Miðvikudagur 12.06.2013 - 15:12 - 2 ummæli

Bjarke Ingels í slæmum málum

Það hefur gengið mikið á í dönskum fjölmiðlum undanfarið þar sem Bjarke Ingels er ásakaður um að hafa verið djarftækur þegar hann sækir innblástur vegna verka sinna.

Jyllanspósten gerði þetta að umfjöllunarefni nýverið sem hefur gert það að verkum að mikið var fjallað um efnið í blöðum og sjónvarpi í Danmörku í síðustu viku.

Bjarke Ingels er einungis 38 ára gamall og hefur afrekað ótrúlega mikið á ferli sínum. Hann er án efa fremstur arkitekta í Danmörku nú um stundir og í miklu uppáhaldi hjá dönum sem kalla hann jafnvel “Vor tids Utzon”

En nú er heldur betur komið kusk á hvítflibbann.

Það er ýmislegt tínt til  þó tilefnið hafi verið Arlanda Hótel sem sagt er að BIG hafi hnuplað frá Dupain Building í Ástralíu eftir ARM Architecture.

Einhvernvegin finnst mér menn óþarflega grimmir við BIG í umfjöllun fjölmiðla þó líkindi þessarra tveggja bygginga sé sláandi. Sennilega hefði þetta ekki gerst eg BIG hefði meiri hæfileika til þess að hanna inn í staðarandann.

Færslunni fylgja tvær myndir af umræddum húsum og dæmi nú hver fyrir sig.

Neðst er svo mynd af fyrstuverðlaunatillögu BIG um höfuðstöðvar Landsbanka Íslands. Sem betur fer varð ekkert út því.

Það hefur mikið verið skrifað um Bjarke Ingels á þessum vef. Fólk getur nálgast færslurnar með því að slá upp nafni hans hér til hliðar í reit sem heitir : Leitað að

Hér er slóð þar sem fjallað er um efnið í Politiken þar sem sagt er að BIG sé flinkari í almannatengslum en byggingarlist.

http://politiken.dk/kultur/arkitektur/ECE1987889/dansk-stjernearkitekt-beskyldes-for-plagiat/

Arlanda_Hotel__2007_757024c

 Arlanda Hotel eftir Bjarke Ingels – BIG

Dupain_Building__20_757022c

Dupain Building eftir ARM Architecture í Ástralíu

lkj

Verðlaunatillaga um höfuðstöðvar Landsbankans eftir BIG

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Gréta Björnsson

    Hvernig arkitektar (og aðrar kreatívar stéttir) nota innblástur í verkum sínum hefur mikið fleiri fleti en það sem jyllandsposten blæs upp á þessari forsíðu sinni. Rasmus Brønnum skrifar áhugaverða hugleiðingu um málið á bloggið sitt http://arkfo.dk/da/blog/good-architects-copy-great-architects-steal

  • Einar Jóhannsson

    Það er greinilegt að BIG hefur ekki stjórn á starfsfólki sínu. Þetta dæmi er svo frumlegt (Að móta svona myndverk með svalahandriðinu) að þarna getur ekki veruð um annað en hugverkaþjófnað að ræða. Þetta er óþarfi hjá svona frábærum arkitekt að lenda í þessu. Hann þarf að hægja á sér.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og átta? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn