Mánudagur 25.01.2010 - 15:57 - 4 ummæli

Björn Hallsson – Arkitekt – Kynning

Af einhverjum ástæðum birtust ekki myndir af verkum Björns Hallssonar með síðustu færslu.

Ég ætla að bæta úr því í dag og setja nokkrar myndir af nýlegum verkum Björns og kynna hann lítillega fyrir lesendum. Það er vilji minn að kynna lauslega þá arkitekta, landslagsarkitekta. innanhússarkitekta sem tjá sig hér á bloggi mínu um málefni líðandi stundar í skipulags- og byggingamálum. Björn sendi mér skoðanir sínar á málefnum LSH sem birtar voru i síðustu færslu.

http://blog.eyjan.is/arkitektur/2010/01/22/bjorn-hallsson-lsh/#comments

Björn Stefán Hallsson nam arkitektúr í City of Leicester Polyteknics, nú Montfort University School of Architecture á Englandi og lauk þaðan prófi 1978. Hann vann stuttan tíma hjá Ólafi Sigurðssyni og Guðmundi Kr. Guðmundssyni arkitektum þar til hann stofnaði eigin teiknistofu sem hann rak til 1991 þegar hann flutti til Bandaríkjanna.

Hér heima vann hann nokkrar samkepppnir sjálfur og í félagi við aðra.

Meðal verka hans má nefna Setbergsskóla í Hafnarfirði, nokkrar framúrskarandi skolpdælustöðvar sem sjá má víða við strandlengjuna, Sundlaug í Árbæ með Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt og fl.

Þau tæp 20 ár sem hann hefur starfað í Bandaríkjunum hefur hann verið umsvifamikill í sínu fagi og unnið til margvíslegra verðlauna svo sem Distinguised Building Award, Award for Excellence in Masonry Design o.fl.

Hér að neðan eru nokkrar myndir af verkum sem Björn Hallsson hefur unnið að undanfarin ár.

Northern Arizona University

 

Northern Arizona University
 

 

 

Foxconn China Headquarters

Foxconn China Headquarters
 

 

 

Temps La Defence í París

 

Temps La Defence í París

North Grand High School í Chicago

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Gunnar Torfason

    Já, Sigurlaug, laun heimsins eru vanþakklæti.
    Ég held þó að ástandið hafi batnað mikið frá byggingartíma SPRON.
    Öll mín viðskipti við Borgarskjalasafn hafa verið með miklum ágætum ( á árunum 2012-2014).

    En þetta var flott hjá þér með uppmælinguna.

    Þú átt hrós skilið.
    Kveðja, Gunnar.

  • Sigurlaug Sæmundsdóttir

    Hús SPRON
    03.02.2010

    Í tilefni af því að hús SPRON á Skólavörðustíg 11, Reykjavík, kom við sögu í bloggpistlinum Arkitektúr, skipulag og staðarprýði, þann 3. febrúar 2010, langar mig til að ryfja upp, hvað stóð á lóðinni á undan SPRON: Það var lítið íbúðarhús af gerðinni steinbær eins og voru byggð í Reykjavík á fyrstu dögum borgarinnar, þegar fólkið var að yfirgefa torfbæjina í sveitunum og flytjast „á mölina“ eins og sagt var.

    Hús þetta var kallað Tobbukot. Þar bjó kona að nafni Þorbjörg Jónsdóttir og var ljósmóðir.

    Öllum virtist standa á sama um, hvað yrði um þetta litla hús, sem var fyrir, þar sem það stóð og átti að rífa vegna nýbyggingar SPRON. Engin teikning eða mynd var til af því, hvorki í fórum Reykjavíkurborgar né SPRON.

    Ég fór þá með málband og teikniáhöld og mældi húsið og teiknaði upp. Teikninguna fór ég með til Borgarskjalasafnsins og afhenti hana Lárusi Sigurbjörnssyni, sem sá um Borgarskjalasafnið, þá í Skúlatúni 2. Ekki var minnst á borgun, honum þótti bersýnilega sjálfsagt að fá teikninguna að gjöf fyrir Skjalasafnið. Ég vona að hún sé ennþá til í safninu.

    Sigurlaug Sæmundsdóttir
    arkitekt FAÍ

  • Þetta eru magnaðar byggingar. Virkilega djarfur arkítektúr.

    Það væri gaman að sjá hann vinna meira hérna heima.

    Guð veit að Reykjavík þarf á því að halda

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sjö? Svar:

Höfundur

Hilmar Þór Björnsson arkitekt
Tilgangur síðunnar er að kynna arkitektúr, skipulag og staðarprýði ásamt því að stuðla að umræðu um efnið. Það sem fram kemur ber ekki að skilja sem skoðun höfundar heldur hugleiðingu sem sett er fram í þeim tilgangi að vekja lesendur til umhugsunar og skoðanaskipta. Tekið er á móti aðsendum greinum þegar það á við, sem þá eru á ábyrgð höfundar aðsends efnis.
Athugasemdir við færslur eru velkomnar. Þeir sem vilja koma skilaboðum til ábyrgðarmanns beint er bent á netfangið hilmarstofunni@gmail.com
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn