flugvellina í Reykjavík og á Akureyri 🙂

    Frábærar hugmyndir og myndir.

    Meira svona.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn